Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2018 19:30 Valgerður er brött og klár í stóra slaginn. Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. Það var í lok síðustu viku sem símtalið kom að utan hvort Valgerður væri tilbúinn að berjast við hina norsku Katarinu Thanderz um alþjóðlegt belti hjá WBC hnefaleikasambandinu. Hún hélt nú það og mætir brött til leiks þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. Hún var þó eðlilega hissa er símtalið kom. „Þetta var gott sjokk. Ég átti engan veginn von á þessu en ég hikaði ekki við að segja já. Það hefur ekki verið efi í mínum huga síðan. Þetta er töluvert stærra en ég hafði hugsað mér á næstunni miðað við minn feril enda búin með þrjá bardaga,“ segir Valgerður ákveðin en hún ætlar sér að nýta tækifærið. „Ég tel mig ráða vel við þetta. Þetta verður stökk fyrir mig upp um gæðaflokk. Ég mun samt halda mig við mína leikáætlun. Ég hef verið að vinna í hlutum sem ég tel að muni henta mjög vel í þessum bardaga. Ég hlakka til að sýna að ég hafi bætt mig síðan síðast.“ Umboðsmaður Valgerður, Guðjón Vilhelm, segir að Valgerður sé nokkuð langt á undan áætlun að fara í titilbardaga núna en hann er samt ekki hissa á því að leitað hafi verið til sinnar konu. „Ég myndi segja að hún væri einu og hálfu ári á undan áætlun. Þetta er samt engin tilviljun út frá því sem hún hefur verið að gera. Það er samt heppni að hluta að vera kominn hingað núna. Hún er samt búin að vinna fyrir því með frammistöðu sinni,“ segir Guðjón sem hefur tröllatrú á Valgerði og segir að hún eigi eftir að koma á óvart í Osló. „Ég er eiginlega sannfærður um að Valgerður er tilbúin í þetta. Hún er það sterk andlega. Er líka mikil reglumanneskja og mikill íþróttamaður. Hún er klár í þetta ég er sannfærður um það,“ segir umboðsmaðurinn og bætir við að Thanderz sé góður mótherji fyrir Valgerði. „Þessi stelpa hentar henni. Stíllinn hjá Katarinu hentar Valgerði og éf hef fulla trú á því að Valgerður eigi eftir að koma verulega á óvart þetta kvöld. Ég er að vona að Valgerður verði búin að rota hana í þriðju eða fjórðu lotu. Það er mín ósk. Hún hefur það sem þarf til að slá hana niður og rota hana.“ Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira
Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. Það var í lok síðustu viku sem símtalið kom að utan hvort Valgerður væri tilbúinn að berjast við hina norsku Katarinu Thanderz um alþjóðlegt belti hjá WBC hnefaleikasambandinu. Hún hélt nú það og mætir brött til leiks þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. Hún var þó eðlilega hissa er símtalið kom. „Þetta var gott sjokk. Ég átti engan veginn von á þessu en ég hikaði ekki við að segja já. Það hefur ekki verið efi í mínum huga síðan. Þetta er töluvert stærra en ég hafði hugsað mér á næstunni miðað við minn feril enda búin með þrjá bardaga,“ segir Valgerður ákveðin en hún ætlar sér að nýta tækifærið. „Ég tel mig ráða vel við þetta. Þetta verður stökk fyrir mig upp um gæðaflokk. Ég mun samt halda mig við mína leikáætlun. Ég hef verið að vinna í hlutum sem ég tel að muni henta mjög vel í þessum bardaga. Ég hlakka til að sýna að ég hafi bætt mig síðan síðast.“ Umboðsmaður Valgerður, Guðjón Vilhelm, segir að Valgerður sé nokkuð langt á undan áætlun að fara í titilbardaga núna en hann er samt ekki hissa á því að leitað hafi verið til sinnar konu. „Ég myndi segja að hún væri einu og hálfu ári á undan áætlun. Þetta er samt engin tilviljun út frá því sem hún hefur verið að gera. Það er samt heppni að hluta að vera kominn hingað núna. Hún er samt búin að vinna fyrir því með frammistöðu sinni,“ segir Guðjón sem hefur tröllatrú á Valgerði og segir að hún eigi eftir að koma á óvart í Osló. „Ég er eiginlega sannfærður um að Valgerður er tilbúin í þetta. Hún er það sterk andlega. Er líka mikil reglumanneskja og mikill íþróttamaður. Hún er klár í þetta ég er sannfærður um það,“ segir umboðsmaðurinn og bætir við að Thanderz sé góður mótherji fyrir Valgerði. „Þessi stelpa hentar henni. Stíllinn hjá Katarinu hentar Valgerði og éf hef fulla trú á því að Valgerður eigi eftir að koma verulega á óvart þetta kvöld. Ég er að vona að Valgerður verði búin að rota hana í þriðju eða fjórðu lotu. Það er mín ósk. Hún hefur það sem þarf til að slá hana niður og rota hana.“
Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira
Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16