Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 19:37 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er sett í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. Dæmi eru um að fólk í slíku úrræði náð að skaða sig illa. Umræðan um geðheilbrigðismál fanga hefur verið áberandi að undanförnu en margir telja geðheilbrigðisþjónustu á þessu sviði í rúst. Í Fréttablaðinu í dag segir að Ríkisendurskoðun komi til með að skila skýrslu til Alþingis í lok mánaðarins um geðheilbrigðisþjónustu fanga en stofnunin ákvað í haust að hefja aðalúttekt um þjónustuna. Í þessum málum er um að ræða fanga sem eru að taka út sinn dóm í fangelsum. Algjört úrræðaleysi er hins vegar fyrir einstaklinga sem lögreglan þarf að takast á við og jafnvel vista til skamms tíma í fangaklefa. „Lögregla er oft einn af fyrstu aðilunum sem að er með snertiflöt við fólk sem að er í geðrofi,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eiga þessir einstaklingar heima í fangaklefa? „Að mati lögreglunnar er svo ekki og við reynum að gera allt sem að í okkar valdi stendur til að leysa verkefnin á anna hátt,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp í það minnst þrjú alvarleg tilfelli á síðasta mánuði, í skammtímavistun einstaklinga í fangaklefa, sem hafa reynt og jafnvel náð að skaða sig illa. Ásgeir segir að um sé að ræða fólk sem átti ekkert erindi í fangaklefa. Í nær öllum tilfellum fæst einstaklingur sem er í geðrofi og er einnig undir áhrifum vímuefna ekki vistun á heilbrigðisstofnun og endar því í fangaklefa. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki erindi að vera hjá okkur,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að stundum verði árekstrar í samskiptum lögreglu og heilbrigðisyfirvalda þegar báðir aðilar telja sig ekki eiga sinna fólki í þessu ástandi. „Við getum leitað til geðdeildarinnar milli klukkan tólf á daginn og sjö á kvöldin. Ef að við erum með einstakling sem að við teljum að þurfi á geðlæknisþjónustu að halda, þá þurfum við að fara með hann á sjúkrahús hérna á höfuðborgarsvæðinu í gegnum bráðamóttöku,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir lögregluna reyna takast á við þessi tilfelli og sinna fólki í geðrofi er stjórnvöl verði að bregðast við. „Það eru til kerfi erlendis, þar sem að er vafi um hvort að einstaklingur ætti að vera hjá lögreglu eða innan heilbrigðiskerfisins að þá kemur starfsmaður heilbrigðiskerfisins á lögreglustöð, og ef að hann metur svo að þessi einstaklingur eigi heima inna heilbrigðiskerfisins á þá jafnvel hefur kerfið þrjátíu mínútur til þess að búa til úrræði,“ segir Ásgeir. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er sett í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. Dæmi eru um að fólk í slíku úrræði náð að skaða sig illa. Umræðan um geðheilbrigðismál fanga hefur verið áberandi að undanförnu en margir telja geðheilbrigðisþjónustu á þessu sviði í rúst. Í Fréttablaðinu í dag segir að Ríkisendurskoðun komi til með að skila skýrslu til Alþingis í lok mánaðarins um geðheilbrigðisþjónustu fanga en stofnunin ákvað í haust að hefja aðalúttekt um þjónustuna. Í þessum málum er um að ræða fanga sem eru að taka út sinn dóm í fangelsum. Algjört úrræðaleysi er hins vegar fyrir einstaklinga sem lögreglan þarf að takast á við og jafnvel vista til skamms tíma í fangaklefa. „Lögregla er oft einn af fyrstu aðilunum sem að er með snertiflöt við fólk sem að er í geðrofi,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eiga þessir einstaklingar heima í fangaklefa? „Að mati lögreglunnar er svo ekki og við reynum að gera allt sem að í okkar valdi stendur til að leysa verkefnin á anna hátt,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp í það minnst þrjú alvarleg tilfelli á síðasta mánuði, í skammtímavistun einstaklinga í fangaklefa, sem hafa reynt og jafnvel náð að skaða sig illa. Ásgeir segir að um sé að ræða fólk sem átti ekkert erindi í fangaklefa. Í nær öllum tilfellum fæst einstaklingur sem er í geðrofi og er einnig undir áhrifum vímuefna ekki vistun á heilbrigðisstofnun og endar því í fangaklefa. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki erindi að vera hjá okkur,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að stundum verði árekstrar í samskiptum lögreglu og heilbrigðisyfirvalda þegar báðir aðilar telja sig ekki eiga sinna fólki í þessu ástandi. „Við getum leitað til geðdeildarinnar milli klukkan tólf á daginn og sjö á kvöldin. Ef að við erum með einstakling sem að við teljum að þurfi á geðlæknisþjónustu að halda, þá þurfum við að fara með hann á sjúkrahús hérna á höfuðborgarsvæðinu í gegnum bráðamóttöku,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir lögregluna reyna takast á við þessi tilfelli og sinna fólki í geðrofi er stjórnvöl verði að bregðast við. „Það eru til kerfi erlendis, þar sem að er vafi um hvort að einstaklingur ætti að vera hjá lögreglu eða innan heilbrigðiskerfisins að þá kemur starfsmaður heilbrigðiskerfisins á lögreglustöð, og ef að hann metur svo að þessi einstaklingur eigi heima inna heilbrigðiskerfisins á þá jafnvel hefur kerfið þrjátíu mínútur til þess að búa til úrræði,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira