Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Enn er ekki vitað hvernig atkvæðin skiptust í einvíginu.
Sjá einnig: Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara
Vísir fylgdist með umræðum á Twitter í gærkvöldi sem fóru fram undir myllumerkinu #12stig. Netverjar furðuðu sig margir á úrslitunum er þau voru gerð kunn en aðrir tóku sigurvegaranum Ara Ólafssyni fagnandi.
Pétur Örn Gíslason sagðist óánægður með úrslitin en gagnrýndi harðlega þá sem vildu að Ari hætti að gráta. Tárvot viðbrögð Ara að loknum fyrri flutningi hans á laginu Our Choice vöktu mikla athygli í gærkvöldi.
Ég er alls ekki sáttur með úrslit kvöldsins, en hinsvegar er ég heldur ekki sáttur að fólk sé að segja Ara að hætta að grenja. Þetta er ástæðan fyrir því að við karlmenn kálum okkur, við þorum ekkert að tjá tilfinningar okkar. Grenjaðu að vild ungi maður! #12stig
— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) March 3, 2018
Það eru BARA alvöru karlmenn sem hafa sjálfstraust til gráta í beinni útsendingu. Ekki vera h8hgters. #12stig #ruv #Eurovision
— Einar Bardar (@Einarbardar) March 3, 2018
Voru mistök að sýna hversu mörg atkvæði hvert lag fèkk í fyrri kosningunni, allir alltof vissir um að Dagur myndi rústa þessu. #12stig
— Eva Brá Önnudóttir (@eva_bra) March 3, 2018
Vel valið kæra þjóð! #12stig
— Reynir Eurovision (@euroreynir) March 3, 2018
Dagur. Velkomin í hópinn með Friðrik Dór og Daða. #12stig
— María Einarsdóttir (@majae) March 3, 2018