Hlakka til að aðlagast íslensku samfélagi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 20:20 Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar Stöð 2 Nýr kafli er hafinn í lífi fimm flóttafjölskyldna frá Írak sem hingað komu til lands í upphafi vikurnar í boði stjórnvalda. Þær eru nú að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum eftir langt ferðalag úr flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Þakklæti er efst í huga fólksins eftir móttökurnar hér á landi. Tvær fjölskyldur fluttust á Vestfirði og þrjár á Austfirði og hafa þær á síðustu dögum verið að koma sér fyrir á nýjum stöðum.Fólkið er fegið að geta nú hafið nýtt líf. Fjölskylda Efeed og Luay bjuggu í Mosúl en eru nú að koma sé fyrir í félagslegri íbúð á vegum sveitarfélagsins í Neskaupstað. „Við erum frá Mosúl og vígamenn Íslamska ríkisins yfirtóku borgina. Þá flúðum við. Við urðum að forða okkur strax. Það eina sem við höfðum með okkur voru fötin sem við vorum í, annað skildum við eftir. Lífið í Mosúl var bara venjulegt. Við vorum í vinnu, áttum húsnæði og vorum hamingjusöm en við urðum að yfirgefa allt,“ segir Efeed Amer, einn flóttamannanna sem sest að í Neskaupstað. Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar „Móttökurnar hérna á Íslandi voru frábærar og allir sem tóku á móti okkur brostu. Fólkið var svo hjálpsamt. Það hjálpaði okkur að gera erfitt ferðalag auðveldara,“ segir George Yousif, sem einnig sest að í Neskaupstað með eiginkonu sinni. „Ég er mjög þakklát. Móttökurnar hefðu ekki getað verið betri og það gleður okkur mjög mikið að vera loksins komin,“ segir Bahia Yousif. „Nú hef ég tækifæri til að fara í skóla og eignast gott líf hér á Íslandi. Ég horfi björtum augum á framtíðina.,“ segir Yousif Luay George.Fólkið segir að lífið á Íslandi eigi eftir að verða töluvert öðruvísi en í Írak og ein helsta áskorunin er að læra nýtt tungumál.„Það verður erfitt að læra tungumálið og svo er öðruvísi menning sem við eigum eftir að átta okkur á,“ segir Luay George. „Við erum tilbúin að búa á Íslandi og höldum að það verði gott. Við ætlum að leggja okkur fram við að aðlagast og taka þátt í samfélaginu. Enn og aftur: Takk fyrir að taka á móti okkur,“ segir Efeed. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Nýr kafli er hafinn í lífi fimm flóttafjölskyldna frá Írak sem hingað komu til lands í upphafi vikurnar í boði stjórnvalda. Þær eru nú að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum eftir langt ferðalag úr flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Þakklæti er efst í huga fólksins eftir móttökurnar hér á landi. Tvær fjölskyldur fluttust á Vestfirði og þrjár á Austfirði og hafa þær á síðustu dögum verið að koma sér fyrir á nýjum stöðum.Fólkið er fegið að geta nú hafið nýtt líf. Fjölskylda Efeed og Luay bjuggu í Mosúl en eru nú að koma sé fyrir í félagslegri íbúð á vegum sveitarfélagsins í Neskaupstað. „Við erum frá Mosúl og vígamenn Íslamska ríkisins yfirtóku borgina. Þá flúðum við. Við urðum að forða okkur strax. Það eina sem við höfðum með okkur voru fötin sem við vorum í, annað skildum við eftir. Lífið í Mosúl var bara venjulegt. Við vorum í vinnu, áttum húsnæði og vorum hamingjusöm en við urðum að yfirgefa allt,“ segir Efeed Amer, einn flóttamannanna sem sest að í Neskaupstað. Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar „Móttökurnar hérna á Íslandi voru frábærar og allir sem tóku á móti okkur brostu. Fólkið var svo hjálpsamt. Það hjálpaði okkur að gera erfitt ferðalag auðveldara,“ segir George Yousif, sem einnig sest að í Neskaupstað með eiginkonu sinni. „Ég er mjög þakklát. Móttökurnar hefðu ekki getað verið betri og það gleður okkur mjög mikið að vera loksins komin,“ segir Bahia Yousif. „Nú hef ég tækifæri til að fara í skóla og eignast gott líf hér á Íslandi. Ég horfi björtum augum á framtíðina.,“ segir Yousif Luay George.Fólkið segir að lífið á Íslandi eigi eftir að verða töluvert öðruvísi en í Írak og ein helsta áskorunin er að læra nýtt tungumál.„Það verður erfitt að læra tungumálið og svo er öðruvísi menning sem við eigum eftir að átta okkur á,“ segir Luay George. „Við erum tilbúin að búa á Íslandi og höldum að það verði gott. Við ætlum að leggja okkur fram við að aðlagast og taka þátt í samfélaginu. Enn og aftur: Takk fyrir að taka á móti okkur,“ segir Efeed.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira