Nýir lögreglubílar með nýjar merkingar á göturnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2018 19:00 Ríkislögreglustjóri hefur tekið upp nýjar merkingar fyrir ökutæki lögregluembættanna. Nýju útliti mun á næstu misserum verða skipt út fyrir eldra sem hefur einkennt lögreglutækin frá aldamótum. Tíu nýjir lögreglubílar verða afhentir lögregluembættum um allt land á næstu vikum og til viðbótar bætast í heildina við sautján ný lögreglutæki á þessu ári. Bílarnir sem verða afhentir nú eru af gerðinni Volvo V90 Cross Country og eru sérframleiddir sem lögreglubílar og eiga þola það álag sem notkun þeirra gerir ráð fyrir. Öll ný ökutæki eru tölvuvædd þannig að lögreglumenn geti unnið í öllum kerfum lögreglunnar á vettvangi og þá verður vopnaskápur í hverjum bíl. Samhliða nýjum ökutækjum hefur Ríkislögreglustjórinn tekið upp nýjar merkingar á ökutækin en hönnun þeirra tekur mið af þeim merkingum sem þekkjast á lögreglutækjum í Evrópu. Áhersla er lögð á læsi og hagræðingu með nýjum merkingum. „Við erum að auka sýnileika, meira öryggi fyrir lögregluþjóna og almenning og svo fara inn í nútímann,“ segir Agnar Hannesson, þjónustustjóri í Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Merkingar sem þekkjast á lögreglutækjum í dag voru teknar upp í kringum aldamótin. „Þú sérð að þetta eru miklu fleiri litir, einhverjir fimm litir á gömlu merkingunum. Letrið er ekki læsilegt en hérna erum við að breyta þessu yfir í læsilegra letur, færri einingar og skarpari línur fyrir augað,“ segir Agnar. Einnig munu gamlir Ford Econoline bílar heyra sögunni til en keyptir hafa verið nýir bílar í þeim stærðarflokki af gerðinni VW Transporter og þá er verið að endurnýja vélhjólaflotann. „Við erum markvisst að vinna í því hjá Ríkislögreglustjóra að lækka meðal aldur ökutækjanna,“ segir Agnar. Agnar segir að elsti lögreglubílinn sem enn er í notkun er frá árinu 2002, en hann er notaður við öryggisgæslu á Bessastöðum og að hann komi til með að enda á safni í framtíðinni. Hins vegar styttist í á nýir bílar með nýjar merkingar fari að sjást á götum og vegum víða um land. „Við stefnum á í lok mars, byrjun apríl,“ segir Agnar. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur tekið upp nýjar merkingar fyrir ökutæki lögregluembættanna. Nýju útliti mun á næstu misserum verða skipt út fyrir eldra sem hefur einkennt lögreglutækin frá aldamótum. Tíu nýjir lögreglubílar verða afhentir lögregluembættum um allt land á næstu vikum og til viðbótar bætast í heildina við sautján ný lögreglutæki á þessu ári. Bílarnir sem verða afhentir nú eru af gerðinni Volvo V90 Cross Country og eru sérframleiddir sem lögreglubílar og eiga þola það álag sem notkun þeirra gerir ráð fyrir. Öll ný ökutæki eru tölvuvædd þannig að lögreglumenn geti unnið í öllum kerfum lögreglunnar á vettvangi og þá verður vopnaskápur í hverjum bíl. Samhliða nýjum ökutækjum hefur Ríkislögreglustjórinn tekið upp nýjar merkingar á ökutækin en hönnun þeirra tekur mið af þeim merkingum sem þekkjast á lögreglutækjum í Evrópu. Áhersla er lögð á læsi og hagræðingu með nýjum merkingum. „Við erum að auka sýnileika, meira öryggi fyrir lögregluþjóna og almenning og svo fara inn í nútímann,“ segir Agnar Hannesson, þjónustustjóri í Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Merkingar sem þekkjast á lögreglutækjum í dag voru teknar upp í kringum aldamótin. „Þú sérð að þetta eru miklu fleiri litir, einhverjir fimm litir á gömlu merkingunum. Letrið er ekki læsilegt en hérna erum við að breyta þessu yfir í læsilegra letur, færri einingar og skarpari línur fyrir augað,“ segir Agnar. Einnig munu gamlir Ford Econoline bílar heyra sögunni til en keyptir hafa verið nýir bílar í þeim stærðarflokki af gerðinni VW Transporter og þá er verið að endurnýja vélhjólaflotann. „Við erum markvisst að vinna í því hjá Ríkislögreglustjóra að lækka meðal aldur ökutækjanna,“ segir Agnar. Agnar segir að elsti lögreglubílinn sem enn er í notkun er frá árinu 2002, en hann er notaður við öryggisgæslu á Bessastöðum og að hann komi til með að enda á safni í framtíðinni. Hins vegar styttist í á nýir bílar með nýjar merkingar fari að sjást á götum og vegum víða um land. „Við stefnum á í lok mars, byrjun apríl,“ segir Agnar.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira