Fólk má koma með eiturlyf inn á HM leikvanga í Rússlandi í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 11:00 Velkomin til Rússlands. Vísir/Samsett mynd/Getty Fólk alls staðar af úr heiminum mun fjölmenna til Rússlands í sumar og styðja við bakið á sínum landsliðum á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar eru þar engin undantekning enda Ísland með í fyrsta sinn. Rússar í samvinnu við Alþjóðaknattspyrnusambandið setja mikinn kraft í öll öryggismál tengdum heimsmeistaramótinu og áhorfendur á leikjunum þurfa meðal annars að fara í gegnum ströng öryggishlið á leið sinni á völlinn. FIFA passar líka upp á að enginn komist upp með eitthvað miðabrask tengdum leikjunum á HM og þá aðstoða sérsambönd þátttökuþjóðanna með eftirlit með miðahöfum. Vegna alls þessa vekja nýjustu fréttir frá Rússlandi talsverða athygli en þær voru teknar upp í ólíkum erlendum miðlum eins og Sports Illustrated, Newsweek og Washington Times auk fjölda annarra miðla víðsvegar um heiminn.World Cup fans will be allowed to have marijuana, cocaine and heroin in stadiums this summer—if they jump through a few hoops https://t.co/X2zWAV8xWD — Sports Illustrated (@SInow) March 2, 2018 Samkvæmt frétt í rússnesku blöðunum Izvestia og The Moscow Times þá mega áhorfendur á leikjum HM í sumar nefnilega koma með eiturlyf inn á HM leikvangana í Rússlandi ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði. Í Rússlandi eru ákvæði sem leyfa fólki að koma með annars óleyfileg efni til landsins en aðeins ef ferðafólkið er með uppáskrift frá lækni og hún þarf þá að vera á rússnesku. Marijúana, kókaín og heróin eru meðal þeirra hundrað efna sem eru á listanum yfir efni sem ferðafólkið getur gefið upp ef það þarf samkvæmt læknisráði að hafa slík efni eða lyf meðferðis.The 2018 FIFA World Cup in Russia will allow fans to bring cocaine, heroin and cannabis into stadiums https://t.co/yu0JRoKp6e#cannabis#mmj#marijuana#Russia#FIFA#FIFAWorldCup#football#ThursdayThoughts — Cannabis Awareness UK (@CannabisAwareUK) March 1, 2018 Ef fólk kemst með eiturlyfin á annaðborð löglega inn til Rússland þá leyfir FIFA þeim síðan að koma með þau inn á leikvanganna. „Öryggisverðir munu fylgja eftir og viðurkenna reglurnar sem leyfa fólki með þartilgerð leyfi að koma með þessi lyf inn á vellina,“ segir í yfirlýsingu frá skipulagsnefnd HM til The Moscow Times. Það fylgir þó sögunni að efnin þurfa að vera í upprunanlegu pakkingunum og á umræddum pakkningum útskýringar á rússnesku eða ensku. Það er þó ekki líklegt að fólkið megi nota þessi efni á leikvöngunum takist þeim á annaðborð að koma efnunum inn. Reglur FIFA gefa öryggisvörðum fyrirmæli um að fjarlægja þá áhorfendur sem skapa hættu vegna neyslu á áfengi eða eiturlyfjum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Fólk alls staðar af úr heiminum mun fjölmenna til Rússlands í sumar og styðja við bakið á sínum landsliðum á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar eru þar engin undantekning enda Ísland með í fyrsta sinn. Rússar í samvinnu við Alþjóðaknattspyrnusambandið setja mikinn kraft í öll öryggismál tengdum heimsmeistaramótinu og áhorfendur á leikjunum þurfa meðal annars að fara í gegnum ströng öryggishlið á leið sinni á völlinn. FIFA passar líka upp á að enginn komist upp með eitthvað miðabrask tengdum leikjunum á HM og þá aðstoða sérsambönd þátttökuþjóðanna með eftirlit með miðahöfum. Vegna alls þessa vekja nýjustu fréttir frá Rússlandi talsverða athygli en þær voru teknar upp í ólíkum erlendum miðlum eins og Sports Illustrated, Newsweek og Washington Times auk fjölda annarra miðla víðsvegar um heiminn.World Cup fans will be allowed to have marijuana, cocaine and heroin in stadiums this summer—if they jump through a few hoops https://t.co/X2zWAV8xWD — Sports Illustrated (@SInow) March 2, 2018 Samkvæmt frétt í rússnesku blöðunum Izvestia og The Moscow Times þá mega áhorfendur á leikjum HM í sumar nefnilega koma með eiturlyf inn á HM leikvangana í Rússlandi ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði. Í Rússlandi eru ákvæði sem leyfa fólki að koma með annars óleyfileg efni til landsins en aðeins ef ferðafólkið er með uppáskrift frá lækni og hún þarf þá að vera á rússnesku. Marijúana, kókaín og heróin eru meðal þeirra hundrað efna sem eru á listanum yfir efni sem ferðafólkið getur gefið upp ef það þarf samkvæmt læknisráði að hafa slík efni eða lyf meðferðis.The 2018 FIFA World Cup in Russia will allow fans to bring cocaine, heroin and cannabis into stadiums https://t.co/yu0JRoKp6e#cannabis#mmj#marijuana#Russia#FIFA#FIFAWorldCup#football#ThursdayThoughts — Cannabis Awareness UK (@CannabisAwareUK) March 1, 2018 Ef fólk kemst með eiturlyfin á annaðborð löglega inn til Rússland þá leyfir FIFA þeim síðan að koma með þau inn á leikvanganna. „Öryggisverðir munu fylgja eftir og viðurkenna reglurnar sem leyfa fólki með þartilgerð leyfi að koma með þessi lyf inn á vellina,“ segir í yfirlýsingu frá skipulagsnefnd HM til The Moscow Times. Það fylgir þó sögunni að efnin þurfa að vera í upprunanlegu pakkingunum og á umræddum pakkningum útskýringar á rússnesku eða ensku. Það er þó ekki líklegt að fólkið megi nota þessi efni á leikvöngunum takist þeim á annaðborð að koma efnunum inn. Reglur FIFA gefa öryggisvörðum fyrirmæli um að fjarlægja þá áhorfendur sem skapa hættu vegna neyslu á áfengi eða eiturlyfjum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira