Reykvíkingar klofnir í afstöðu til nýja spítalans Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2018 06:00 Næstum helmingur þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun telur að nýr spítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. VÍSIR/VILHELM „Þetta kemur ekkert á óvart vegna þess að ég efast um að það sé nokkurt annað mál sem ég hef beitt mér fyrir í pólitík sem fær önnur eins viðbrögð og þetta mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Niðurstöður skoðanakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar sýna að 47 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að nýr Landspítali eigi ekki að rísa á núverandi stað við Hringbraut, en 39 prósent segja að spítalinn eigi að rísa við Hringbraut. Þá segjast 13 prósent vera hlutlaus í afstöðu sinni. Andstaðan við að spítalinn rísi við Hringbraut er meiri meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem yngri eru. Andstaðan er líka meiri meðal karla en kvenna. Sigmundur segir að sér finnist nokkrir aðrir staðir koma til greina, en hann hefur sjálfur áður nefnt Vífilsstaði. „Keldnalandið hefur verið nefnt og mér finnst það góður kostur,“ segir Sigmundur og nefnir jafnframt Víðidal sem dæmi. „Aðalatriðið er að þetta sé staður sem hafi andrými og umferðartengingar sem henta,“ segir hann. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. 90 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Samfylkingin tapar næstum fimm prósentustigum frá kosningunum 2014 í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 10 prósentum frá 2014. Framboðslisti Viðreisnar í borginni verður kynntur innan 1. mars 2018 06:00 Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
„Þetta kemur ekkert á óvart vegna þess að ég efast um að það sé nokkurt annað mál sem ég hef beitt mér fyrir í pólitík sem fær önnur eins viðbrögð og þetta mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Niðurstöður skoðanakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar sýna að 47 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að nýr Landspítali eigi ekki að rísa á núverandi stað við Hringbraut, en 39 prósent segja að spítalinn eigi að rísa við Hringbraut. Þá segjast 13 prósent vera hlutlaus í afstöðu sinni. Andstaðan við að spítalinn rísi við Hringbraut er meiri meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem yngri eru. Andstaðan er líka meiri meðal karla en kvenna. Sigmundur segir að sér finnist nokkrir aðrir staðir koma til greina, en hann hefur sjálfur áður nefnt Vífilsstaði. „Keldnalandið hefur verið nefnt og mér finnst það góður kostur,“ segir Sigmundur og nefnir jafnframt Víðidal sem dæmi. „Aðalatriðið er að þetta sé staður sem hafi andrými og umferðartengingar sem henta,“ segir hann. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. 90 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Samfylkingin tapar næstum fimm prósentustigum frá kosningunum 2014 í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 10 prósentum frá 2014. Framboðslisti Viðreisnar í borginni verður kynntur innan 1. mars 2018 06:00 Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Samfylkingin tapar næstum fimm prósentustigum frá kosningunum 2014 í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 10 prósentum frá 2014. Framboðslisti Viðreisnar í borginni verður kynntur innan 1. mars 2018 06:00
Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent