Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti reynst írska Eurovision-laginu fjötur um fót Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2018 18:06 Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við írska Eurovision-framlagið í ár. Vísir/Skjáskot Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti orðið framlagi Írlands í Eurovision í ár fjötur um fót. Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við lagið en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir í Rússlandi. Ryan O‘Shaughnessy, flytjandi lagsins sem ber titilinn Together, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum að Rússar hefðu hótað því að sýna ekki frá Eurovision-keppninni í ár vegna myndbandsins. O‘Shaughnessy sagði að þarna væri um að ræða áróður gegn samkynhneigðum. Söngvarinn, sem auk þess er einn höfunda lagsins, virðist þó hvergi banginn og bætti við að honum þætti meint afstaða Rússa í málinu „sprenghlægileg.“The Russians are now threatening a broadcasting ban because of my video for 'Together'. Anti-gay propaganda regime at its finest! Hilarious if you ask me.. #IDareYou https://t.co/6j1ECrdLBi— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 12, 2018 From Russia with Love pic.twitter.com/MAdN5qmkBe— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 14, 2018 Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru enn miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir „samkynhneigð,“ eins og það er orðað í sérstökum lagabálk um málið, átt yfir höfði sér háar sektir. Þá er þó vert að nefna að ekki er víst hvort samkynhneigð verði sýnileg í atriði O‘Shaughnessy, sem stígur á stokk á fyrra undankvöldi keppninnar í maí. Rússar eru hins vegar á seinna undankvöldinu. Í frétt vefmiðilsins Metro segir enn fremur að Rússar yrðu látnir sæta refsingu ef þeir neituðu að sýna frá keppninni vegna írska framlagsins.Myndbandið við írska Eurovision-lagið Together má sjá hér að neðan. Eurovision Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti orðið framlagi Írlands í Eurovision í ár fjötur um fót. Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við lagið en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir í Rússlandi. Ryan O‘Shaughnessy, flytjandi lagsins sem ber titilinn Together, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum að Rússar hefðu hótað því að sýna ekki frá Eurovision-keppninni í ár vegna myndbandsins. O‘Shaughnessy sagði að þarna væri um að ræða áróður gegn samkynhneigðum. Söngvarinn, sem auk þess er einn höfunda lagsins, virðist þó hvergi banginn og bætti við að honum þætti meint afstaða Rússa í málinu „sprenghlægileg.“The Russians are now threatening a broadcasting ban because of my video for 'Together'. Anti-gay propaganda regime at its finest! Hilarious if you ask me.. #IDareYou https://t.co/6j1ECrdLBi— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 12, 2018 From Russia with Love pic.twitter.com/MAdN5qmkBe— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 14, 2018 Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru enn miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir „samkynhneigð,“ eins og það er orðað í sérstökum lagabálk um málið, átt yfir höfði sér háar sektir. Þá er þó vert að nefna að ekki er víst hvort samkynhneigð verði sýnileg í atriði O‘Shaughnessy, sem stígur á stokk á fyrra undankvöldi keppninnar í maí. Rússar eru hins vegar á seinna undankvöldinu. Í frétt vefmiðilsins Metro segir enn fremur að Rússar yrðu látnir sæta refsingu ef þeir neituðu að sýna frá keppninni vegna írska framlagsins.Myndbandið við írska Eurovision-lagið Together má sjá hér að neðan.
Eurovision Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira