„Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 22:55 Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til tíu mánaða fangelsisvistar vegna fíkniefnabrots í Vestmannaeyjum á verslunarmannahelginni árið 2016. Sjö af þessum tíu mánuðum eru bundir skilorði. Lögreglumenn komu auga á manninn ásamt bróður hans við almennt fíkniefnaeftirlit á Vestmannabraut við Hótel Vestmannaeyjar föstudaginn 29. júlí árið 2016. Vaknaði grunur hjá lögreglumönnum að bræðurnir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu þar sem fát hefði komið á þá þegar þeir urðu lögreglu varir. Bróðirinn sem hlaut dóm í þessu máli viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga tösku sem innihélt tæp 60 grömm af amfetamíni, 136 grömm af kókaíni og 181 MDMA töflu.Óttaðist viðtakendur efnanna Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði komið með þessi efni til Vestmannaeyja gegn greiðslu. Sagði maðurinn það hafa verið heimsku af sinni hálfu. Hann sagðist hafa átt að fá á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Þegar hann var spurður í skýrslutöku fyrir hverja hann hefði flutt efnin til Vestmannaeyja sagðist hann ekki geta gert það af ótta við hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Sagði hann marga menn eiga efnin, ýmist íslenska eða erlenda. Hann sagði í frumskýrslu að ekki kæmi til greina að upplýsa hver væri móttakandi efnanna með orðunum: „Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það.“Vildi hlífa sér og móður sinni við barsmíðum Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa skuldað þessum mönnum peninga og verið hræddur um heilsu sína vegna þessa. Hann sagðist einnig óttast að þessir menn myndu gera fjölskyldu hans mein. Hann vildi ekki upplýsa fyrir dómi hverjir þessir menn voru af ótta við þá. Sagðist hann hafa vonast til að þessir menn myndu fella niður hluta af skuld hans fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Hann sagðist ekki vita hvort að efnin hafi verið ætluð til sölu, en alveg eins gæti verið að mennirnir ætluðu að nota þetta sjálfir við skemmtanir á Þjóðhátíð. Hann sagði aðal hvata sinn við að flytja þessi efni til Vestmannaeyja hafa verið að hann og móðir hans yrðu ekki fyrir barsmíðum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Sagðist hann áður hafa orðið fyrir barðinu á þessum mönnum og reynt að leggja fram kæru, en það hafi ekki gengið vel. Héraðsdómur Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa haft umrædd fíkniefni í fórum sínum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var ekki talinn skipuleggjandi eða frumkvöðull að brotum þessum. Einnig var litið lítils magns og styrkleika efnanna. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til tíu mánaða fangelsisvistar vegna fíkniefnabrots í Vestmannaeyjum á verslunarmannahelginni árið 2016. Sjö af þessum tíu mánuðum eru bundir skilorði. Lögreglumenn komu auga á manninn ásamt bróður hans við almennt fíkniefnaeftirlit á Vestmannabraut við Hótel Vestmannaeyjar föstudaginn 29. júlí árið 2016. Vaknaði grunur hjá lögreglumönnum að bræðurnir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu þar sem fát hefði komið á þá þegar þeir urðu lögreglu varir. Bróðirinn sem hlaut dóm í þessu máli viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga tösku sem innihélt tæp 60 grömm af amfetamíni, 136 grömm af kókaíni og 181 MDMA töflu.Óttaðist viðtakendur efnanna Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði komið með þessi efni til Vestmannaeyja gegn greiðslu. Sagði maðurinn það hafa verið heimsku af sinni hálfu. Hann sagðist hafa átt að fá á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Þegar hann var spurður í skýrslutöku fyrir hverja hann hefði flutt efnin til Vestmannaeyja sagðist hann ekki geta gert það af ótta við hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Sagði hann marga menn eiga efnin, ýmist íslenska eða erlenda. Hann sagði í frumskýrslu að ekki kæmi til greina að upplýsa hver væri móttakandi efnanna með orðunum: „Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það.“Vildi hlífa sér og móður sinni við barsmíðum Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa skuldað þessum mönnum peninga og verið hræddur um heilsu sína vegna þessa. Hann sagðist einnig óttast að þessir menn myndu gera fjölskyldu hans mein. Hann vildi ekki upplýsa fyrir dómi hverjir þessir menn voru af ótta við þá. Sagðist hann hafa vonast til að þessir menn myndu fella niður hluta af skuld hans fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Hann sagðist ekki vita hvort að efnin hafi verið ætluð til sölu, en alveg eins gæti verið að mennirnir ætluðu að nota þetta sjálfir við skemmtanir á Þjóðhátíð. Hann sagði aðal hvata sinn við að flytja þessi efni til Vestmannaeyja hafa verið að hann og móðir hans yrðu ekki fyrir barsmíðum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Sagðist hann áður hafa orðið fyrir barðinu á þessum mönnum og reynt að leggja fram kæru, en það hafi ekki gengið vel. Héraðsdómur Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa haft umrædd fíkniefni í fórum sínum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var ekki talinn skipuleggjandi eða frumkvöðull að brotum þessum. Einnig var litið lítils magns og styrkleika efnanna.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira