Fréttamaður BBC með bók um Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. mars 2018 07:45 Simon Cox fékk málið á heilann eins og margir aðrir. Nichole Rees Komin er út bókin „The Reykjavik Confessions“ eftir breska fréttamanninn Simon Cox, um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þessi mál eru bæði svo flókin og spennandi að mér fannst þau verðskulda dýpri umfjöllun þannig að mig langaði ekki til að leggja frá mér málið,“ segir Simon, sem vann efnismikla umfjöllun um þessi íslensku sakamál sem birtist á vef BBC í maí 2014 og vakti mikla athygli bæði í Bretlandi og hér heima. Simon segir nýtt tilefni hafa komið þegar niðurstaða endurupptökunefndarinnar kom. Þungamiðja bókarinnar snýst um þann tíma sem sakborningarnir sex sátu í einangrun og stöðugar yfirheyrslur stóðu yfir. „Þú myndir lesa bókina, vonandi eins og um skáldsögu væri að ræða, en þetta er ekki skáldsaga heldur sönn saga,“ segir Simon og segir hana í sama stíl og bók Trumans Capote, Með köldu blóði (en. In Cold Blood). „Mig langaði að varpa ljósi á þann skrykkjótta feril sem endaði með því að þau voru öll fundin sek,“ segir Simon en tekur fram að eflaust sé efni bókarinnar mörgum Íslendingum kunnugt.„En fyrir lesendur annars staðar í heiminum fannst mér full ástæða til að gefa þessa dýpri innsýn en fyrri umfjöllunin náði að gera.“Bókin er gefin út af BBC Books í samstarfi við Penguin Random House.Sagan er byggð á rannsóknum höfundarins, meðal annars upprunalegum gögnum málsins og öðru efni sem út hefur komið. Mikið af efni er til um sakamálin á íslensku auk dóma sakadóms og Hæstaréttar; bæði rannsóknargögn lögreglunnar og síðari tíma rannsóknaraðila. Þá hefur nokkur fjöldi bóka komið út um málin að ógleymdri nánast stöðugri fjölmiðlaumfjöllun um þau undanfarna áratugi. Það er því úr ýmsu að moða fyrir áhugasama rannsakendur. Símon talar hins vegar ekki íslensku. „Sumt hef ég fengið þýtt og annað lauslega þýtt. Ég hef líka fengið mikla hjálp frá Íslendingum sem legið hafa í rannsóknum á málunum og byggi líka á viðtölum við þá sakborninga sem ég hef fengið aðgang að.“ Simon segist mjög hafa reynt að nálgast rannsóknarlögreglumennina sem rannsökuðu málin á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. „Mig langar svo til að skilja hvað dreif þá áfram í rannsókninni og hvað það var sem leiddi þá að sínum niðurstöðum um sekt sakborninganna, það er ráðgáta sem ég velti mikið fyrir mér,“ segir Simon. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Komin er út bókin „The Reykjavik Confessions“ eftir breska fréttamanninn Simon Cox, um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þessi mál eru bæði svo flókin og spennandi að mér fannst þau verðskulda dýpri umfjöllun þannig að mig langaði ekki til að leggja frá mér málið,“ segir Simon, sem vann efnismikla umfjöllun um þessi íslensku sakamál sem birtist á vef BBC í maí 2014 og vakti mikla athygli bæði í Bretlandi og hér heima. Simon segir nýtt tilefni hafa komið þegar niðurstaða endurupptökunefndarinnar kom. Þungamiðja bókarinnar snýst um þann tíma sem sakborningarnir sex sátu í einangrun og stöðugar yfirheyrslur stóðu yfir. „Þú myndir lesa bókina, vonandi eins og um skáldsögu væri að ræða, en þetta er ekki skáldsaga heldur sönn saga,“ segir Simon og segir hana í sama stíl og bók Trumans Capote, Með köldu blóði (en. In Cold Blood). „Mig langaði að varpa ljósi á þann skrykkjótta feril sem endaði með því að þau voru öll fundin sek,“ segir Simon en tekur fram að eflaust sé efni bókarinnar mörgum Íslendingum kunnugt.„En fyrir lesendur annars staðar í heiminum fannst mér full ástæða til að gefa þessa dýpri innsýn en fyrri umfjöllunin náði að gera.“Bókin er gefin út af BBC Books í samstarfi við Penguin Random House.Sagan er byggð á rannsóknum höfundarins, meðal annars upprunalegum gögnum málsins og öðru efni sem út hefur komið. Mikið af efni er til um sakamálin á íslensku auk dóma sakadóms og Hæstaréttar; bæði rannsóknargögn lögreglunnar og síðari tíma rannsóknaraðila. Þá hefur nokkur fjöldi bóka komið út um málin að ógleymdri nánast stöðugri fjölmiðlaumfjöllun um þau undanfarna áratugi. Það er því úr ýmsu að moða fyrir áhugasama rannsakendur. Símon talar hins vegar ekki íslensku. „Sumt hef ég fengið þýtt og annað lauslega þýtt. Ég hef líka fengið mikla hjálp frá Íslendingum sem legið hafa í rannsóknum á málunum og byggi líka á viðtölum við þá sakborninga sem ég hef fengið aðgang að.“ Simon segist mjög hafa reynt að nálgast rannsóknarlögreglumennina sem rannsökuðu málin á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. „Mig langar svo til að skilja hvað dreif þá áfram í rannsókninni og hvað það var sem leiddi þá að sínum niðurstöðum um sekt sakborninganna, það er ráðgáta sem ég velti mikið fyrir mér,“ segir Simon.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira