560 dagar síðan að Kolbeinn var síðast í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2018 14:45 Kolbeinn Sigþórsson fagnar sigurmarki sínu á móti Englandi á EM 2016. Vísir/EPA Kolbeinn Sigþórsson var í dag valinn aftur í íslenska landsliðið í fótbolta en þessa dagana eru liðnir tæpir nítján mánuðir síðan að einn mesti markaskorari landsliðsins frá upphafi var síðast valinn í landsliðshóp. 2. september 2016 er sögulegri dagur en margur heldur. Þennan dag var íslenska fótboltlandsliðið statt í Frankfurt í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn sinn í undankeppni HM 2018. Þennan dag kom frétt inn á heimasíðu KSÍ þar sem var sagt frá því að framherjinn Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki með íslenska landsliðinu í leiknum á móti Úkraínu sem fór fram í Kiev 5. september 2016. Kolbeinn hafði verið allt í öllu í nýloknu EM-ævintýri íslenska landsliðsins í Frakklandi og skoraði í tveimur síðustu leikjum sínum þar af sigurmarkið á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Kolbeinn hefur alls skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og vantar fjögur mörk í að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen sem skoraði 26 mörk í 88 landsleikjum fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hafði valið Kolbein í hópinn fyrir Úkraínuleikinn í september 2016 og hann hafði verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og lækni landsliðsins í Frankfurt, þar sem liðið var við æfingar. „Nú hefur verið ákveðið að tefla Kolbeini ekki fram í leiknum á mánudag. Ákvörðunin er tekin í fullu samráði leikmannsins sjálfs, þjálfara íslenska liðsins og sjúkrateymis. Kolbeinn heldur nú til Tyrklands þar sem hann fer í frekari skoðun og meðferð hjá læknateymi Galatasaray,“ sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Kolbeinn missti ekki aðeins af þessum leik á móti Úkraínu í september 2016 heldur öllum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni. Í dag rann svo loksins upp dagurinn þegar Kolbeinn var aftur valinn í íslenska landsliðið. Hann er í hóp Heimis Hallgrímssonar sem er á leiðinni til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson var í dag valinn aftur í íslenska landsliðið í fótbolta en þessa dagana eru liðnir tæpir nítján mánuðir síðan að einn mesti markaskorari landsliðsins frá upphafi var síðast valinn í landsliðshóp. 2. september 2016 er sögulegri dagur en margur heldur. Þennan dag var íslenska fótboltlandsliðið statt í Frankfurt í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn sinn í undankeppni HM 2018. Þennan dag kom frétt inn á heimasíðu KSÍ þar sem var sagt frá því að framherjinn Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki með íslenska landsliðinu í leiknum á móti Úkraínu sem fór fram í Kiev 5. september 2016. Kolbeinn hafði verið allt í öllu í nýloknu EM-ævintýri íslenska landsliðsins í Frakklandi og skoraði í tveimur síðustu leikjum sínum þar af sigurmarkið á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Kolbeinn hefur alls skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og vantar fjögur mörk í að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen sem skoraði 26 mörk í 88 landsleikjum fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hafði valið Kolbein í hópinn fyrir Úkraínuleikinn í september 2016 og hann hafði verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og lækni landsliðsins í Frankfurt, þar sem liðið var við æfingar. „Nú hefur verið ákveðið að tefla Kolbeini ekki fram í leiknum á mánudag. Ákvörðunin er tekin í fullu samráði leikmannsins sjálfs, þjálfara íslenska liðsins og sjúkrateymis. Kolbeinn heldur nú til Tyrklands þar sem hann fer í frekari skoðun og meðferð hjá læknateymi Galatasaray,“ sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Kolbeinn missti ekki aðeins af þessum leik á móti Úkraínu í september 2016 heldur öllum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni. Í dag rann svo loksins upp dagurinn þegar Kolbeinn var aftur valinn í íslenska landsliðið. Hann er í hóp Heimis Hallgrímssonar sem er á leiðinni til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Sjá meira