Sigurvegari kvöldsins vinnur líklega Meistaradeildina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 15:45 Didier Drogba vann Meistaradeildina 2012 eftir að hafa sigrað Barcelona í undanúrslitum. vísir/getty Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Barcelona mætir á Brúna í kvöld þegar liðin takast á í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitunum. Síðast þegar þau mættust á þessu stigi, árið 2006, fór Barcelona með 3-2 samanlagðan sigur. Spánverjarnir lögðu svo Benfica og AC Milan á leið sinni í úrslitaleikinn á Stade de France þar sem þeir mættu Arsenal og unnu 2-1. Tvisvar á síðustu árum hafa liðin mæst í undanúrslitum, 2009 og 2012. Barcelona var eina liðið í undanúrslitum árið 2009 sem ekki kom frá Englandi, Manchester United og Arsenal mættust í hinni viðureigninni. Barcelona vann einvígi sitt við Chelsea í umdeildum leik þar sem dómari leiksins, Tom Henning Övrebö, stal senunni. Andres Iniesta skoraði glæsimark seint í uppbótartíma leiksins og jafnaði 1-1 á Stamford Bridge. Fyrri leikurinn hafði farið 0-0 og fóru Spánverjarnir því áfram á útivallarmarki. Þeir unnu svo United í úrslitaleiknum í Róm. Chelsea náði fram hefndum þremur árum seinna þegar liðin mættust aftur í undanúrslitunum. Englendingarnir unnu 1-0 á heimavelli og seinni leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, Chelsea fór áfram með 3-2 samanlegðan sigur. Þeir bláklæddu lyftu svo bikarnum stóra eftir að sigra Bayern München í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á Allianz vellinum í München. Það þarf þó ekki að fara lengra en aftur til 2005 til þess að finna tímabil þar sem liðin mættust í útsláttarkeppninni en annað lið hampaði titlinum. Þá mættust þau einmitt í 16-liða úrslitunum. Chelsea vann það einvígi 5-4 og komst í undanúrslitin þar sem þeir bláu töpuðu fyrir löndum sínum Liverpool, sem unnu keppnina á eftirminnilegan hátt í Istanbúl. Leikur Chelsea og Barcelona er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst upphitun klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Barcelona mætir á Brúna í kvöld þegar liðin takast á í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitunum. Síðast þegar þau mættust á þessu stigi, árið 2006, fór Barcelona með 3-2 samanlagðan sigur. Spánverjarnir lögðu svo Benfica og AC Milan á leið sinni í úrslitaleikinn á Stade de France þar sem þeir mættu Arsenal og unnu 2-1. Tvisvar á síðustu árum hafa liðin mæst í undanúrslitum, 2009 og 2012. Barcelona var eina liðið í undanúrslitum árið 2009 sem ekki kom frá Englandi, Manchester United og Arsenal mættust í hinni viðureigninni. Barcelona vann einvígi sitt við Chelsea í umdeildum leik þar sem dómari leiksins, Tom Henning Övrebö, stal senunni. Andres Iniesta skoraði glæsimark seint í uppbótartíma leiksins og jafnaði 1-1 á Stamford Bridge. Fyrri leikurinn hafði farið 0-0 og fóru Spánverjarnir því áfram á útivallarmarki. Þeir unnu svo United í úrslitaleiknum í Róm. Chelsea náði fram hefndum þremur árum seinna þegar liðin mættust aftur í undanúrslitunum. Englendingarnir unnu 1-0 á heimavelli og seinni leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, Chelsea fór áfram með 3-2 samanlegðan sigur. Þeir bláklæddu lyftu svo bikarnum stóra eftir að sigra Bayern München í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á Allianz vellinum í München. Það þarf þó ekki að fara lengra en aftur til 2005 til þess að finna tímabil þar sem liðin mættust í útsláttarkeppninni en annað lið hampaði titlinum. Þá mættust þau einmitt í 16-liða úrslitunum. Chelsea vann það einvígi 5-4 og komst í undanúrslitin þar sem þeir bláu töpuðu fyrir löndum sínum Liverpool, sem unnu keppnina á eftirminnilegan hátt í Istanbúl. Leikur Chelsea og Barcelona er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst upphitun klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn