Hæstiréttur vísar frá kröfu um vanhæfi dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 12:29 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sést hér fyrir aftan Jón H. B. Snorrason, saksóknara, þegar krafan um vanhæfi var tekin fyrir í Landsrétti. vísir/eyþór Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. Þetta staðfestir Vilhjálmur í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Kjarnans. Dómur Hæstaréttar hefur ekki verið birtur á vef réttarins en áður hafði Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í málinu. Kvað Arnfríður sjálf upp þann úrskurð ásamt tveimur meðdómendum. Með niðurstöðu Hæstaréttar nú liggur því fyrir að málið verði efnislega tekið fyrir í Landsrétti. Krafan um að Arnfríður myndi víkja sæti var sett á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu dómnefndar um hæfi umsækjenda. Með kröfunni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Var málinu vísað frá Hæstarétti á þeim grundvelli að ekki hafi verið færð rök fyrir því að Arnfríður væri vanhæf til að dæma í því tiltekna sakamáli sem krafan sneri að, samkvæmt 6. grein laga um meðferð sakamála. Röksemdirnar hefðu snúið að því hvort ekki hefði verið farið að lögum við skipan dómarans í embætti en ekki hafi verið rétt að krefjast þess að dómarinn myndi víkja sæti á þeim forsendum. Úrskurður Landsréttur hefði þannig ekki snúið að réttu að þeim ágreiningi og því væri ekki hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Var málinu því vísað frá.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:52. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. Þetta staðfestir Vilhjálmur í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Kjarnans. Dómur Hæstaréttar hefur ekki verið birtur á vef réttarins en áður hafði Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í málinu. Kvað Arnfríður sjálf upp þann úrskurð ásamt tveimur meðdómendum. Með niðurstöðu Hæstaréttar nú liggur því fyrir að málið verði efnislega tekið fyrir í Landsrétti. Krafan um að Arnfríður myndi víkja sæti var sett á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu dómnefndar um hæfi umsækjenda. Með kröfunni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Var málinu vísað frá Hæstarétti á þeim grundvelli að ekki hafi verið færð rök fyrir því að Arnfríður væri vanhæf til að dæma í því tiltekna sakamáli sem krafan sneri að, samkvæmt 6. grein laga um meðferð sakamála. Röksemdirnar hefðu snúið að því hvort ekki hefði verið farið að lögum við skipan dómarans í embætti en ekki hafi verið rétt að krefjast þess að dómarinn myndi víkja sæti á þeim forsendum. Úrskurður Landsréttur hefði þannig ekki snúið að réttu að þeim ágreiningi og því væri ekki hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Var málinu því vísað frá.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:52.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57