Íslendingur var að nudda Embiid þegar hann borðaði hamborgarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 10:00 Einar að nudda Joel Embiid. Twitter Það vakti nokkra athygli fyrr í vikunni þegar NBA-leikmaðurinn Joel Embiid sást borða hamborgara á hliðarlínunni þegar stutt var í leik hjá honum í bestu körfuboltadeild í heimi. Nú er komið í ljós að við Íslendingar eigum smá hlut í þessari sögu af hamborgaraáti eins besta miðherja NBA-deildarinnar í dag. Íslenskur sjúkráþjálfari benti Vísi á þetta eftir að hann las fréttina um hamborgarát Embiid. Joel Embiid var nefnilega í meðferð hjá íslenskum sjúkraþjálfara á sama tíma og hann át hamborgarann. Sjúkraþjálfarinn heitir Einar Einarsson en hann hefur starfað í Katar síðustu ár. Joel Embiid fór einmitt í meðferð til Katar á sínum tíma þegar hann var að reyna að koma sér inn á völlinn en þessi öflugi leikmaður spilaði ekki leik á fyrstu tveimur árum sínum í NBA vegna meiðsla.Video on #Sixers center Joel Embiid returning to Qatar for more treatment on right foot: https://t.co/RFtTDhAeon#NBA@sixers29 — Tom Moore (@TomMoorePhilly) March 21, 2016 Síðan hann komst aftur inn á völlinn, meðal annars með hjálp Einars og félaga á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha í Katar, þá hefur Embiid sýnt að þar fer stórstjarna framtíðarinnar í NBA-deildinni það er geti hann haldið sér inn á vellinum. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Einar var að nudda fæturnar á Joel Embiid í myndbandi ESPN en það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.Burger Foot rub @JoelEmbiid is out here living his best life. pic.twitter.com/OB91CP8WKs — ESPN (@espn) February 26, 2018 Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil. NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Það vakti nokkra athygli fyrr í vikunni þegar NBA-leikmaðurinn Joel Embiid sást borða hamborgara á hliðarlínunni þegar stutt var í leik hjá honum í bestu körfuboltadeild í heimi. Nú er komið í ljós að við Íslendingar eigum smá hlut í þessari sögu af hamborgaraáti eins besta miðherja NBA-deildarinnar í dag. Íslenskur sjúkráþjálfari benti Vísi á þetta eftir að hann las fréttina um hamborgarát Embiid. Joel Embiid var nefnilega í meðferð hjá íslenskum sjúkraþjálfara á sama tíma og hann át hamborgarann. Sjúkraþjálfarinn heitir Einar Einarsson en hann hefur starfað í Katar síðustu ár. Joel Embiid fór einmitt í meðferð til Katar á sínum tíma þegar hann var að reyna að koma sér inn á völlinn en þessi öflugi leikmaður spilaði ekki leik á fyrstu tveimur árum sínum í NBA vegna meiðsla.Video on #Sixers center Joel Embiid returning to Qatar for more treatment on right foot: https://t.co/RFtTDhAeon#NBA@sixers29 — Tom Moore (@TomMoorePhilly) March 21, 2016 Síðan hann komst aftur inn á völlinn, meðal annars með hjálp Einars og félaga á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha í Katar, þá hefur Embiid sýnt að þar fer stórstjarna framtíðarinnar í NBA-deildinni það er geti hann haldið sér inn á vellinum. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Einar var að nudda fæturnar á Joel Embiid í myndbandi ESPN en það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.Burger Foot rub @JoelEmbiid is out here living his best life. pic.twitter.com/OB91CP8WKs — ESPN (@espn) February 26, 2018 Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil.
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira