„Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu“ Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. mars 2018 06:45 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttunni við Pernille Harder í leiknum í gær. Vísir/EPA Fótbolti Ísland og Danmörk skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik liðanna í Algarve-mótinu í knattspyrnu í gær en leikurinn var fyrsti leikur Íslands á þessu sterkasta æfingarmóti heims. Nokkra lykilleikmenn vantaði í íslenska liðið en stelpurnar stóðu vel í silfurliði síðasta Evrópumóts.Spilaðist upp í okkar hendur Íslenska liðið lék með vindinum í fyrri hálfleik og fékk þó nokkur góð færi þó að Danir hafi verið meira með boltann. Í seinni hálfleik lék danska liðið með vindinn í bakið og komust næst því að skora mark þegar Sandra Sigurðardóttir varði skot í slána í upphafi seinni hálfleiks. Danska liðið stýrði leiknum áfram og fékk betri færi í seinni hálfleik en fann ekki leið framhjá Söndru í marki íslenska liðsins og lauk leiknum því með markalausu jafntefli. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, fann heilmargt jákvætt við leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum stuttu eftir leik. „Leikurinn spilaðist bara mjög vel og alveg eins og við lögðum upp með, þetta var kaflaskipt en við vorum að takast á við eitt besta lið heims og náðum að loka mjög vel á þær. Í seinni hálfleik fengum inn nokkra óreynda leikmenn sem leystu verkefni sín mjög vel og ég verð að hrósa öllu liðinu í heild sinni,“ sagði Freyr sem var ánægður með einbeitinguna í varnarleiknum í seinni hálfleik þegar liðið lék í mótvindi. „Við vorum að spila hápressu mjög vel og skiptum vel á milli, færslurnar í varnarleiknum voru algjörlega frábærlegar. Það klikkaði á köflum í fyrri hálfleik en þetta var allt annað í seinni. Upplagið okkar í þessum leik var að halda hreinu, fá nokkur færi og þegar þau kæmu að reyna að nýta að minnsta kosti eitt þeirra,“ en Freyr vildi ekki meina að það hefði verið rok þegar veðrið var borið undir hann: „Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu.“ Íslenska liðið hélt sig við 3-5-2 kerfið og þótt það hafi vantað lykilleikmenn í gærkvöldi komu allir inn af krafti.Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Pernille Harder.Kljást við stærstu stjörnur heims „Það er kostur kerfisins að það er auðvelt að koma inn í það og breyta því á meðan á leik stendur og það getur hentað okkur vel. Við erum að reyna að bæta liðið og leikmannahópinn fyrir komandi undankeppni og í dag fengu sumir óreyndir leikmenn að kljást við bestu leikmenn heims og gerðu það vel. Nú er það þeirra að halda dampi, það þarf halda einbeitingu því það eru fleiri gríðarlega erfiðir leikir fram undan.“ Næsti leikur liðsins er gegn Japan á föstudaginn, annar erfiður mótherji og stutt hvíld á milli. Freyr sagðist ekki ætla að taka neina áhættu. „Ég geri tíu breytingar, ég ætla ekki að taka neina áhættu með leikmenn þegar það er svona stutt á milli. Það verður erfiður leikur en við þurfum að vera fljót að hefja undirbúninginn því þetta verður annar erfiður leikur. Japanska liðið er öðruvísi, þær eru kvikari og með meiri tækni,“ sagði Freyr en hann sagði úrslit dagsins ekki hafa hjálpað þegar Japan tapaði 6-2 gegn Hollandi. „Það er ekki að hjálpa að þær fengu risa skell gegn besta sóknarliði heims í Hollandi í gær, þær eiga eftir að vilja svara fyrir það gegn okkur en við þurfum bara að vera tilbúin.“ HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Fótbolti Ísland og Danmörk skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik liðanna í Algarve-mótinu í knattspyrnu í gær en leikurinn var fyrsti leikur Íslands á þessu sterkasta æfingarmóti heims. Nokkra lykilleikmenn vantaði í íslenska liðið en stelpurnar stóðu vel í silfurliði síðasta Evrópumóts.Spilaðist upp í okkar hendur Íslenska liðið lék með vindinum í fyrri hálfleik og fékk þó nokkur góð færi þó að Danir hafi verið meira með boltann. Í seinni hálfleik lék danska liðið með vindinn í bakið og komust næst því að skora mark þegar Sandra Sigurðardóttir varði skot í slána í upphafi seinni hálfleiks. Danska liðið stýrði leiknum áfram og fékk betri færi í seinni hálfleik en fann ekki leið framhjá Söndru í marki íslenska liðsins og lauk leiknum því með markalausu jafntefli. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, fann heilmargt jákvætt við leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum stuttu eftir leik. „Leikurinn spilaðist bara mjög vel og alveg eins og við lögðum upp með, þetta var kaflaskipt en við vorum að takast á við eitt besta lið heims og náðum að loka mjög vel á þær. Í seinni hálfleik fengum inn nokkra óreynda leikmenn sem leystu verkefni sín mjög vel og ég verð að hrósa öllu liðinu í heild sinni,“ sagði Freyr sem var ánægður með einbeitinguna í varnarleiknum í seinni hálfleik þegar liðið lék í mótvindi. „Við vorum að spila hápressu mjög vel og skiptum vel á milli, færslurnar í varnarleiknum voru algjörlega frábærlegar. Það klikkaði á köflum í fyrri hálfleik en þetta var allt annað í seinni. Upplagið okkar í þessum leik var að halda hreinu, fá nokkur færi og þegar þau kæmu að reyna að nýta að minnsta kosti eitt þeirra,“ en Freyr vildi ekki meina að það hefði verið rok þegar veðrið var borið undir hann: „Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu.“ Íslenska liðið hélt sig við 3-5-2 kerfið og þótt það hafi vantað lykilleikmenn í gærkvöldi komu allir inn af krafti.Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Pernille Harder.Kljást við stærstu stjörnur heims „Það er kostur kerfisins að það er auðvelt að koma inn í það og breyta því á meðan á leik stendur og það getur hentað okkur vel. Við erum að reyna að bæta liðið og leikmannahópinn fyrir komandi undankeppni og í dag fengu sumir óreyndir leikmenn að kljást við bestu leikmenn heims og gerðu það vel. Nú er það þeirra að halda dampi, það þarf halda einbeitingu því það eru fleiri gríðarlega erfiðir leikir fram undan.“ Næsti leikur liðsins er gegn Japan á föstudaginn, annar erfiður mótherji og stutt hvíld á milli. Freyr sagðist ekki ætla að taka neina áhættu. „Ég geri tíu breytingar, ég ætla ekki að taka neina áhættu með leikmenn þegar það er svona stutt á milli. Það verður erfiður leikur en við þurfum að vera fljót að hefja undirbúninginn því þetta verður annar erfiður leikur. Japanska liðið er öðruvísi, þær eru kvikari og með meiri tækni,“ sagði Freyr en hann sagði úrslit dagsins ekki hafa hjálpað þegar Japan tapaði 6-2 gegn Hollandi. „Það er ekki að hjálpa að þær fengu risa skell gegn besta sóknarliði heims í Hollandi í gær, þær eiga eftir að vilja svara fyrir það gegn okkur en við þurfum bara að vera tilbúin.“
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn