Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2018 04:51 Kröfurnar beinast að öllum meðlimum sveitarinnar. VÍSIR/GETTY Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, að kröfu tollstjóra. Um er að ræða kyrrsetningu upp á tæplega 800 milljónir króna sem nær til allra þriggja meðlima sveitarinnar; Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar. Samkvæmt heimildum er ástæðan rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum skattalagabrotum. Krafan var tekin fyrir og birt þremenningunum í desember síðastliðnum. Undir hana falla kyrrsetningar á fasteignum, ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í fyrirtækjum. Hæsta krafan var á hendur söngvara sveitarinnar, Jóni Þór, eða Jónsa líkt og hann er jafnan kallaður, en hún nam 638 milljónum króna. Þar er um að ræða kyrrsetningu á þrettán húseignum, tveimur bifhjólum og tveimur fólksbílum, sem og sex bankareikningum og hlutafé í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Hólm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Allir þrír mótmæltu kyrrsetningunni á grundvelli þess að stór hluti hennar varði einfalda túlkun á tekjuskattslögum. Um hafi verið að ræða handvömm endurskoðanda en ekki ásetning. Ekki hafa fengist upplýsingar um fjárhæð meintra skattaundanskota. Hins vegar má gera ráð fyrir að þau nemi mörg hundruð milljónum króna því lögum samkvæmt er ekki heimilt að kyrrsetja eignir umfram þá fjárhæð sem meint skuld stendur í. Birtist í Fréttablaðinu Skattar Tengdar fréttir Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, að kröfu tollstjóra. Um er að ræða kyrrsetningu upp á tæplega 800 milljónir króna sem nær til allra þriggja meðlima sveitarinnar; Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar. Samkvæmt heimildum er ástæðan rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum skattalagabrotum. Krafan var tekin fyrir og birt þremenningunum í desember síðastliðnum. Undir hana falla kyrrsetningar á fasteignum, ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í fyrirtækjum. Hæsta krafan var á hendur söngvara sveitarinnar, Jóni Þór, eða Jónsa líkt og hann er jafnan kallaður, en hún nam 638 milljónum króna. Þar er um að ræða kyrrsetningu á þrettán húseignum, tveimur bifhjólum og tveimur fólksbílum, sem og sex bankareikningum og hlutafé í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Hólm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Allir þrír mótmæltu kyrrsetningunni á grundvelli þess að stór hluti hennar varði einfalda túlkun á tekjuskattslögum. Um hafi verið að ræða handvömm endurskoðanda en ekki ásetning. Ekki hafa fengist upplýsingar um fjárhæð meintra skattaundanskota. Hins vegar má gera ráð fyrir að þau nemi mörg hundruð milljónum króna því lögum samkvæmt er ekki heimilt að kyrrsetja eignir umfram þá fjárhæð sem meint skuld stendur í.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar Tengdar fréttir Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00