Brotthvarfið svakalegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Menntamálaráðherra vill auka sálfræðiþjónustu í skólum. Vísir/ernir Niðurstöður skýrslu Menntamálastofnunar um brotthvarf úr framhaldsskólum gefur tilefni til að styrkja sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. 141 nemandi hætti námi í framhaldsskóla á haustönn vegna andlegra veikinda en í heildina hættu ríflega 750. „Það er mín skoðun að við þurfum að styrkja alla umgjörð í kringum skólakerfið á Íslandi,“ segir Lilja og bendir á að brotthvarf hér sé meira en á hinum Norðurlöndunum. Nú sé skýrsla stofnunarinnar komin og í kjölfarið sé hægt að nýta hana til að fara í aðgerðir til að sporna við brotthvarfi. Lilja segir að þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu nú að vinna í málinu. „Við höfum nú þegar fundað um hvernig sé hægt að auka sálfræðiþjónustu og gera hana aðgengilegri og erum búin að setja fólk í ráðuneytunum í vinnu til að móta þetta með okkur,“ segir Lilja. Þá segist hún jafnframt hafa fundað mikið um málið með stúdentahreyfingunni á háskólastigi. Þar sé sama vandamál til staðar. „Þetta er auðvitað samtvinnað, framhaldsskólastigið og háskólastigið.“Óskað eftir fjármagni Í skýrslunni kemur fram að átta skólar hafi fengið styrki til að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu árið 2016 „en samkvæmt skráningu á ástæðum brotthvarfs eru andleg veikindi ein helsta ástæða þess að nemendur hafa hætt í námi í umræddum skólum áður en til lokaprófa kom“. Skólarnir óskuðu ýmist eftir fjármagni til að ráða sálfræðing eða til að kaupa þjónustu af einkaaðilum. Samkvæmt skýrslunni réðu tveir skólar sálfræðing í hálft starf, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Heildarmat á útkomunni í FS liggur ekki fyrir en í skýrslunni segir að þar sé mælanlegur jákvæður árangur. „Færri sem hætta vegna andlegra veikinda,“ segir um árangurinn í MH. Þá segir einnig í umsögnum um árangur þeirra skóla sem bjóða upp á sálfræðiaðstoð í einhverri mynd að árangurinn sé almennt góður. Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), segir tölurnar uggvænlegar. SÍF hefur undanfarið staðið að herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Við teljum að andlegi þátturinn í þessu sé gríðarlega stór,“ segir Davíð og bætir því við að nemendur í MH séu til að mynda mjög ánægðir með hvernig staðið sé að sálfræðiþjónustu þar. „Sálfræðingurinn er meðal annars með prófkvíðanámskeið þannig að hann er ekki bara að hitta einstaklinga heldur er hann líka að hitta hópinn og tala opinskátt um þessi mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Niðurstöður skýrslu Menntamálastofnunar um brotthvarf úr framhaldsskólum gefur tilefni til að styrkja sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. 141 nemandi hætti námi í framhaldsskóla á haustönn vegna andlegra veikinda en í heildina hættu ríflega 750. „Það er mín skoðun að við þurfum að styrkja alla umgjörð í kringum skólakerfið á Íslandi,“ segir Lilja og bendir á að brotthvarf hér sé meira en á hinum Norðurlöndunum. Nú sé skýrsla stofnunarinnar komin og í kjölfarið sé hægt að nýta hana til að fara í aðgerðir til að sporna við brotthvarfi. Lilja segir að þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu nú að vinna í málinu. „Við höfum nú þegar fundað um hvernig sé hægt að auka sálfræðiþjónustu og gera hana aðgengilegri og erum búin að setja fólk í ráðuneytunum í vinnu til að móta þetta með okkur,“ segir Lilja. Þá segist hún jafnframt hafa fundað mikið um málið með stúdentahreyfingunni á háskólastigi. Þar sé sama vandamál til staðar. „Þetta er auðvitað samtvinnað, framhaldsskólastigið og háskólastigið.“Óskað eftir fjármagni Í skýrslunni kemur fram að átta skólar hafi fengið styrki til að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu árið 2016 „en samkvæmt skráningu á ástæðum brotthvarfs eru andleg veikindi ein helsta ástæða þess að nemendur hafa hætt í námi í umræddum skólum áður en til lokaprófa kom“. Skólarnir óskuðu ýmist eftir fjármagni til að ráða sálfræðing eða til að kaupa þjónustu af einkaaðilum. Samkvæmt skýrslunni réðu tveir skólar sálfræðing í hálft starf, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Heildarmat á útkomunni í FS liggur ekki fyrir en í skýrslunni segir að þar sé mælanlegur jákvæður árangur. „Færri sem hætta vegna andlegra veikinda,“ segir um árangurinn í MH. Þá segir einnig í umsögnum um árangur þeirra skóla sem bjóða upp á sálfræðiaðstoð í einhverri mynd að árangurinn sé almennt góður. Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), segir tölurnar uggvænlegar. SÍF hefur undanfarið staðið að herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Við teljum að andlegi þátturinn í þessu sé gríðarlega stór,“ segir Davíð og bætir því við að nemendur í MH séu til að mynda mjög ánægðir með hvernig staðið sé að sálfræðiþjónustu þar. „Sálfræðingurinn er meðal annars með prófkvíðanámskeið þannig að hann er ekki bara að hitta einstaklinga heldur er hann líka að hitta hópinn og tala opinskátt um þessi mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira