Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 12:12 Trump hikaði ekki við að leggja á tuga prósenta verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar í janúar. Vísir/AFP Hvíta húsið er sagt undirbúa meiriháttar tilkynningu um verndartolla á innflutt stál og ál í dag. Leynd ríkir yfir efni tilkynningarinnar en sumir repúblikanar hafa varað við því að verndartollarnir gætu hrundið af stað viðskiptastríði. Ákvörðun um að leggja tolla á innflutta málma yrði tekin á grundvelli niðurstöðu Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, um að stórfelldur innflutningur á stáli og áli ógni þjóðaröryggi landsins. Enn liggur margt á huldu um tilkynninguna og Washington Post segir að mögulega verði henni frestað. Forstjórum stál- og álfyrirtækja hefur verið boðið á viðburð í Hvíta húsinu.Vara við áhrifunum á samskipti við bandalagsríkiSumir repúblikanar hafa reynt að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti leggi verndartollana á. Politico segir að heitar rökræður hafi farið fram í Hvíta húsinu í gær um hvort rétt væri að tilkynna um tollana strax. Enn væri ekki búið að binda alla lausa enda hvað lagalegu hlið tollanna varðaði. Trump vilji leggja 25% toll á stálinnflutning og 10% á ál. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar sagður hafa barist hatrammlega gegn tollunum á bak við tjöldin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, eru einnig allir sagðir hafa varað við tollunum. Þeir geti skaðað samskipti Bandaríkjanna við mikilvæg bandalagsríki. Háir verndartollar voru lagðir á sólarsellur og þvottavélar í janúar samkvæmt ákvörðun Trump forseta. Ódýrar innfluttar vörur voru sagðar skaða bandaríska framleiðendur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hvíta húsið er sagt undirbúa meiriháttar tilkynningu um verndartolla á innflutt stál og ál í dag. Leynd ríkir yfir efni tilkynningarinnar en sumir repúblikanar hafa varað við því að verndartollarnir gætu hrundið af stað viðskiptastríði. Ákvörðun um að leggja tolla á innflutta málma yrði tekin á grundvelli niðurstöðu Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, um að stórfelldur innflutningur á stáli og áli ógni þjóðaröryggi landsins. Enn liggur margt á huldu um tilkynninguna og Washington Post segir að mögulega verði henni frestað. Forstjórum stál- og álfyrirtækja hefur verið boðið á viðburð í Hvíta húsinu.Vara við áhrifunum á samskipti við bandalagsríkiSumir repúblikanar hafa reynt að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti leggi verndartollana á. Politico segir að heitar rökræður hafi farið fram í Hvíta húsinu í gær um hvort rétt væri að tilkynna um tollana strax. Enn væri ekki búið að binda alla lausa enda hvað lagalegu hlið tollanna varðaði. Trump vilji leggja 25% toll á stálinnflutning og 10% á ál. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar sagður hafa barist hatrammlega gegn tollunum á bak við tjöldin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, eru einnig allir sagðir hafa varað við tollunum. Þeir geti skaðað samskipti Bandaríkjanna við mikilvæg bandalagsríki. Háir verndartollar voru lagðir á sólarsellur og þvottavélar í janúar samkvæmt ákvörðun Trump forseta. Ódýrar innfluttar vörur voru sagðar skaða bandaríska framleiðendur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12