Í vikunni barst mér bréf Guðmundur Steingrímsson skrifar 17. mars 2018 11:00 Í vikunni bárust mér eins og öðrum Íslendingum sem eru fæddir árið 1972 boð frá yfirvöldum um að koma í samræmd próf í lok þessa mánaðar. Auðvitað hef ég búist við þessu bréfi. Þetta er fastur liður í samfélaginu. Allir þurfa að taka þessi próf með reglulegu millibili. Nú er ekkert annað að gera en að setjast niður og opna bækurnar. Kaupa fullt af nammi og læra fram á nótt. Prófað verður í íslensku, ensku og stærðfræði. Það er svolítið óljóst af hverju þessi próf eru lögð fyrir fólk. Það hefur í sjálfu sér ekkert verið rætt. Fólk bara tekur þau. Ég er svolítið kvíðinn. Sumir segja að niðurstaðan hafi áhrif á það hvernig manni gengur í lífinu. Ef maður stendur sig vel getur maður búist við því að fá hærri laun. Ef maður stendur sig ekki vel, þá er dregið af manni í launum. Ef maður fellur getur maður gleymt þessu. Aðrir segja að þetta skipti engu máli.Hinn fullkomni fáránleiki Þetta er að sjálfsögðu uppspuni. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvað væri fáránlegt í þessu dæmi. Til að mynda þetta: Ég vona að sem flestir sjái hversu asnalegt það væri að leggja svona mælikvarða á hæfileika fólks, með tilheyrandi brölti og tilkostnaði. Einstaklingur með slaka málvitund, sem les lítið og er illa skrifandi, getur verið mesti snillingur sem landið á í hugbúnaðargerð. Manneskja sem ekki getur diffrað (flestir) getur verið landsins besti bakari. Einhver sem ekki kann fullkomna ensku er mögulega okkar mesta aflakló á sjó. Samræmdur mælikvarði á getu fólks í fjölbreyttu, lifandi samfélagi er fullkomlega – og ég segi það aftur – fullkomlega fáránleg hugmynd. Hún er absúrd.En gerum þetta samt við börnin Einhvern tímann í sólkerfi langt, langt í burtu ákvað einhver, einhvern tímann, að það væri samt svolítið snjallt að gera svona við börnin okkar. „Dembum á börnin svona samræmdu dóti,“ sagði Zorglub á plánetunni Ráðuneyti. „Látum þau fá kvíðakast og enginn veit almennilega til hvers! Múhahaha!“ Í alvöru. Hver ákvað þetta? Hvenær? Hver var pælingin? Aftur hið augljósa: Allir vita hvað börn og unglingar eru mismunandi. Hæfileikar þeirra, rétt eins og í tilviki fullorðinna, liggja á alls konar ólíkum sviðum. Kennarar eru með börnunum okkar hálfan daginn nánast allan ársins hring í meira en áratug. Ég myndi segja að við ættum að líta svo á að hlutverk kennaranna sé einmitt þetta: Að hjálpa börnunum okkar á mótunarskeiði lífsins að finna hæfileika sína og rækta þá. Ef skólakerfið gerir þetta ekki, þá ættum við að sleppa því að hafa skólakerfi.Enginn pípari án Laxness Samræmd próf hafa engu við þetta göfuga markmið að bæta. Og hin samræmda meinloka um samræmda þekkingu er allt um lykjandi. Eitthvað það dapurlegasta sem maður sér í nútímasamfélagi er ung manneskja sem ekki fær að mennta sig í því sem hún hefur áhuga á vegna þess að hún hefur ekki ennþá lesið bók eftir Laxness og tekið íslenskupróf í henni. Það er engin tilviljun að ég nefni þetta dæmi, sem er raunverulegt. Það situr í mér. Djókið er allt á kostnað unga fólksins. Allir vita að Laxness skeytti engu um próf og skrifaði sérviskulega íslensku. Hann fékk samt Nóbelsverðlaunin. Hið magnaða er að einhverri stofnun hefur tekist að gera bækur eftir Laxness að hindrun, þegar þær ættu einmitt frekar að vera fyrirmynd og löngu tímabær áminning um þetta: Hættum að trolla únga fólkið. Hjálpum því heldur að blómstra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust mér eins og öðrum Íslendingum sem eru fæddir árið 1972 boð frá yfirvöldum um að koma í samræmd próf í lok þessa mánaðar. Auðvitað hef ég búist við þessu bréfi. Þetta er fastur liður í samfélaginu. Allir þurfa að taka þessi próf með reglulegu millibili. Nú er ekkert annað að gera en að setjast niður og opna bækurnar. Kaupa fullt af nammi og læra fram á nótt. Prófað verður í íslensku, ensku og stærðfræði. Það er svolítið óljóst af hverju þessi próf eru lögð fyrir fólk. Það hefur í sjálfu sér ekkert verið rætt. Fólk bara tekur þau. Ég er svolítið kvíðinn. Sumir segja að niðurstaðan hafi áhrif á það hvernig manni gengur í lífinu. Ef maður stendur sig vel getur maður búist við því að fá hærri laun. Ef maður stendur sig ekki vel, þá er dregið af manni í launum. Ef maður fellur getur maður gleymt þessu. Aðrir segja að þetta skipti engu máli.Hinn fullkomni fáránleiki Þetta er að sjálfsögðu uppspuni. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvað væri fáránlegt í þessu dæmi. Til að mynda þetta: Ég vona að sem flestir sjái hversu asnalegt það væri að leggja svona mælikvarða á hæfileika fólks, með tilheyrandi brölti og tilkostnaði. Einstaklingur með slaka málvitund, sem les lítið og er illa skrifandi, getur verið mesti snillingur sem landið á í hugbúnaðargerð. Manneskja sem ekki getur diffrað (flestir) getur verið landsins besti bakari. Einhver sem ekki kann fullkomna ensku er mögulega okkar mesta aflakló á sjó. Samræmdur mælikvarði á getu fólks í fjölbreyttu, lifandi samfélagi er fullkomlega – og ég segi það aftur – fullkomlega fáránleg hugmynd. Hún er absúrd.En gerum þetta samt við börnin Einhvern tímann í sólkerfi langt, langt í burtu ákvað einhver, einhvern tímann, að það væri samt svolítið snjallt að gera svona við börnin okkar. „Dembum á börnin svona samræmdu dóti,“ sagði Zorglub á plánetunni Ráðuneyti. „Látum þau fá kvíðakast og enginn veit almennilega til hvers! Múhahaha!“ Í alvöru. Hver ákvað þetta? Hvenær? Hver var pælingin? Aftur hið augljósa: Allir vita hvað börn og unglingar eru mismunandi. Hæfileikar þeirra, rétt eins og í tilviki fullorðinna, liggja á alls konar ólíkum sviðum. Kennarar eru með börnunum okkar hálfan daginn nánast allan ársins hring í meira en áratug. Ég myndi segja að við ættum að líta svo á að hlutverk kennaranna sé einmitt þetta: Að hjálpa börnunum okkar á mótunarskeiði lífsins að finna hæfileika sína og rækta þá. Ef skólakerfið gerir þetta ekki, þá ættum við að sleppa því að hafa skólakerfi.Enginn pípari án Laxness Samræmd próf hafa engu við þetta göfuga markmið að bæta. Og hin samræmda meinloka um samræmda þekkingu er allt um lykjandi. Eitthvað það dapurlegasta sem maður sér í nútímasamfélagi er ung manneskja sem ekki fær að mennta sig í því sem hún hefur áhuga á vegna þess að hún hefur ekki ennþá lesið bók eftir Laxness og tekið íslenskupróf í henni. Það er engin tilviljun að ég nefni þetta dæmi, sem er raunverulegt. Það situr í mér. Djókið er allt á kostnað unga fólksins. Allir vita að Laxness skeytti engu um próf og skrifaði sérviskulega íslensku. Hann fékk samt Nóbelsverðlaunin. Hið magnaða er að einhverri stofnun hefur tekist að gera bækur eftir Laxness að hindrun, þegar þær ættu einmitt frekar að vera fyrirmynd og löngu tímabær áminning um þetta: Hættum að trolla únga fólkið. Hjálpum því heldur að blómstra.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun