Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2018 15:30 Fastlega er reiknað með því að innan tíðar muni vera hægt að eiga í samskiptum við öll helstu tæki heimilisins Vísir/Getty Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna.Verkáætlun fyrir máltækni fyrir íslensku 2018-2022 var kynnt síðastliðið sumar. Áætlunin var fjármögnuð að hluta í fjárlögum fyrir árið í ár og unnið er að framkvæmd og útfærslu hennar. Í áætluninni er meðal annars lögð áhersla á það að komið verði á samstarfi við erlend fyrirtæki sem þrói máltæknilausnir um að nota íslensku í þeim lausnum. Eru erlend stórfyrirtæki á borð við Apple, Google, Amazon og Microsoft nefnd á nafn í áætluninni. Tækninni fleygir fram og fleiri og fleiri stórfyrirtæki hafa að undanförnu kynnt tækninýjungar þar sem stafrænn aðstoðarmaður, sem hægt er að tala við, er miðpunkturinn. Finna má Siri og Alexu, stafræna aðstoðarmenn Apple og Amazon í æ fleiri tækjum og er því spáð að á næstu árum og áratugum verði hægt að stýra flestum tækjum með röddinni einni saman.Sjá einnig: Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefniEiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.Hafa sérfræðingar á þessu sviði bent á að afar brýnt sé að íslenskan fái að fylgja með í þessari þróun, Íslendingar séu nýjungagjarnir og muni því án efa verða fljótir að tileinka sér þessa nýju tækni. Verði ekki hægt að nota íslenskuna til að ræða við tækin sé hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar. Þá hefur einnig verið bent á það að ekki sé hægt að bíða og vona að erlend stórfyrirtæki felli íslenskuna inn í vörur sínar. Það svari vart kostnaði fyrir þau og því sé aðgerða þörf af hálfu Íslendinga.Margir hafa áhuga á örlögum íslenskunnar Í samtali við Vísi segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, að rætt hafi verið um að hér á landi verði þróaður hugbúnaður eða gagnasöfn sem nýst geti þessum stórfyrirtækjum við að innleiða íslenskuna í tækin. Stórfyrirtækin gætu fengið aðgang að slíkum búnaði endurgjaldslaust til þess að koma íslenskunni fyrir. „Við höfum ákveðnar upplýsingar sem benda til þess að þau séu orðin jákvæðari fyrir ýmsum tungumálum en þau voru. Það er að aukast hjá þeim eitthvað sem við getum kallað samfélagslega ábyrgð. Það er að verða meira áberandi sú hugmynd að þau beri ábyrgð gagnvart mismunandi menningum og tungumálum og öðru slíku,“ segir Eiríkur.Dæmi um hvernig hinn stafræni aðstoðarmaður getur nýst í eldhúsinu. Sjá einnig:Umfjöllun Vísis um íslensku á tækniöld Vísar hann meðal annars til umfjöllunar erlenda fjölmiðla sem vakið hafa mikla athygli víða um heim, meðal annars nýlega grein vefútgáfu breska dagblaðsins The Guardian um framtíð íslenskunnar. Þá hafa tímaritið The Economist og fréttaveitan Associated Press einnig fjallað um íslenskuna og framtíð hennar. Umfjöllun AP fór mjög víða.„Stórfyrirtækin lesa svoleiðis líka og þetta skiptir máli fyrir þau að sjá að þarna er mikið lesin frétt, það eru margir sem hafa áhuga á örlögum íslenskunnar. Það er gott „PR“ fyrir stórfyrirtækin að taka þátt í því,“ segir Eiríkur.Sjá einnig:Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunniSegir Eiríkur meðal annars að eftir umfjöllun AP, sem birtist fyrir rétt tæpu ári síðan, hafi yfirmenn hjá Microsoft haft samband við sig til þess að forvitnast um hvað fyrirtækið gæti gert fyrir Íslenskuna.Enn er óráðið hvenær haldið verður á fund tæknifyrirtækjanna til að kanna áhuga þeirra á íslenskunni en vonir standa til að það verði fyrr frekar en seinna.„Það sem liggur fyrir að verði gerðar út einhverjar sendinefndir, vonandi áður en langt um líður, á fund þessara fyrirtækja, til þess að ræða þetta við þau.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna.Verkáætlun fyrir máltækni fyrir íslensku 2018-2022 var kynnt síðastliðið sumar. Áætlunin var fjármögnuð að hluta í fjárlögum fyrir árið í ár og unnið er að framkvæmd og útfærslu hennar. Í áætluninni er meðal annars lögð áhersla á það að komið verði á samstarfi við erlend fyrirtæki sem þrói máltæknilausnir um að nota íslensku í þeim lausnum. Eru erlend stórfyrirtæki á borð við Apple, Google, Amazon og Microsoft nefnd á nafn í áætluninni. Tækninni fleygir fram og fleiri og fleiri stórfyrirtæki hafa að undanförnu kynnt tækninýjungar þar sem stafrænn aðstoðarmaður, sem hægt er að tala við, er miðpunkturinn. Finna má Siri og Alexu, stafræna aðstoðarmenn Apple og Amazon í æ fleiri tækjum og er því spáð að á næstu árum og áratugum verði hægt að stýra flestum tækjum með röddinni einni saman.Sjá einnig: Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefniEiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.Hafa sérfræðingar á þessu sviði bent á að afar brýnt sé að íslenskan fái að fylgja með í þessari þróun, Íslendingar séu nýjungagjarnir og muni því án efa verða fljótir að tileinka sér þessa nýju tækni. Verði ekki hægt að nota íslenskuna til að ræða við tækin sé hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar. Þá hefur einnig verið bent á það að ekki sé hægt að bíða og vona að erlend stórfyrirtæki felli íslenskuna inn í vörur sínar. Það svari vart kostnaði fyrir þau og því sé aðgerða þörf af hálfu Íslendinga.Margir hafa áhuga á örlögum íslenskunnar Í samtali við Vísi segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, að rætt hafi verið um að hér á landi verði þróaður hugbúnaður eða gagnasöfn sem nýst geti þessum stórfyrirtækjum við að innleiða íslenskuna í tækin. Stórfyrirtækin gætu fengið aðgang að slíkum búnaði endurgjaldslaust til þess að koma íslenskunni fyrir. „Við höfum ákveðnar upplýsingar sem benda til þess að þau séu orðin jákvæðari fyrir ýmsum tungumálum en þau voru. Það er að aukast hjá þeim eitthvað sem við getum kallað samfélagslega ábyrgð. Það er að verða meira áberandi sú hugmynd að þau beri ábyrgð gagnvart mismunandi menningum og tungumálum og öðru slíku,“ segir Eiríkur.Dæmi um hvernig hinn stafræni aðstoðarmaður getur nýst í eldhúsinu. Sjá einnig:Umfjöllun Vísis um íslensku á tækniöld Vísar hann meðal annars til umfjöllunar erlenda fjölmiðla sem vakið hafa mikla athygli víða um heim, meðal annars nýlega grein vefútgáfu breska dagblaðsins The Guardian um framtíð íslenskunnar. Þá hafa tímaritið The Economist og fréttaveitan Associated Press einnig fjallað um íslenskuna og framtíð hennar. Umfjöllun AP fór mjög víða.„Stórfyrirtækin lesa svoleiðis líka og þetta skiptir máli fyrir þau að sjá að þarna er mikið lesin frétt, það eru margir sem hafa áhuga á örlögum íslenskunnar. Það er gott „PR“ fyrir stórfyrirtækin að taka þátt í því,“ segir Eiríkur.Sjá einnig:Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunniSegir Eiríkur meðal annars að eftir umfjöllun AP, sem birtist fyrir rétt tæpu ári síðan, hafi yfirmenn hjá Microsoft haft samband við sig til þess að forvitnast um hvað fyrirtækið gæti gert fyrir Íslenskuna.Enn er óráðið hvenær haldið verður á fund tæknifyrirtækjanna til að kanna áhuga þeirra á íslenskunni en vonir standa til að það verði fyrr frekar en seinna.„Það sem liggur fyrir að verði gerðar út einhverjar sendinefndir, vonandi áður en langt um líður, á fund þessara fyrirtækja, til þess að ræða þetta við þau.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00
Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent