21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2018 20:00 Frá og með deginum í dag hafa 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári Vísir/Egill Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 21 kvótaflóttamaður kom til landsins í síðustu viku en í dag kom 21 til viðbótar, sjö frá Írak og fjórtán frá Sýrlandi. Fólkið, bæði börn og fullorðnir, á það sameiginlegt að hafa þurft að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafðist við í flóttamannabúðum í Jórdaníu áður en það kom hingað til lands í dag. „Aðstæður í Jórdaníu eru mjög erfiðar þrátt fyrir að stjórnvöld þar reyni að gera sitt besta þá hefur fólk ekki alltaf heimild til að vinna, það er spurning alltaf um heilsufar og hvort það hefur aðgang að heilsugæslu en, þetta eru allt einstaklingar sem hafa búið í borgum,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2. Fólkið mun því venjast talsvert ólíku umhverfi á Íslandi en ein fjölskyldan fer austur í Fjarðabyggð og hinar þrjár fara vestur á firði. Árið 2015 var auglýst eftir sveitarfélögum voru tilbúin að taka á móti flóttafólki og kom þá í ljós mikill áhugi að sögn Lindu. „Við skoðum auðvitað þarfir flóttamannanna og getu sveitarfélaganna og pörum það saman og það hefur gengið vel hingað til,“ segir Linda. Frá og með deginum í dag hafa því 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári og von er á hópi tíu hinsegin flóttamanna frá Úganda síðar í þessum mánuði. Hefst nú nýr kafli á Íslandi hjá þeim sem komu til landsins í dag. „Þau geta hafið nýtt líf eða haldið kannski áfram. Af því oft er það einkenni flóttamanna að þau hafa þurft að setja pásu á líf sitt og þau geta núna haldið áfram sínu lífi í nýju umhverfi þar sem ég veit að það verður tekið vel á móti þeim.“Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 21 kvótaflóttamaður kom til landsins í síðustu viku en í dag kom 21 til viðbótar, sjö frá Írak og fjórtán frá Sýrlandi. Fólkið, bæði börn og fullorðnir, á það sameiginlegt að hafa þurft að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafðist við í flóttamannabúðum í Jórdaníu áður en það kom hingað til lands í dag. „Aðstæður í Jórdaníu eru mjög erfiðar þrátt fyrir að stjórnvöld þar reyni að gera sitt besta þá hefur fólk ekki alltaf heimild til að vinna, það er spurning alltaf um heilsufar og hvort það hefur aðgang að heilsugæslu en, þetta eru allt einstaklingar sem hafa búið í borgum,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2. Fólkið mun því venjast talsvert ólíku umhverfi á Íslandi en ein fjölskyldan fer austur í Fjarðabyggð og hinar þrjár fara vestur á firði. Árið 2015 var auglýst eftir sveitarfélögum voru tilbúin að taka á móti flóttafólki og kom þá í ljós mikill áhugi að sögn Lindu. „Við skoðum auðvitað þarfir flóttamannanna og getu sveitarfélaganna og pörum það saman og það hefur gengið vel hingað til,“ segir Linda. Frá og með deginum í dag hafa því 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári og von er á hópi tíu hinsegin flóttamanna frá Úganda síðar í þessum mánuði. Hefst nú nýr kafli á Íslandi hjá þeim sem komu til landsins í dag. „Þau geta hafið nýtt líf eða haldið kannski áfram. Af því oft er það einkenni flóttamanna að þau hafa þurft að setja pásu á líf sitt og þau geta núna haldið áfram sínu lífi í nýju umhverfi þar sem ég veit að það verður tekið vel á móti þeim.“Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill
Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45
Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39