Hlakka til að aðlagast íslensku samfélagi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 20:20 Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar Stöð 2 Nýr kafli er hafinn í lífi fimm flóttafjölskyldna frá Írak sem hingað komu til lands í upphafi vikurnar í boði stjórnvalda. Þær eru nú að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum eftir langt ferðalag úr flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Þakklæti er efst í huga fólksins eftir móttökurnar hér á landi. Tvær fjölskyldur fluttust á Vestfirði og þrjár á Austfirði og hafa þær á síðustu dögum verið að koma sér fyrir á nýjum stöðum.Fólkið er fegið að geta nú hafið nýtt líf. Fjölskylda Efeed og Luay bjuggu í Mosúl en eru nú að koma sé fyrir í félagslegri íbúð á vegum sveitarfélagsins í Neskaupstað. „Við erum frá Mosúl og vígamenn Íslamska ríkisins yfirtóku borgina. Þá flúðum við. Við urðum að forða okkur strax. Það eina sem við höfðum með okkur voru fötin sem við vorum í, annað skildum við eftir. Lífið í Mosúl var bara venjulegt. Við vorum í vinnu, áttum húsnæði og vorum hamingjusöm en við urðum að yfirgefa allt,“ segir Efeed Amer, einn flóttamannanna sem sest að í Neskaupstað. Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar „Móttökurnar hérna á Íslandi voru frábærar og allir sem tóku á móti okkur brostu. Fólkið var svo hjálpsamt. Það hjálpaði okkur að gera erfitt ferðalag auðveldara,“ segir George Yousif, sem einnig sest að í Neskaupstað með eiginkonu sinni. „Ég er mjög þakklát. Móttökurnar hefðu ekki getað verið betri og það gleður okkur mjög mikið að vera loksins komin,“ segir Bahia Yousif. „Nú hef ég tækifæri til að fara í skóla og eignast gott líf hér á Íslandi. Ég horfi björtum augum á framtíðina.,“ segir Yousif Luay George.Fólkið segir að lífið á Íslandi eigi eftir að verða töluvert öðruvísi en í Írak og ein helsta áskorunin er að læra nýtt tungumál.„Það verður erfitt að læra tungumálið og svo er öðruvísi menning sem við eigum eftir að átta okkur á,“ segir Luay George. „Við erum tilbúin að búa á Íslandi og höldum að það verði gott. Við ætlum að leggja okkur fram við að aðlagast og taka þátt í samfélaginu. Enn og aftur: Takk fyrir að taka á móti okkur,“ segir Efeed. Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Nýr kafli er hafinn í lífi fimm flóttafjölskyldna frá Írak sem hingað komu til lands í upphafi vikurnar í boði stjórnvalda. Þær eru nú að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum eftir langt ferðalag úr flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Þakklæti er efst í huga fólksins eftir móttökurnar hér á landi. Tvær fjölskyldur fluttust á Vestfirði og þrjár á Austfirði og hafa þær á síðustu dögum verið að koma sér fyrir á nýjum stöðum.Fólkið er fegið að geta nú hafið nýtt líf. Fjölskylda Efeed og Luay bjuggu í Mosúl en eru nú að koma sé fyrir í félagslegri íbúð á vegum sveitarfélagsins í Neskaupstað. „Við erum frá Mosúl og vígamenn Íslamska ríkisins yfirtóku borgina. Þá flúðum við. Við urðum að forða okkur strax. Það eina sem við höfðum með okkur voru fötin sem við vorum í, annað skildum við eftir. Lífið í Mosúl var bara venjulegt. Við vorum í vinnu, áttum húsnæði og vorum hamingjusöm en við urðum að yfirgefa allt,“ segir Efeed Amer, einn flóttamannanna sem sest að í Neskaupstað. Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar „Móttökurnar hérna á Íslandi voru frábærar og allir sem tóku á móti okkur brostu. Fólkið var svo hjálpsamt. Það hjálpaði okkur að gera erfitt ferðalag auðveldara,“ segir George Yousif, sem einnig sest að í Neskaupstað með eiginkonu sinni. „Ég er mjög þakklát. Móttökurnar hefðu ekki getað verið betri og það gleður okkur mjög mikið að vera loksins komin,“ segir Bahia Yousif. „Nú hef ég tækifæri til að fara í skóla og eignast gott líf hér á Íslandi. Ég horfi björtum augum á framtíðina.,“ segir Yousif Luay George.Fólkið segir að lífið á Íslandi eigi eftir að verða töluvert öðruvísi en í Írak og ein helsta áskorunin er að læra nýtt tungumál.„Það verður erfitt að læra tungumálið og svo er öðruvísi menning sem við eigum eftir að átta okkur á,“ segir Luay George. „Við erum tilbúin að búa á Íslandi og höldum að það verði gott. Við ætlum að leggja okkur fram við að aðlagast og taka þátt í samfélaginu. Enn og aftur: Takk fyrir að taka á móti okkur,“ segir Efeed.
Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira