Stjörnuleikmenn PSG hrynja niður í aðdraganda Real Madrid leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:00 Kylian Mbappe. Vísir/Getty Það hefur kostað sitt fyrir franska stórliðið Paris Saint Germain að vinna Marseille tvisvar sinnum á síðustu fjórum dögum. Tvær stórstjörnur liðsins hafa meiðst í leikjunum og framundan er seinni leikurinn við Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain vann 3-0 sigur í báðum leikjunum á móti Marseille á síðustu fjórum dögum, sá fyrri var í deildinni en leikurinn í gærkvöldi var bikarleikur. Fyrir leikinn kom í ljós að Brasilíumaðurinn Neymar þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í deildarleiknum á sunnudagskvöldið. Neymar verður frá í margar vikur og missir örugglega af Real Madrid leiknum.He'll miss the Real Madrid game and more. Neymar will be having surgery in Brazil. Full story: https://t.co/YYeLrRxzWApic.twitter.com/TntKj50ARf — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Neymar fer í aðgerðina í Brasilíu en Brasilíumenn hafa einnig áhyggjur af sínum manni enda rétt rúmir hundrað dagar í heimsmeistarakeppnina í Rússlandi þar sem hann mun leið landslið þjóðarinnar. Í gærkvöldi meiddist síðan franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe og fór hann af velli í hálfleik eftir að hafa fengið högg. Það er ekki ljóst hversu alvarleg þessi meiðsli eru.First Neymar, now Kylian Mbappe... The injury concerns are mounting for PSG. More: https://t.co/K0YUPtLTGBpic.twitter.com/XfxEncfMEc — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Hinn 19 ára gamli Kylian Mbappe er á eins árs láni frá Mónakó en PSG hefur forkaupsrétt á honum í sumar ef félagið er tilbúið að borga 165,7 milljónir punda fyrir hann. Parísarliðið þarf á einhverjum göldrum að halda í seinni leiknum á móti Real Madrid eftir að spænska liðið vann 3-1 sigur í fyrri leiknum á Santiago Bernabéu. Það að tveir „galdramenn“ séu dottnir út eða tæpir er mikið áfall fyrir liðið. Neymar og Kylian Mbappe eru einmitt hjá félaginu til að hjálpa liðinu að komast loksins alla leið í Meistaradeildinni og engin óskastaða að missa þá báða út fyrir þennan mikilvæga leik. Það er þó ekki víst að Kylian Mbappe geti ekki spilað í leiknum sem fer fram í næstu viku. Angel Di Maria skoraði tvívegis í gær og þriðja markið skoraði Edinson Cavani níu mínútum fyrir leikslok. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira
Það hefur kostað sitt fyrir franska stórliðið Paris Saint Germain að vinna Marseille tvisvar sinnum á síðustu fjórum dögum. Tvær stórstjörnur liðsins hafa meiðst í leikjunum og framundan er seinni leikurinn við Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain vann 3-0 sigur í báðum leikjunum á móti Marseille á síðustu fjórum dögum, sá fyrri var í deildinni en leikurinn í gærkvöldi var bikarleikur. Fyrir leikinn kom í ljós að Brasilíumaðurinn Neymar þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í deildarleiknum á sunnudagskvöldið. Neymar verður frá í margar vikur og missir örugglega af Real Madrid leiknum.He'll miss the Real Madrid game and more. Neymar will be having surgery in Brazil. Full story: https://t.co/YYeLrRxzWApic.twitter.com/TntKj50ARf — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Neymar fer í aðgerðina í Brasilíu en Brasilíumenn hafa einnig áhyggjur af sínum manni enda rétt rúmir hundrað dagar í heimsmeistarakeppnina í Rússlandi þar sem hann mun leið landslið þjóðarinnar. Í gærkvöldi meiddist síðan franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe og fór hann af velli í hálfleik eftir að hafa fengið högg. Það er ekki ljóst hversu alvarleg þessi meiðsli eru.First Neymar, now Kylian Mbappe... The injury concerns are mounting for PSG. More: https://t.co/K0YUPtLTGBpic.twitter.com/XfxEncfMEc — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Hinn 19 ára gamli Kylian Mbappe er á eins árs láni frá Mónakó en PSG hefur forkaupsrétt á honum í sumar ef félagið er tilbúið að borga 165,7 milljónir punda fyrir hann. Parísarliðið þarf á einhverjum göldrum að halda í seinni leiknum á móti Real Madrid eftir að spænska liðið vann 3-1 sigur í fyrri leiknum á Santiago Bernabéu. Það að tveir „galdramenn“ séu dottnir út eða tæpir er mikið áfall fyrir liðið. Neymar og Kylian Mbappe eru einmitt hjá félaginu til að hjálpa liðinu að komast loksins alla leið í Meistaradeildinni og engin óskastaða að missa þá báða út fyrir þennan mikilvæga leik. Það er þó ekki víst að Kylian Mbappe geti ekki spilað í leiknum sem fer fram í næstu viku. Angel Di Maria skoraði tvívegis í gær og þriðja markið skoraði Edinson Cavani níu mínútum fyrir leikslok.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira