Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 13:20 Læknarnir segjast margir hafa neitað að taka þátt í umskurði samvisku sinnar vegna við mismikinn skilning. Vísir/Getty Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna frumvarpi sem miðast við að leggja bann við umskurði drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Í yfirlýsingunni segir að málið hafi ýmsar hliðar en sé ekki flókið að mati læknanna. „Allar aðgerðir, sama hversu tæknilega einfalt er að framkvæma þær, hafa mögulega fylgikvilla sem ber að vega móti ávinningi þeirra. Læknisfræðilegar ábendingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábendinga gangi umskurður á ungbörnum gegn Genfaryfirlýsingu lækna og samræmist því síður grundvallarviðmiðum Helsinki-yfirlýsingar lækna um réttinn til sjálfsákvörðunar og upplýsts samþykkis,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu um yfirlýsinguna segir að íslenskir læknar hafi margir unnið í Evrópu, á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Þónokkrir hafa hafa tekið á móti ungum drengjum með fylgikvilla eftir umskurð á borð við sýkingar, blæðingar eða vefjadrep. Jafnvel þannig ástatt með að tvísýnt væri um horfur. Aðrir hafa lýst upplifun sinni af sársauka nýbura þar sem afar skyn-næmur vefur er skorinn burt án deyfingar. Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. Í tilkynningunni kemur fram að hátt á fimmta hundruð undirskriftir hafi safnast á 48 klukkustundum. Læknarnir sem rita nafn sitt við þessa yfirlýsingu segjast taka heilshugar undir niðurstöður kollega okkar sem birtust í tímariti bandarísku barnalæknasamtakanna AAP í apríl 2013, að umskurður hraustra sveinbarna í vestrænum samfélögum hafi engin markverð heilsueflandi eða fyrirbyggjandi áhrif en valdi þvert á móti sársauka, geti leitt til alvarlegra, jafnvel langvarandi fylgikvilla, brjóti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sé í blóra við Hippokratesareiðinn: “Primum non nocere” - umfram allt ekki skaða. Heilbrigðismál Trúmál Tengdar fréttir Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna frumvarpi sem miðast við að leggja bann við umskurði drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Í yfirlýsingunni segir að málið hafi ýmsar hliðar en sé ekki flókið að mati læknanna. „Allar aðgerðir, sama hversu tæknilega einfalt er að framkvæma þær, hafa mögulega fylgikvilla sem ber að vega móti ávinningi þeirra. Læknisfræðilegar ábendingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábendinga gangi umskurður á ungbörnum gegn Genfaryfirlýsingu lækna og samræmist því síður grundvallarviðmiðum Helsinki-yfirlýsingar lækna um réttinn til sjálfsákvörðunar og upplýsts samþykkis,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu um yfirlýsinguna segir að íslenskir læknar hafi margir unnið í Evrópu, á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Þónokkrir hafa hafa tekið á móti ungum drengjum með fylgikvilla eftir umskurð á borð við sýkingar, blæðingar eða vefjadrep. Jafnvel þannig ástatt með að tvísýnt væri um horfur. Aðrir hafa lýst upplifun sinni af sársauka nýbura þar sem afar skyn-næmur vefur er skorinn burt án deyfingar. Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. Í tilkynningunni kemur fram að hátt á fimmta hundruð undirskriftir hafi safnast á 48 klukkustundum. Læknarnir sem rita nafn sitt við þessa yfirlýsingu segjast taka heilshugar undir niðurstöður kollega okkar sem birtust í tímariti bandarísku barnalæknasamtakanna AAP í apríl 2013, að umskurður hraustra sveinbarna í vestrænum samfélögum hafi engin markverð heilsueflandi eða fyrirbyggjandi áhrif en valdi þvert á móti sársauka, geti leitt til alvarlegra, jafnvel langvarandi fylgikvilla, brjóti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sé í blóra við Hippokratesareiðinn: “Primum non nocere” - umfram allt ekki skaða.
Heilbrigðismál Trúmál Tengdar fréttir Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48