Eimbaðið ekki opnað aftur fyrr en tryggt verður að annað hrun eigi sér ekki stað Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2018 16:46 Gestir Sundhallar Reykjavíkur áttu fótum sínum fjör að launa þegar mósaík-flísar hrundu úr lofti eimbaðsins. Vísir/Anton Brink Eimbaðið í Sundhöll Reykjavíkur verður ekki opnað á næstunni eftir að mósaíkflísar hrundu niður úr lofti þess í gærkvöldi. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en þar kom að þeir sem voru inni í eimbaðinu hefðu átt fótum sínum fjör að launa. Tók einn árvökull gestur eftir því að mósaík flísarnar höfðu bólgnað út, sá að ekki var allt með felldu og skipaði þeim sem voru í eimbaðinu að forða sér út. Guðmundur Pálmi Kristinsson, verkfræðingur hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds Reykjavíkurborgar, segir í samtali að Vísi að hann hefði átt fund með hönnuði eimbaðsins og verktakanum, sem sá um framkvæmdina á því, í morgun. Hann segir ekki liggja fyrir hvað varð þess valdandi að flísarnar hrundu úr loftinu. Flísarnar eru 30 sentímetrar á breiddina og 60 sentímetrar á lengdina og hrundu sumar hverjar í heilu lagi. Guðmundur segir koma til greina að fá óháðan aðila til að greina efni flísanna til að reyna að fá úr því skorið með nákvæmum hætti hvað gerðist. Hitastigið innan eimbaðsins er alla jafna 47 til 48 gráður og mikill raki þar inni. Gæti því raki og hiti hafa valdið því að flísarnar hrundu niður, en líkt og áður segir er það ekki vitað með vissu. Guðmundur segir að vel geti komið til greina að skipta hreinlega um efni sem notað er til að klæða loft eimbaðsins, en það muni þó alltaf velta á hönnuði þess. Hann segir því óljóst hvenær eimbaðið verður aftur aðgengilegt gestum Sundhallar Reykjavíkur en það verði þó ekki fyrr en búið verður að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur. Segir hann að eimbaðið verði í það minnsta ekki opnað aftur innan viku. Sundhöllin var opnuð aftur í desember síðastliðnum eftir miklar endurbætur en þetta eimbað var hluti af þeim. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Eimbaðið í Sundhöll Reykjavíkur verður ekki opnað á næstunni eftir að mósaíkflísar hrundu niður úr lofti þess í gærkvöldi. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en þar kom að þeir sem voru inni í eimbaðinu hefðu átt fótum sínum fjör að launa. Tók einn árvökull gestur eftir því að mósaík flísarnar höfðu bólgnað út, sá að ekki var allt með felldu og skipaði þeim sem voru í eimbaðinu að forða sér út. Guðmundur Pálmi Kristinsson, verkfræðingur hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds Reykjavíkurborgar, segir í samtali að Vísi að hann hefði átt fund með hönnuði eimbaðsins og verktakanum, sem sá um framkvæmdina á því, í morgun. Hann segir ekki liggja fyrir hvað varð þess valdandi að flísarnar hrundu úr loftinu. Flísarnar eru 30 sentímetrar á breiddina og 60 sentímetrar á lengdina og hrundu sumar hverjar í heilu lagi. Guðmundur segir koma til greina að fá óháðan aðila til að greina efni flísanna til að reyna að fá úr því skorið með nákvæmum hætti hvað gerðist. Hitastigið innan eimbaðsins er alla jafna 47 til 48 gráður og mikill raki þar inni. Gæti því raki og hiti hafa valdið því að flísarnar hrundu niður, en líkt og áður segir er það ekki vitað með vissu. Guðmundur segir að vel geti komið til greina að skipta hreinlega um efni sem notað er til að klæða loft eimbaðsins, en það muni þó alltaf velta á hönnuði þess. Hann segir því óljóst hvenær eimbaðið verður aftur aðgengilegt gestum Sundhallar Reykjavíkur en það verði þó ekki fyrr en búið verður að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur. Segir hann að eimbaðið verði í það minnsta ekki opnað aftur innan viku. Sundhöllin var opnuð aftur í desember síðastliðnum eftir miklar endurbætur en þetta eimbað var hluti af þeim.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira