Vonsviknir kennarar búast við að nýr samningur verði felldur Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. mars 2018 07:15 Grunnskólakennarar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning um þessar mundir. Vísir/AntonBrink Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins telja sennilegt að kjarasamningurinn verði felldur. Nýr samningur var undirritaður 13. mars síðastliðinn og gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. Samið er um þriggja prósenta hækkun launa á því tímabili. „Þetta eru algjör vonbrigði, algjör vonbrigði. Ég skil ekki að menn skuli leggja þetta fyrir stéttina,“ segir Hermann Valsson, kennari í Austurbæjarskóla. Hann býst við því að samningurinn verði felldur. Ríkharður Sverrisson segir að samningurinn hugnist sér ekki. „Það er ekki minnst einu orði á það varðandi jöfnun lífeyrisréttinda, hvernig launin okkar ættu að jafnast út á móti,“ segir hann. Það sé líka sérstakt að Félag grunnskólakennara semji fyrir ófaglærða leiðbeinendur í skólanum. „Mér finnst kjarasamningurinn festa það enn betur í sessi að það sé einhver sátt um að það sé til eitthvert starf sem heitir leiðbeinandi. En grunnskólakennari er verndað starfsheiti. Ég held að þetta sé eina starfsgreinin í landinu þar sem er hægt að veita hverjum sem er undanþágu.“ Ríkharður segir þó að það séu góðir punktar í samningnum líka. Til dæmis að vinnumatið hafi verið fellt út. „En ég held að fólki finnist þriggja prósenta hækkun bara vera lágmarkshækkun. Þetta er bara það sem allir eru að fara að fá. Menn hefðu viljað sjá eitthvað meira, sérstaklega miðað við orðræðuna sem hefur verið undanfarið,“ segir Ríkharður og vísar þar í orð menntamálaráðherra og ýmissa þingmanna Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu síðast kjarasamning í desember 2016, en í aðdraganda þess höfðu félagsmenn fellt samninga í tvígang. Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn stendur yfir fram til klukkan tvö á miðvikudaginn næstkomandi. Helstu atriði samningsins eru þessi:LaunabreytingarHorfið er frá vinnumatiUndirbúningur hverrar kennslustundar er aukinnTími til annarra faglegra starfa er minnkaðurNýr menntunarkafliGreitt er fyrir sértæk verkefni Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins telja sennilegt að kjarasamningurinn verði felldur. Nýr samningur var undirritaður 13. mars síðastliðinn og gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. Samið er um þriggja prósenta hækkun launa á því tímabili. „Þetta eru algjör vonbrigði, algjör vonbrigði. Ég skil ekki að menn skuli leggja þetta fyrir stéttina,“ segir Hermann Valsson, kennari í Austurbæjarskóla. Hann býst við því að samningurinn verði felldur. Ríkharður Sverrisson segir að samningurinn hugnist sér ekki. „Það er ekki minnst einu orði á það varðandi jöfnun lífeyrisréttinda, hvernig launin okkar ættu að jafnast út á móti,“ segir hann. Það sé líka sérstakt að Félag grunnskólakennara semji fyrir ófaglærða leiðbeinendur í skólanum. „Mér finnst kjarasamningurinn festa það enn betur í sessi að það sé einhver sátt um að það sé til eitthvert starf sem heitir leiðbeinandi. En grunnskólakennari er verndað starfsheiti. Ég held að þetta sé eina starfsgreinin í landinu þar sem er hægt að veita hverjum sem er undanþágu.“ Ríkharður segir þó að það séu góðir punktar í samningnum líka. Til dæmis að vinnumatið hafi verið fellt út. „En ég held að fólki finnist þriggja prósenta hækkun bara vera lágmarkshækkun. Þetta er bara það sem allir eru að fara að fá. Menn hefðu viljað sjá eitthvað meira, sérstaklega miðað við orðræðuna sem hefur verið undanfarið,“ segir Ríkharður og vísar þar í orð menntamálaráðherra og ýmissa þingmanna Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu síðast kjarasamning í desember 2016, en í aðdraganda þess höfðu félagsmenn fellt samninga í tvígang. Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn stendur yfir fram til klukkan tvö á miðvikudaginn næstkomandi. Helstu atriði samningsins eru þessi:LaunabreytingarHorfið er frá vinnumatiUndirbúningur hverrar kennslustundar er aukinnTími til annarra faglegra starfa er minnkaðurNýr menntunarkafliGreitt er fyrir sértæk verkefni
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira