Óvæntar skuldir sprengdu samningaviðræðurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2018 07:19 Harvey Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. VÍSIR/AFP Tilraunir til að bjarga framleiðslufyrirtækinu The Weinstein Company frá gjaldþroti runnu út í sandinn á ögurstundu. Vísir greindi frá því á dögunum að athafnakonan Maria Contreras-Sweet færi fyrir hópi fjárfesta sem ætlaði sér að kaupa allar eignir fyrirtækisins. Það hefur átt erfitt uppdráttar eftir að sögur af kynferðisbrotum stofnanda fyrirtækisins, kvikmyndaframleiðandands Harvey Weinstein, heltóku umræðuna vestanhafs undir lok síðasta árs. Nú er hins vegar komið í ljós að fjárfestahópurinn hætti við kaupin á síðustu stundu. Kornið sem fyllti mælinn voru himinháar skuldir fyrirtækisins sem voru vanáætlaðar á fyrri stigum samningaviðræðnanna. Upphaflega var talið að skuldirnar næmu 225 milljónum dala, rúmlega 22 og hálfum miljarði króna, en þær reyndust í raun vera um 280 milljónir dala, þ.e. 28 milljarðar íslenskra króna. Sjá einnig: Konur taka við völdum í fyrirtæki WeinsteinFjárfestahópurinn sagðist reiðubúinn að greiða 500 milljónir dala, 50 milljarða króna, fyrir allt eignasafn fyrirtækisins. Þar á meðal er rétturinn að rúmlega 200 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Þá átti hluti kaupverðsins að renna í styrktarsjóð fyrir þolendur Weinstein. Í yfirlýsingu frá Contreras-Sweet segir að fjárfestahópurinn hafi neyðst til að hætta samningaviðræðunum á lokametrunum vegna upplýsinga sem ollu hópnum „vonbrigðum.“ Ef af kaupunum hefði orðið sagði Contreras-Sweet að konur myndu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu og að bjarga mætti um 150 störfum. Nú virðist hins vegar allt stefna, aftur, í gjaldþrot framleiðslufyrirtækisins. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Tilraunir til að bjarga framleiðslufyrirtækinu The Weinstein Company frá gjaldþroti runnu út í sandinn á ögurstundu. Vísir greindi frá því á dögunum að athafnakonan Maria Contreras-Sweet færi fyrir hópi fjárfesta sem ætlaði sér að kaupa allar eignir fyrirtækisins. Það hefur átt erfitt uppdráttar eftir að sögur af kynferðisbrotum stofnanda fyrirtækisins, kvikmyndaframleiðandands Harvey Weinstein, heltóku umræðuna vestanhafs undir lok síðasta árs. Nú er hins vegar komið í ljós að fjárfestahópurinn hætti við kaupin á síðustu stundu. Kornið sem fyllti mælinn voru himinháar skuldir fyrirtækisins sem voru vanáætlaðar á fyrri stigum samningaviðræðnanna. Upphaflega var talið að skuldirnar næmu 225 milljónum dala, rúmlega 22 og hálfum miljarði króna, en þær reyndust í raun vera um 280 milljónir dala, þ.e. 28 milljarðar íslenskra króna. Sjá einnig: Konur taka við völdum í fyrirtæki WeinsteinFjárfestahópurinn sagðist reiðubúinn að greiða 500 milljónir dala, 50 milljarða króna, fyrir allt eignasafn fyrirtækisins. Þar á meðal er rétturinn að rúmlega 200 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Þá átti hluti kaupverðsins að renna í styrktarsjóð fyrir þolendur Weinstein. Í yfirlýsingu frá Contreras-Sweet segir að fjárfestahópurinn hafi neyðst til að hætta samningaviðræðunum á lokametrunum vegna upplýsinga sem ollu hópnum „vonbrigðum.“ Ef af kaupunum hefði orðið sagði Contreras-Sweet að konur myndu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu og að bjarga mætti um 150 störfum. Nú virðist hins vegar allt stefna, aftur, í gjaldþrot framleiðslufyrirtækisins.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34
Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36