„Við viljum sjá konur í flugvirkjun“ Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2018 21:45 Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, í flugskýli skólans á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Við viljum sjá fleiri konur læra flugvirkjun, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, en innan við eitt prósent flugvirkja landsins eru konur. Rætt var við Hjálmar í fréttum Stöðvar 2. Flugakademían er orðin um 40 prósent af starfsemi Keilis á Keflavíkurflugvelli, skólinn verður í vor kominn með fjórtán kennsluvélar, en er einnig með flugherma til að þjálfa flugmenn. Keilir heldur einnig úti kennslu flugvirkja og hefur í því skyni komið sér upp aðstöðu þar sem sjá má hreyfla af öllum stærðum og gerðum, meira að segja af júmbóþotu, og þar er tékknesk orustuþota. „Menn segja að fyrir hvern einn flugmann þurfi svona einn og hálfan flugvirkja. Og flugvirkjaskólar heimsins anna ekki eftirspurn,” segir Hjálmar, og segir skólann búinn að koma sér upp mjög góðri aðstöðu til námsins. Hann segir mikla aðsókn í bæði flugvirkjanám og flugmannsnám og nánast allir bekkir Keilis séu fullir fram eftir þessu ári. Það lýsi bæði þörf flugfélaga og áhuga ungs fólks að fara í flugið; spennandi atvinnugrein, sem orðin sé ansi stór hérlendis.Flugvirkjar í hinu nýja flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli skoða nýjustu þotu félagsins, Boeing 737 MAX 8.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það vekur hins vegar athygli þegar horft er yfir vinnustað flugvirkja að þar eru yfirleitt bara karlmenn, enda eru íslenskir kvenflugvirkjar teljandi á fingrum annarrar handar. Af 560 félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands eru aðeins fjórar konur, samkvæmt upplýsingum félagsins; tvær hjá Icelandair, ein hjá Flugfélagi Íslands og ein sem starfar í Lúxemborg. „Við höfum nú verið að hvetja ekki síst konur til þess að fara í það starf. Það er einhvern veginn sú ímynd að þetta sé eitthvað svona karllægt starf. En það er alls ekki þannig. Þetta er starf sem hentar báðum kynjum og við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að við viljum sjá konur í flugvirkjun, eins og öðrum störfum,” segir Hjálmar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Við viljum sjá fleiri konur læra flugvirkjun, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, en innan við eitt prósent flugvirkja landsins eru konur. Rætt var við Hjálmar í fréttum Stöðvar 2. Flugakademían er orðin um 40 prósent af starfsemi Keilis á Keflavíkurflugvelli, skólinn verður í vor kominn með fjórtán kennsluvélar, en er einnig með flugherma til að þjálfa flugmenn. Keilir heldur einnig úti kennslu flugvirkja og hefur í því skyni komið sér upp aðstöðu þar sem sjá má hreyfla af öllum stærðum og gerðum, meira að segja af júmbóþotu, og þar er tékknesk orustuþota. „Menn segja að fyrir hvern einn flugmann þurfi svona einn og hálfan flugvirkja. Og flugvirkjaskólar heimsins anna ekki eftirspurn,” segir Hjálmar, og segir skólann búinn að koma sér upp mjög góðri aðstöðu til námsins. Hann segir mikla aðsókn í bæði flugvirkjanám og flugmannsnám og nánast allir bekkir Keilis séu fullir fram eftir þessu ári. Það lýsi bæði þörf flugfélaga og áhuga ungs fólks að fara í flugið; spennandi atvinnugrein, sem orðin sé ansi stór hérlendis.Flugvirkjar í hinu nýja flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli skoða nýjustu þotu félagsins, Boeing 737 MAX 8.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það vekur hins vegar athygli þegar horft er yfir vinnustað flugvirkja að þar eru yfirleitt bara karlmenn, enda eru íslenskir kvenflugvirkjar teljandi á fingrum annarrar handar. Af 560 félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands eru aðeins fjórar konur, samkvæmt upplýsingum félagsins; tvær hjá Icelandair, ein hjá Flugfélagi Íslands og ein sem starfar í Lúxemborg. „Við höfum nú verið að hvetja ekki síst konur til þess að fara í það starf. Það er einhvern veginn sú ímynd að þetta sé eitthvað svona karllægt starf. En það er alls ekki þannig. Þetta er starf sem hentar báðum kynjum og við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að við viljum sjá konur í flugvirkjun, eins og öðrum störfum,” segir Hjálmar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32
Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00
Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12