Næsti Jónas Magnús Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2018 07:00 „Sá hróður verður aldrei skafinn af eyfirzku bændafólki, að hjá því nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið.“ Skáldið Davíð Stefánsson var ekki spar á hólið um eyfirskt bændafólk í viðtali við Dag í desember árið 1956 og ekki að ástæðulausu. Fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka snilldartök á íslensku og listaskáldið Jónas Hallgrímsson sem lét sig ekki heldur muna um að yrkja á dönsku með miklum bravör. Að yrkja á öðru tungumáli kallar á mikla færni og þá ekkert síður á móðurmálinu. Það er þar sem hugsunin er formuð og þaðan rennur myndin fram úr penna skáldsins. Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins sem markar upphaf viku þar sem ræktun móðurmála verður sinnt og hún rædd í þaula. Þó svo við séum ekki öll stórskáld eins og Jónas þá mótar móðurmálið hugsanir okkar og gerir okkur mögulegt að miðla þeim. Fyrir okkur sem erum fædd til íslenskunnar hefur hún sérstaka þýðingu vegna þess að hún á stóran þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þannig er það auðvitað einnig með þá sem fæðast til annars tungumáls hvort sem það er í heimalandi viðkomandi tungumáls eða á öðrum slóðum. Íslendingar hafa alltaf verið meðvitaðir um þetta hvar sem þeir búa í heiminum og hafa því lagt rækt við íslenskuna og þá ekki síst fyrir börn og unglinga. Þetta er hið besta mál vegna þess að færni í móðurmáli felur í sér færni til þess að forma og koma frá sér hugsunum og skoðunum. Auk þess sem það eflir alla málfærni og þar með möguleika viðkomandi til þess að ná góðum tökum á öðrum tungumálum. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, benti réttilega á í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir skömmu að á Íslandi sé rétti barna sem eiga annað móðurmál en íslenskuna ekki sinnt sem skyldi. Styrkleiki þessara barna og sjálfstraust er oft fólgið í móðurmáli þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þau eigi erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en til að mynda í nágrannalöndunum. Þessu þurfum við að breyta og við þurfum að gera það strax. Það er liðin tíð að Íslendingar allir séu hér bornir og barnfæddir og geti rakið ættir sínar til landnámsmanna. Þó svo langstærstur hluti þjóðarinnar eigi íslenskuna að móðurmáli þá þýðir það ekki að meirihlutinn eigi eða megi þvinga þá landa okkar sem eiga önnur móðurmál til þess að vera eins og við hin. Þvert á móti eigum við að taka fjölbreytileikanum fagnandi vegna þess að hann stækkar og auðgar veröld okkar allra sem hér búum. Þessi fjölbreytileiki móðurmála er ekki ógn við íslenskuna heldur tækifæri til þess að ala upp kynslóðir einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá mismunandi menningarsamfélögum. Einstaklinga sem eiga sér sínar fyrirmyndir innan fjölskyldu sinnar og menningar rétt eins og við sem eigum íslenskuna að móðurmáli. Við þurfum öll á okkar eyfirska bændafólki að halda til þess að skerpa málvitund okkar og færni og hver veit hvaða móðurmál á eftir að leiða fram okkar næsta Jónas til ódauðlegra verka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
„Sá hróður verður aldrei skafinn af eyfirzku bændafólki, að hjá því nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið.“ Skáldið Davíð Stefánsson var ekki spar á hólið um eyfirskt bændafólk í viðtali við Dag í desember árið 1956 og ekki að ástæðulausu. Fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka snilldartök á íslensku og listaskáldið Jónas Hallgrímsson sem lét sig ekki heldur muna um að yrkja á dönsku með miklum bravör. Að yrkja á öðru tungumáli kallar á mikla færni og þá ekkert síður á móðurmálinu. Það er þar sem hugsunin er formuð og þaðan rennur myndin fram úr penna skáldsins. Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins sem markar upphaf viku þar sem ræktun móðurmála verður sinnt og hún rædd í þaula. Þó svo við séum ekki öll stórskáld eins og Jónas þá mótar móðurmálið hugsanir okkar og gerir okkur mögulegt að miðla þeim. Fyrir okkur sem erum fædd til íslenskunnar hefur hún sérstaka þýðingu vegna þess að hún á stóran þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þannig er það auðvitað einnig með þá sem fæðast til annars tungumáls hvort sem það er í heimalandi viðkomandi tungumáls eða á öðrum slóðum. Íslendingar hafa alltaf verið meðvitaðir um þetta hvar sem þeir búa í heiminum og hafa því lagt rækt við íslenskuna og þá ekki síst fyrir börn og unglinga. Þetta er hið besta mál vegna þess að færni í móðurmáli felur í sér færni til þess að forma og koma frá sér hugsunum og skoðunum. Auk þess sem það eflir alla málfærni og þar með möguleika viðkomandi til þess að ná góðum tökum á öðrum tungumálum. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, benti réttilega á í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir skömmu að á Íslandi sé rétti barna sem eiga annað móðurmál en íslenskuna ekki sinnt sem skyldi. Styrkleiki þessara barna og sjálfstraust er oft fólgið í móðurmáli þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þau eigi erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en til að mynda í nágrannalöndunum. Þessu þurfum við að breyta og við þurfum að gera það strax. Það er liðin tíð að Íslendingar allir séu hér bornir og barnfæddir og geti rakið ættir sínar til landnámsmanna. Þó svo langstærstur hluti þjóðarinnar eigi íslenskuna að móðurmáli þá þýðir það ekki að meirihlutinn eigi eða megi þvinga þá landa okkar sem eiga önnur móðurmál til þess að vera eins og við hin. Þvert á móti eigum við að taka fjölbreytileikanum fagnandi vegna þess að hann stækkar og auðgar veröld okkar allra sem hér búum. Þessi fjölbreytileiki móðurmála er ekki ógn við íslenskuna heldur tækifæri til þess að ala upp kynslóðir einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá mismunandi menningarsamfélögum. Einstaklinga sem eiga sér sínar fyrirmyndir innan fjölskyldu sinnar og menningar rétt eins og við sem eigum íslenskuna að móðurmáli. Við þurfum öll á okkar eyfirska bændafólki að halda til þess að skerpa málvitund okkar og færni og hver veit hvaða móðurmál á eftir að leiða fram okkar næsta Jónas til ódauðlegra verka?
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun