„Ég held hann tali ekki íslensku þessi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2018 09:00 Stórsvigsbrekkan í Pamporovo er beint fyrir neðan 'Vegginn' svokallaða sem er brattasta skíðabrekkan í Búlgaríu. Heidi Verdonck Klukkan er að detta í tólf á sunnudegi í mars. Ég sit á Litlu-Kaffistofunni, áningarstað sem ég hef líklega keyrt framhjá svona þúsund sinnum um ævina en afar sjaldan komið inn. Staðurinn er kósý en bara asnalega nálægt höfuðborginni. Minning um tíma þegar það þótti ekkert óvenjulegt að eiga sumarbústað við Rauðavatn. Krakkarnir mínir eru í Skíðaskólanum í Bláfjöllum og ég krosslegg fingur að þau séu að skemmta sér. Ég á nefnilega draum um að eignast fjölskyldusport, sameiginlegt áhugamál með báðum börnum. Saman í fjöllunum á skíðum eða bretti hljómar mjög vel. Sjálfur smitaðist ég ekki af skíðabrekkunum fyrr en á þrítugsaldri þrátt fyrir nokkrar tilraunir foreldra minna til að koma mér í fjöllin. Þar vantaði líklega helst að þau höfðu lítinn áhuga á að vera sjálf í brekkunum. Dagurinn þegar ég fór líklega um tíu ára gamall með öllu vanari systur minni á skíði, kunni lítið sem ekkert, og hún dró mig í svokallaða Borgarlyftu í Bláfjöllum sat í mér. Þegar upp var komið sagði hún: „Svo ferðu bara í svigi niður“. Ég komst aldrei í svig. Ég braut allar reglur og brunaði niður, í því sem mér fannst hljóta að vera brattasta brekka norðan alpafjalla, og endaði við bílastæðið. Ég fór upp í bíl og beið þess að mamma og pabbi kláruðu göngutúrinn sinn. Svo fór ég heim.Sumum finnst gaman að klæða sig upp þegar þeir skella sér á skíði. Búlgarar fjölmenntu í brekkurnar í Pamporovo þann 3. mars í tilefni þjóðhátíðardagsins.Sukru KucuksahinParadísin Whistler Fimmtán árum síðar er ég í háskólanámi í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Fjölskyldan er á leiðinni í heimsókn, þar með talin systir mín og frændfólk frá Skotlandi. Skíðafólk. Skíðaparadísin Whistler í Kanada er á næsta leiti og því ekkert annað í stöðunni fyrir gestgjafann að skipuleggja ferð þangað. Þótt ég sé vonlaus á skíðum er ég ágætur í að skipuleggja skemmtilegar ferðir. Þessi var ein þeirra. Ég fékk vin til að kenna mér undirstöðuatriðin á snjóbretti á skíðasvæði nærri Seattle svo ég gæti dundað mér á bretti í Whistler. Svo ég gæti verið þátttakandi í öðru en partýjunum á kvöldin, þar sem ég er yfirleitt fyrirliði, já eða varafyrirliði ef þeim mun meira partýljón mætir á svæðið. Ferðin var auðvitað frábær þótt ég hafi ekki náð miklum tökum á brettinu. Á þessum tíma voru barneignir fjarlægur draumur, eða kannski ekki draumur. Ég minnist þess ekki að hafa dreymt barneignir þótt það hafi verið á listanum. Ótrúlegt en satt var ég þó kominn með kærustu sem ákvað að flytja með mér til Íslands. Einn af fyrstu áfangastöðunum var partýferð vestur á firði í góðum hópi á Aldrei fór ég suður. Á sama tíma fer fram Skíðavika þeirra Ísfirðinga og því borðleggjandi að hafa snjóbretti með.Vant skíða- og brettafólk veit fátt skemmtilegra en að smeygja sér á milli trjánna í púðursnjó. Þótt trén séu á sínum stað er færið afar misjafnt milli daga og fer sömuleiðis eftir tíma dags.Barbara GoioHelv... toglyftur Við bjuggum reyndar ekki svo vel að eiga búnað en hávaxinn nágranni átti skó og bretti til að lána mér. Skórnir reyndar of litlir en ég náði að troða mér í þá. „Þetta reddast,“ var niðurstaðan eins og venjulega. En það reddaðist reyndar ekki. Í brekkunni, líklega á páskalaugardeginum, stóð ég með enskumælandi kærustunni í lengstu röð sem ég hef séð. Á leið í toglyftu til að komast upp í aðra toglyftu. Nema hvað að ég hafði aldrei farið í toglyftu á snjóbretti. Í Whistler þurfti maður aðeins að huga að því að komast niður. Á leiðinni upp var kláfur til staðar eða þá stólalyfta. Þarna blasti allt í einu við toglyfta og ég var byrjaður að svitna. Stundum veit maður bara að eitthvað er dæmt til að klikka. Í alltof þröngum skóm, óviss hvort ég ætti að vera með fæturna fasta eða annan lausan, vitandi að þegar ég stend á brettinu er ég þvert á togstefnuna. Loks kemur að okkur. Kærastan, öllu liprari og fimari en ég á allan hugsanlega hátt, grípur diskinn og fer upp. Ég gríp í disk, missi hann. Heyri andköfin í hundrað manns fyrir aftan í röðinni. Hvað er þessi auli að gera þarna. Gríp næsta disk, næ honum í klofið en næ ekki að snúa brettinu í tíma og hendist að lokum með tilþrifum í jörðina og diskurinn fer sína leið. „Hvað ertu að gera þarna á jörðinni, komdu þér frá,“ segir lyftuvörðurinn eldri en tvævetur og reynir að gera mér ljóst að ég eigi ekki að liggja í snjónum. „Nú, átti ég að fara upp með lyftunni?“ hugsa ég en legg ekki í að segja. Kona fyrir aftan mig í röðinni heyrir pirraðan lyftuvörðinn skamma mig og grípur inn í: „Ég held hann tali ekki íslensku þessi...“Frá vinstri: Hans Steinar Bjarnason, Erla Björg Gunnarsdóttir ásamt undirrituðum að lokinni keppni í stórsvigi. Ekki það sem framtíðin bar í skauti sér þar sem undirritaður lá í snjónum við barnabrekkuna í Tungudal og virtist ekki tala íslensku.VísirBallið búið eftir eina ferð Konan hafði greinilega heyrt okkur parið tala ensku í röðinni og ályktaði, eðlilega, að þessi ágæti hávaxni maður sem réð ekki við þægilegustu útgáfu af toglyftu hefði aldrei áður snjó séð. Einhvers konar fylgifiskur ferðamannastraumsins sem var handan við hornið. Þeir koma með pening inn í landið en fyrir vikið þurfum við að bíða aðeins lengur í skíðalyftunum. Jæja, svona er þetta. Ég bað lyftuvörðinn um annað tækifæri, hafði lítinn áhuga á að fara aftast í röðina þrátt fyrir klaufagang, og komst að endingu upp brekkuna. En bara til að komast að því að skórnir voru svo þröngir að ég gat hvorki lyft tám né hælum, sem er forsenda þess að geta stýrt sér á snjóbretti. Ferðin varð því aðeins ein þennan ágæta laugardag og farið aftur heim í hús. Áhugi á frekari snjóbrettaævintýrum lítill, mjög lítill reyndar.Viðar Guðjónsson, annar af fulltrúum Íslands á Spáni 2015, fagnar því að hafa komist í mark í stórsvigskeppninni. Hann slapp við seinasta sætið sem kom í hlut landa hans á snjóbrettinu.VísirYes man Spólum áfram sex ár eða svo. Partý-Hans Steinar Bjarnason, fjölmiðlamaður með meiru, bendir kollegum sínum í stéttinni á tilvist alþjóðlegra skíðasamtaka blaðamanna sem hittast árlega og fara á skíði. Á sex árum er ég búinn að gifta mig, eignast tvö börn og skilja. Það tók reyndar bara fjögur ár, býður einhver betur? Allt í einu er ég frjáls eins og fuglinn, aðra hverja viku, og framundan árlegur skíðahittingur blaðamanna á Spáni. Spáni! Í seinni tíð hef ég haft það fyrir reglu að segja ekki nei þegar eitthvað býðst mér, að frátöldu kannski MDMA-boði á Secret Solstice. Ég átti ónýtta frídaga, góðan vin sem er alltaf hægt að draga í einhverja vitleysu og til í hvað sem er. Úr varð að við vinirnir, íslensku blaðamennirnir, skelltum okkur í paradísina Baqueira Beirat í „spænsku ölpunum“ eins og ég kalla þá. Paradís á Norður-Spáni þar sem sólin skein og hátt í tvö hundruð blaðamenn af 30-40 þjóðernum hittust. Meðalaldurinn vissulega í hærri kantinum en allir voru spenntir fyrir þessum „ungu“ strákum frá Íslandi. Þeir hlytu að vera kempur, líklegir til að vinna til verðlauna. Vinna til verðlauna? Jú, því þessi samtök eru ekkert djók. Keppt er í stórsvigi og á gönguskíðum, sem ég hafði þarna aðeins einu sinni prófað og vinur minn aldrei. „We will give it our best but you should know that Iceland is not a big skiing nation“ var lína sem margir fengu að heyra. Sumum er reyndar alveg sama um keppnina þannig séð, finnst gaman að fá tækifæri til að keppa í alvöru keppnisbraut, en svo eru aðrar þjóðir sem eru all-in. Ítalarnir eru ekki aðeins bestir á skíðum heldur báru þeir af á lokakvöldi blaðamanna í Pamporov þetta árið í rómverskum búningum sínum.Barcin YinancForza Italia Ítalir, Slóvenar og Tékkar raka til sín flestum verðlaunum. Við rákum okkur á þá staðreynd að næturlagi, þegar við vorum búin að syngja svona 30 lög á píanóbarnum og renna nokkrum ljúfum niður, að Ítalarnir höfðu fengið lyklana að skíðaleigunni lánaða og voru að vaxa skíðin. Við þurftum að bregða okkur afsíðis til að hlæja, blanda kvíða yfir keppninni framundan og þeim aðstæðum sem við værum komnir í. Raunar hlógum við svo mikið að við lögðumst í gólfið í eins konar hláturskrampakasti. Þegar við sáum Ítalana í keppnisgöllunum daginn eftir var ljóst í hvað stefndi. Enda fór svo að við klöppuðum fyrir hverjum Ítalanum á fætur öðrum þegar verðlaunaafhendingin fór fram. Sjálfir rákum við lestina, vorum í það minnsta í aftasta vagninum, en fengum hrós fyrir viðleitni. En það sem gerðist þessa fimm daga í spænsku fjöllunum var að ég kynntist því hvað það var gaman að renna sér niður brekkurnar. Laus við toglyftur og búinn að bæta mig töluvert renndi ég mér í hópi góðs fólks, bar á mig sólarvörn og leyfði mér bjór í hvert mál. Ég smitaðist.Aðstæður í Pamporovo voru vægast sagt glæsilegar. Búlgarskur matur reyndist óvænt nokkuð góður og voru þeir hinir vinalegustu gestgjafar.Sivan RavivÍsdrottningin vel þekkt í Búlgaríu Frá árinu 2014 hafa átta íslenskir blaðamenn átt stefnumót við aðra blaðamenn erlendis, og fleiri eru velkomnir í hópinn. Síðan á Spáni 2015, þegar ég fór fyrst, hef ég hitt kollegana í Sestriere á Ítalíu, ekið með þeim um Belgíu í sumarhittingi og loks sótt Búlgaríu heim í fyrsta skipti, nú í febrúar, þar sem er að finna hið glæsilega skíðasvæði Pamporovo. Þetta er eiginlega ótrúlegt. Eru fjallalausir Danir þeir einu sem standa verr en Íslendingar þegar kemur að skíðasvæðum? Við hefðum betur heitið Grænland. Ekki að ég vilji taka neitt af því harðduglega fólki sem heldur úti sætum íslenskum skíðasvæðum en veður og vindar eru ekki beint að hjálpa okkur. Í Búlgaríu vorum við fjögur frá Íslandi, skoðuðum hina fallegu og sögufrægu borg Sofíu, sáum menningarminjar í borginni Plovdiv, komumst að því að Ásdís Rán er bara nokkuð þekkt þar í landi ef marka má svör leigubílstjóra og barþjóna, hittum bæjarstjóra og annað hefðarfólk, kynntumst því hvernig Salomon skíði eru framleidd, hlustuðum á búlgarskan fjallgöngukappa sem á að baki fjölmarga átta þúsund metra tinda í Himalayjafjöllunum og deildum reynslusögum úr heimi blaðamennsku, þar sem hver hefur sína sögu að segja enda aðstæður víða afar ólíkar. Blaðamenn á Íslandi og Danmörku njóta allt annars svigrúms til vinnu sinnar en kollegar þeirra í Rússlandi og Tyrklandi svo dæmi sé nefnt. Orðin himinn og haf eiga þar vel við.Þessir búlgörsku sleðahundar höfðu það náðugt og féllu einkar vel inn í umhverfið.Myriam FimbryÆvintýri í austurátt Kosturinn við Búlgaríu, fram yfir Austurríki, Ítalíu og Sviss, er að sjálfsögðu verðlagið. Í Pamporovo kostar bjórinn 300 kall, tíu mínútna leigubíll 600 kall, máltíðin í fjallinu er á þúsundkall og gisting fyrir fjögurra manna fjölskyldu á hóteli í viku á 50 þúsund kall, með morgunverði. Leiga á búnaði í viku kostaði tíu þúsund kall. Eftir því sem ég kemst næst eru aðstæður og verðlag ekki síðra í nágrannalöndunum. Rúmeníu, Serbíu og Georgíu, hinum megin við Svartahaf. Beint flug er ekki möguleiki en fyrir ævintýrafólk, sem vill kynnast öðru en Ölpunum, þá mæli ég með.Upprennandi skíðakappar á sínum fyrsta degi. Hver veit hvaða ævintýri bíða í brekkunum og skálanum síðar meir.Vísir/Kolbeinn TumiBúa til minningar með börnunum Og viti menn. Í Búlgaríu gat ég rennt mér með snjóbrettagenginu allan daginn, látið reyna á færni utan brautar og tekið minniháttarstökk. Og þau þurftu ekkert að bíða það lengi eftir mér. Ég átti ekki lakasta tímann í stórsviginu og varð á meðal fremstu manna í skíðagöngunni. Allt á uppleið! Þetta er þvílíkt gaman, og ef ég get búið til minningar með börnunum í fjöllunum, hvort sem er í Bláfjöllum, Hlíðarfjalli eða Búlgaríu, þá er markmiðinu náð. Smyrja nesti, syngja saman á leiðinni á áfangastað, fylgjast með framförum hvers annars í brekkunum og sötra heitt súkkulaði saman á eftir. Í huga mér geta stundirnar líklega ekki gerst betri. En hvort sá draumur verði að veruleika verður að koma í ljós. Ég afla mér í það minnsta engra vinsælda ef ég verð of seinn að sækja þau í Skíðaskólann. Vá hvað ég vona að þau hafi skemmt sér vel, bíði spennt og heimti að fá að sýna mér hvað þau séu orðin flink. Þá fer að styttast í stólalyftuna og eftir það ættu reglulegar sætaferðir úr Vesturbæ Reykjavíkur í Bláfjöll eftir skóla og um helgar að geta orðið að veruleika. Ferðalög Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Klukkan er að detta í tólf á sunnudegi í mars. Ég sit á Litlu-Kaffistofunni, áningarstað sem ég hef líklega keyrt framhjá svona þúsund sinnum um ævina en afar sjaldan komið inn. Staðurinn er kósý en bara asnalega nálægt höfuðborginni. Minning um tíma þegar það þótti ekkert óvenjulegt að eiga sumarbústað við Rauðavatn. Krakkarnir mínir eru í Skíðaskólanum í Bláfjöllum og ég krosslegg fingur að þau séu að skemmta sér. Ég á nefnilega draum um að eignast fjölskyldusport, sameiginlegt áhugamál með báðum börnum. Saman í fjöllunum á skíðum eða bretti hljómar mjög vel. Sjálfur smitaðist ég ekki af skíðabrekkunum fyrr en á þrítugsaldri þrátt fyrir nokkrar tilraunir foreldra minna til að koma mér í fjöllin. Þar vantaði líklega helst að þau höfðu lítinn áhuga á að vera sjálf í brekkunum. Dagurinn þegar ég fór líklega um tíu ára gamall með öllu vanari systur minni á skíði, kunni lítið sem ekkert, og hún dró mig í svokallaða Borgarlyftu í Bláfjöllum sat í mér. Þegar upp var komið sagði hún: „Svo ferðu bara í svigi niður“. Ég komst aldrei í svig. Ég braut allar reglur og brunaði niður, í því sem mér fannst hljóta að vera brattasta brekka norðan alpafjalla, og endaði við bílastæðið. Ég fór upp í bíl og beið þess að mamma og pabbi kláruðu göngutúrinn sinn. Svo fór ég heim.Sumum finnst gaman að klæða sig upp þegar þeir skella sér á skíði. Búlgarar fjölmenntu í brekkurnar í Pamporovo þann 3. mars í tilefni þjóðhátíðardagsins.Sukru KucuksahinParadísin Whistler Fimmtán árum síðar er ég í háskólanámi í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Fjölskyldan er á leiðinni í heimsókn, þar með talin systir mín og frændfólk frá Skotlandi. Skíðafólk. Skíðaparadísin Whistler í Kanada er á næsta leiti og því ekkert annað í stöðunni fyrir gestgjafann að skipuleggja ferð þangað. Þótt ég sé vonlaus á skíðum er ég ágætur í að skipuleggja skemmtilegar ferðir. Þessi var ein þeirra. Ég fékk vin til að kenna mér undirstöðuatriðin á snjóbretti á skíðasvæði nærri Seattle svo ég gæti dundað mér á bretti í Whistler. Svo ég gæti verið þátttakandi í öðru en partýjunum á kvöldin, þar sem ég er yfirleitt fyrirliði, já eða varafyrirliði ef þeim mun meira partýljón mætir á svæðið. Ferðin var auðvitað frábær þótt ég hafi ekki náð miklum tökum á brettinu. Á þessum tíma voru barneignir fjarlægur draumur, eða kannski ekki draumur. Ég minnist þess ekki að hafa dreymt barneignir þótt það hafi verið á listanum. Ótrúlegt en satt var ég þó kominn með kærustu sem ákvað að flytja með mér til Íslands. Einn af fyrstu áfangastöðunum var partýferð vestur á firði í góðum hópi á Aldrei fór ég suður. Á sama tíma fer fram Skíðavika þeirra Ísfirðinga og því borðleggjandi að hafa snjóbretti með.Vant skíða- og brettafólk veit fátt skemmtilegra en að smeygja sér á milli trjánna í púðursnjó. Þótt trén séu á sínum stað er færið afar misjafnt milli daga og fer sömuleiðis eftir tíma dags.Barbara GoioHelv... toglyftur Við bjuggum reyndar ekki svo vel að eiga búnað en hávaxinn nágranni átti skó og bretti til að lána mér. Skórnir reyndar of litlir en ég náði að troða mér í þá. „Þetta reddast,“ var niðurstaðan eins og venjulega. En það reddaðist reyndar ekki. Í brekkunni, líklega á páskalaugardeginum, stóð ég með enskumælandi kærustunni í lengstu röð sem ég hef séð. Á leið í toglyftu til að komast upp í aðra toglyftu. Nema hvað að ég hafði aldrei farið í toglyftu á snjóbretti. Í Whistler þurfti maður aðeins að huga að því að komast niður. Á leiðinni upp var kláfur til staðar eða þá stólalyfta. Þarna blasti allt í einu við toglyfta og ég var byrjaður að svitna. Stundum veit maður bara að eitthvað er dæmt til að klikka. Í alltof þröngum skóm, óviss hvort ég ætti að vera með fæturna fasta eða annan lausan, vitandi að þegar ég stend á brettinu er ég þvert á togstefnuna. Loks kemur að okkur. Kærastan, öllu liprari og fimari en ég á allan hugsanlega hátt, grípur diskinn og fer upp. Ég gríp í disk, missi hann. Heyri andköfin í hundrað manns fyrir aftan í röðinni. Hvað er þessi auli að gera þarna. Gríp næsta disk, næ honum í klofið en næ ekki að snúa brettinu í tíma og hendist að lokum með tilþrifum í jörðina og diskurinn fer sína leið. „Hvað ertu að gera þarna á jörðinni, komdu þér frá,“ segir lyftuvörðurinn eldri en tvævetur og reynir að gera mér ljóst að ég eigi ekki að liggja í snjónum. „Nú, átti ég að fara upp með lyftunni?“ hugsa ég en legg ekki í að segja. Kona fyrir aftan mig í röðinni heyrir pirraðan lyftuvörðinn skamma mig og grípur inn í: „Ég held hann tali ekki íslensku þessi...“Frá vinstri: Hans Steinar Bjarnason, Erla Björg Gunnarsdóttir ásamt undirrituðum að lokinni keppni í stórsvigi. Ekki það sem framtíðin bar í skauti sér þar sem undirritaður lá í snjónum við barnabrekkuna í Tungudal og virtist ekki tala íslensku.VísirBallið búið eftir eina ferð Konan hafði greinilega heyrt okkur parið tala ensku í röðinni og ályktaði, eðlilega, að þessi ágæti hávaxni maður sem réð ekki við þægilegustu útgáfu af toglyftu hefði aldrei áður snjó séð. Einhvers konar fylgifiskur ferðamannastraumsins sem var handan við hornið. Þeir koma með pening inn í landið en fyrir vikið þurfum við að bíða aðeins lengur í skíðalyftunum. Jæja, svona er þetta. Ég bað lyftuvörðinn um annað tækifæri, hafði lítinn áhuga á að fara aftast í röðina þrátt fyrir klaufagang, og komst að endingu upp brekkuna. En bara til að komast að því að skórnir voru svo þröngir að ég gat hvorki lyft tám né hælum, sem er forsenda þess að geta stýrt sér á snjóbretti. Ferðin varð því aðeins ein þennan ágæta laugardag og farið aftur heim í hús. Áhugi á frekari snjóbrettaævintýrum lítill, mjög lítill reyndar.Viðar Guðjónsson, annar af fulltrúum Íslands á Spáni 2015, fagnar því að hafa komist í mark í stórsvigskeppninni. Hann slapp við seinasta sætið sem kom í hlut landa hans á snjóbrettinu.VísirYes man Spólum áfram sex ár eða svo. Partý-Hans Steinar Bjarnason, fjölmiðlamaður með meiru, bendir kollegum sínum í stéttinni á tilvist alþjóðlegra skíðasamtaka blaðamanna sem hittast árlega og fara á skíði. Á sex árum er ég búinn að gifta mig, eignast tvö börn og skilja. Það tók reyndar bara fjögur ár, býður einhver betur? Allt í einu er ég frjáls eins og fuglinn, aðra hverja viku, og framundan árlegur skíðahittingur blaðamanna á Spáni. Spáni! Í seinni tíð hef ég haft það fyrir reglu að segja ekki nei þegar eitthvað býðst mér, að frátöldu kannski MDMA-boði á Secret Solstice. Ég átti ónýtta frídaga, góðan vin sem er alltaf hægt að draga í einhverja vitleysu og til í hvað sem er. Úr varð að við vinirnir, íslensku blaðamennirnir, skelltum okkur í paradísina Baqueira Beirat í „spænsku ölpunum“ eins og ég kalla þá. Paradís á Norður-Spáni þar sem sólin skein og hátt í tvö hundruð blaðamenn af 30-40 þjóðernum hittust. Meðalaldurinn vissulega í hærri kantinum en allir voru spenntir fyrir þessum „ungu“ strákum frá Íslandi. Þeir hlytu að vera kempur, líklegir til að vinna til verðlauna. Vinna til verðlauna? Jú, því þessi samtök eru ekkert djók. Keppt er í stórsvigi og á gönguskíðum, sem ég hafði þarna aðeins einu sinni prófað og vinur minn aldrei. „We will give it our best but you should know that Iceland is not a big skiing nation“ var lína sem margir fengu að heyra. Sumum er reyndar alveg sama um keppnina þannig séð, finnst gaman að fá tækifæri til að keppa í alvöru keppnisbraut, en svo eru aðrar þjóðir sem eru all-in. Ítalarnir eru ekki aðeins bestir á skíðum heldur báru þeir af á lokakvöldi blaðamanna í Pamporov þetta árið í rómverskum búningum sínum.Barcin YinancForza Italia Ítalir, Slóvenar og Tékkar raka til sín flestum verðlaunum. Við rákum okkur á þá staðreynd að næturlagi, þegar við vorum búin að syngja svona 30 lög á píanóbarnum og renna nokkrum ljúfum niður, að Ítalarnir höfðu fengið lyklana að skíðaleigunni lánaða og voru að vaxa skíðin. Við þurftum að bregða okkur afsíðis til að hlæja, blanda kvíða yfir keppninni framundan og þeim aðstæðum sem við værum komnir í. Raunar hlógum við svo mikið að við lögðumst í gólfið í eins konar hláturskrampakasti. Þegar við sáum Ítalana í keppnisgöllunum daginn eftir var ljóst í hvað stefndi. Enda fór svo að við klöppuðum fyrir hverjum Ítalanum á fætur öðrum þegar verðlaunaafhendingin fór fram. Sjálfir rákum við lestina, vorum í það minnsta í aftasta vagninum, en fengum hrós fyrir viðleitni. En það sem gerðist þessa fimm daga í spænsku fjöllunum var að ég kynntist því hvað það var gaman að renna sér niður brekkurnar. Laus við toglyftur og búinn að bæta mig töluvert renndi ég mér í hópi góðs fólks, bar á mig sólarvörn og leyfði mér bjór í hvert mál. Ég smitaðist.Aðstæður í Pamporovo voru vægast sagt glæsilegar. Búlgarskur matur reyndist óvænt nokkuð góður og voru þeir hinir vinalegustu gestgjafar.Sivan RavivÍsdrottningin vel þekkt í Búlgaríu Frá árinu 2014 hafa átta íslenskir blaðamenn átt stefnumót við aðra blaðamenn erlendis, og fleiri eru velkomnir í hópinn. Síðan á Spáni 2015, þegar ég fór fyrst, hef ég hitt kollegana í Sestriere á Ítalíu, ekið með þeim um Belgíu í sumarhittingi og loks sótt Búlgaríu heim í fyrsta skipti, nú í febrúar, þar sem er að finna hið glæsilega skíðasvæði Pamporovo. Þetta er eiginlega ótrúlegt. Eru fjallalausir Danir þeir einu sem standa verr en Íslendingar þegar kemur að skíðasvæðum? Við hefðum betur heitið Grænland. Ekki að ég vilji taka neitt af því harðduglega fólki sem heldur úti sætum íslenskum skíðasvæðum en veður og vindar eru ekki beint að hjálpa okkur. Í Búlgaríu vorum við fjögur frá Íslandi, skoðuðum hina fallegu og sögufrægu borg Sofíu, sáum menningarminjar í borginni Plovdiv, komumst að því að Ásdís Rán er bara nokkuð þekkt þar í landi ef marka má svör leigubílstjóra og barþjóna, hittum bæjarstjóra og annað hefðarfólk, kynntumst því hvernig Salomon skíði eru framleidd, hlustuðum á búlgarskan fjallgöngukappa sem á að baki fjölmarga átta þúsund metra tinda í Himalayjafjöllunum og deildum reynslusögum úr heimi blaðamennsku, þar sem hver hefur sína sögu að segja enda aðstæður víða afar ólíkar. Blaðamenn á Íslandi og Danmörku njóta allt annars svigrúms til vinnu sinnar en kollegar þeirra í Rússlandi og Tyrklandi svo dæmi sé nefnt. Orðin himinn og haf eiga þar vel við.Þessir búlgörsku sleðahundar höfðu það náðugt og féllu einkar vel inn í umhverfið.Myriam FimbryÆvintýri í austurátt Kosturinn við Búlgaríu, fram yfir Austurríki, Ítalíu og Sviss, er að sjálfsögðu verðlagið. Í Pamporovo kostar bjórinn 300 kall, tíu mínútna leigubíll 600 kall, máltíðin í fjallinu er á þúsundkall og gisting fyrir fjögurra manna fjölskyldu á hóteli í viku á 50 þúsund kall, með morgunverði. Leiga á búnaði í viku kostaði tíu þúsund kall. Eftir því sem ég kemst næst eru aðstæður og verðlag ekki síðra í nágrannalöndunum. Rúmeníu, Serbíu og Georgíu, hinum megin við Svartahaf. Beint flug er ekki möguleiki en fyrir ævintýrafólk, sem vill kynnast öðru en Ölpunum, þá mæli ég með.Upprennandi skíðakappar á sínum fyrsta degi. Hver veit hvaða ævintýri bíða í brekkunum og skálanum síðar meir.Vísir/Kolbeinn TumiBúa til minningar með börnunum Og viti menn. Í Búlgaríu gat ég rennt mér með snjóbrettagenginu allan daginn, látið reyna á færni utan brautar og tekið minniháttarstökk. Og þau þurftu ekkert að bíða það lengi eftir mér. Ég átti ekki lakasta tímann í stórsviginu og varð á meðal fremstu manna í skíðagöngunni. Allt á uppleið! Þetta er þvílíkt gaman, og ef ég get búið til minningar með börnunum í fjöllunum, hvort sem er í Bláfjöllum, Hlíðarfjalli eða Búlgaríu, þá er markmiðinu náð. Smyrja nesti, syngja saman á leiðinni á áfangastað, fylgjast með framförum hvers annars í brekkunum og sötra heitt súkkulaði saman á eftir. Í huga mér geta stundirnar líklega ekki gerst betri. En hvort sá draumur verði að veruleika verður að koma í ljós. Ég afla mér í það minnsta engra vinsælda ef ég verð of seinn að sækja þau í Skíðaskólann. Vá hvað ég vona að þau hafi skemmt sér vel, bíði spennt og heimti að fá að sýna mér hvað þau séu orðin flink. Þá fer að styttast í stólalyftuna og eftir það ættu reglulegar sætaferðir úr Vesturbæ Reykjavíkur í Bláfjöll eftir skóla og um helgar að geta orðið að veruleika.
Ferðalög Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira