Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 14:38 Áslaug Friðriksdóttir Fréttablaðið/Stefán „Enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni. Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni var ýtt til hliðar á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem tekist var á um tillögu uppstillinganefndar fyrir skipun á lista flokksins í borginni. „Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“ Áslaug endaði í öðru sæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrr í mánuðinum. Hún óskaði svo eftir því að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að hún hafi vitað að hún hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi, Eyþór Arnaldsson, styddi þá tillögu. „Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór. Ég mun að sjálfsögðu sitja út kjörtímabilið og vinna að málum eins og ég hef gert hingað til með því að leggja áherslu á að einkaframtakið fái að blómstra til hagsbóta fyrir borgarbúa, með því að efla þjónustu, þar sem þarfir íbúanna eru í forgrunni og með því að standa á bremsunni gegn óráðsíu og vanhugsuðum hugmyndum meirihlutans“Segir konurnar á listanum vera skoðanasystur Áslaug segir að sér lítist vel á nýju konurnar á framboðslistanum „og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Áslaug segir að síðustu mánuði hafi verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni en að öll skilyrði fyrir góðum árangri séu til staðar. „Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%. Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni. Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni var ýtt til hliðar á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem tekist var á um tillögu uppstillinganefndar fyrir skipun á lista flokksins í borginni. „Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“ Áslaug endaði í öðru sæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrr í mánuðinum. Hún óskaði svo eftir því að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að hún hafi vitað að hún hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi, Eyþór Arnaldsson, styddi þá tillögu. „Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór. Ég mun að sjálfsögðu sitja út kjörtímabilið og vinna að málum eins og ég hef gert hingað til með því að leggja áherslu á að einkaframtakið fái að blómstra til hagsbóta fyrir borgarbúa, með því að efla þjónustu, þar sem þarfir íbúanna eru í forgrunni og með því að standa á bremsunni gegn óráðsíu og vanhugsuðum hugmyndum meirihlutans“Segir konurnar á listanum vera skoðanasystur Áslaug segir að sér lítist vel á nýju konurnar á framboðslistanum „og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Áslaug segir að síðustu mánuði hafi verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni en að öll skilyrði fyrir góðum árangri séu til staðar. „Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%. Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19