Reyna að afla upplýsinga um Hauk Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 16:00 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir embættið reyna að afla upplýsinga um afdrif Hauks Hilmarssonar. Vísir Embætti ríkislögreglustjóra reynir að afla upplýsinga um afdrif Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir í svari við fyrirspurn Vísis að embættið sé með mál Hauks á sínu borði. Unnið sé að því afla upplýsinga en ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort og/eða hvenær upplýsingar fáist. ANF fréttastofan hefur greint frá því að Haukur hafi fallið í átökum í Afrinhéraði í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum. Vísaði fréttastofan í yfirlýsingu frá YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Haukur barðist með.Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum.Utanríkisráðuneytið er sagt með alla anga úti við að afla upplýsinga um Hauk.Vísir/E.ÓlVar það hluti af áhlaupi tyrkneska hersins og uppreisnarmanna sem studdir eru af Tyrkjum á Afrinhérað sem hefur verið nefnt „Operation Olive Branch“. YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum í héraðinu ásamt sveitum sem studdar eru af yfirvöldum í Íran. Utanríkisráðuneytið sagðist í gær vera að kanna orðróm þess efnis að Haukur hefði fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. Var reynt að afla staðfestingar í gegnum ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðdeild embættis ríkislögreglustjóra. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í dag að utanríkisráðuneytið hefði engar staðfestingar fengið á fregnum sem hafa borist af Hauki ytra. Sagði Sveinn ráðuneytið vera með alla anga úti við að afla upplýsinga um mál Hauks. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, ritaði stutta grein á bloggsíðu sína fyrr í dag þar sem hún óskaði eftir upplýsingar um Hauk sem mögulega gætu varpað ljósi á mál sonar hennar. Tengdar fréttir Kanna orðróm um að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda. 6. mars 2018 14:50 Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra reynir að afla upplýsinga um afdrif Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir í svari við fyrirspurn Vísis að embættið sé með mál Hauks á sínu borði. Unnið sé að því afla upplýsinga en ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort og/eða hvenær upplýsingar fáist. ANF fréttastofan hefur greint frá því að Haukur hafi fallið í átökum í Afrinhéraði í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum. Vísaði fréttastofan í yfirlýsingu frá YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Haukur barðist með.Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum.Utanríkisráðuneytið er sagt með alla anga úti við að afla upplýsinga um Hauk.Vísir/E.ÓlVar það hluti af áhlaupi tyrkneska hersins og uppreisnarmanna sem studdir eru af Tyrkjum á Afrinhérað sem hefur verið nefnt „Operation Olive Branch“. YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum í héraðinu ásamt sveitum sem studdar eru af yfirvöldum í Íran. Utanríkisráðuneytið sagðist í gær vera að kanna orðróm þess efnis að Haukur hefði fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. Var reynt að afla staðfestingar í gegnum ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðdeild embættis ríkislögreglustjóra. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í dag að utanríkisráðuneytið hefði engar staðfestingar fengið á fregnum sem hafa borist af Hauki ytra. Sagði Sveinn ráðuneytið vera með alla anga úti við að afla upplýsinga um mál Hauks. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, ritaði stutta grein á bloggsíðu sína fyrr í dag þar sem hún óskaði eftir upplýsingar um Hauk sem mögulega gætu varpað ljósi á mál sonar hennar.
Tengdar fréttir Kanna orðróm um að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda. 6. mars 2018 14:50 Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Sjá meira
Kanna orðróm um að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda. 6. mars 2018 14:50
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03