Nýir lögreglubílar með nýjar merkingar á göturnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2018 19:00 Ríkislögreglustjóri hefur tekið upp nýjar merkingar fyrir ökutæki lögregluembættanna. Nýju útliti mun á næstu misserum verða skipt út fyrir eldra sem hefur einkennt lögreglutækin frá aldamótum. Tíu nýjir lögreglubílar verða afhentir lögregluembættum um allt land á næstu vikum og til viðbótar bætast í heildina við sautján ný lögreglutæki á þessu ári. Bílarnir sem verða afhentir nú eru af gerðinni Volvo V90 Cross Country og eru sérframleiddir sem lögreglubílar og eiga þola það álag sem notkun þeirra gerir ráð fyrir. Öll ný ökutæki eru tölvuvædd þannig að lögreglumenn geti unnið í öllum kerfum lögreglunnar á vettvangi og þá verður vopnaskápur í hverjum bíl. Samhliða nýjum ökutækjum hefur Ríkislögreglustjórinn tekið upp nýjar merkingar á ökutækin en hönnun þeirra tekur mið af þeim merkingum sem þekkjast á lögreglutækjum í Evrópu. Áhersla er lögð á læsi og hagræðingu með nýjum merkingum. „Við erum að auka sýnileika, meira öryggi fyrir lögregluþjóna og almenning og svo fara inn í nútímann,“ segir Agnar Hannesson, þjónustustjóri í Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Merkingar sem þekkjast á lögreglutækjum í dag voru teknar upp í kringum aldamótin. „Þú sérð að þetta eru miklu fleiri litir, einhverjir fimm litir á gömlu merkingunum. Letrið er ekki læsilegt en hérna erum við að breyta þessu yfir í læsilegra letur, færri einingar og skarpari línur fyrir augað,“ segir Agnar. Einnig munu gamlir Ford Econoline bílar heyra sögunni til en keyptir hafa verið nýir bílar í þeim stærðarflokki af gerðinni VW Transporter og þá er verið að endurnýja vélhjólaflotann. „Við erum markvisst að vinna í því hjá Ríkislögreglustjóra að lækka meðal aldur ökutækjanna,“ segir Agnar. Agnar segir að elsti lögreglubílinn sem enn er í notkun er frá árinu 2002, en hann er notaður við öryggisgæslu á Bessastöðum og að hann komi til með að enda á safni í framtíðinni. Hins vegar styttist í á nýir bílar með nýjar merkingar fari að sjást á götum og vegum víða um land. „Við stefnum á í lok mars, byrjun apríl,“ segir Agnar. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur tekið upp nýjar merkingar fyrir ökutæki lögregluembættanna. Nýju útliti mun á næstu misserum verða skipt út fyrir eldra sem hefur einkennt lögreglutækin frá aldamótum. Tíu nýjir lögreglubílar verða afhentir lögregluembættum um allt land á næstu vikum og til viðbótar bætast í heildina við sautján ný lögreglutæki á þessu ári. Bílarnir sem verða afhentir nú eru af gerðinni Volvo V90 Cross Country og eru sérframleiddir sem lögreglubílar og eiga þola það álag sem notkun þeirra gerir ráð fyrir. Öll ný ökutæki eru tölvuvædd þannig að lögreglumenn geti unnið í öllum kerfum lögreglunnar á vettvangi og þá verður vopnaskápur í hverjum bíl. Samhliða nýjum ökutækjum hefur Ríkislögreglustjórinn tekið upp nýjar merkingar á ökutækin en hönnun þeirra tekur mið af þeim merkingum sem þekkjast á lögreglutækjum í Evrópu. Áhersla er lögð á læsi og hagræðingu með nýjum merkingum. „Við erum að auka sýnileika, meira öryggi fyrir lögregluþjóna og almenning og svo fara inn í nútímann,“ segir Agnar Hannesson, þjónustustjóri í Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Merkingar sem þekkjast á lögreglutækjum í dag voru teknar upp í kringum aldamótin. „Þú sérð að þetta eru miklu fleiri litir, einhverjir fimm litir á gömlu merkingunum. Letrið er ekki læsilegt en hérna erum við að breyta þessu yfir í læsilegra letur, færri einingar og skarpari línur fyrir augað,“ segir Agnar. Einnig munu gamlir Ford Econoline bílar heyra sögunni til en keyptir hafa verið nýir bílar í þeim stærðarflokki af gerðinni VW Transporter og þá er verið að endurnýja vélhjólaflotann. „Við erum markvisst að vinna í því hjá Ríkislögreglustjóra að lækka meðal aldur ökutækjanna,“ segir Agnar. Agnar segir að elsti lögreglubílinn sem enn er í notkun er frá árinu 2002, en hann er notaður við öryggisgæslu á Bessastöðum og að hann komi til með að enda á safni í framtíðinni. Hins vegar styttist í á nýir bílar með nýjar merkingar fari að sjást á götum og vegum víða um land. „Við stefnum á í lok mars, byrjun apríl,“ segir Agnar.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira