Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2018 23:44 Bill Cosby er gefið að sök að hafa byrlað konu ólyfjan á heimili hans árið 2004. Vísir/Getty Dómari tilkynnti í dag að fimm konur muni bera vitni í réttarhöldum yfir Bill Cosby sem hefjast 2. apríl næstkomandi. Þar á leikarinn yfir höfði sér ásakanir um að hafa brotið kynferðislega á fyrrverandi starfsmanni Temple-háskólans í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna. Sakar konan Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni á heimili Cosby í Philadelphiu árið 2004. Dómarinn sagði að saksóknarar fengju leyfi til að kalla til fimm konur sem vitni við réttarhöldin. Saksóknararnir höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. Á vef Vulture kemur fram að ekki liggi fyrir hvaða konur muni bera vitni.Verjendur Cosby höfðu farið fram á við dómarann að hann myndi vísa málinu frá. Þegar það gekk ekki brugðu verjendurnir á það ráð að mótmæla þeirri beiðni saksóknara að kalla til vitnis aðrar konur sem höfðu sakað Cosby um kynferðisbrot. Báru verjendurnir því við að mál þeirra kvenna væru fyrnd og hefðu því ekkert erindi í þessu máli. Þetta eru önnur réttarhöldin yfir Cosby vegna ásakana um kynferðisbrot gegn konum. Í fyrra var réttað í máli gegn honum sem lauk eftir að kviðdómurinn komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu og var sendur á brott. Fyrirsætan fyrrverandi Janice Dickinson er á meðal þeirra fjölda kvenna sem hafa sakað Cosby um kynferðisbrot. Hún hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Cosby eftir að leikarinn hafði kallað hana lygara.Dickinson sakaði Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni árið 1982. Cosby og lögmenn hans sökuðu hana um lygar eftir að hún hafði stigið fram með þessar ásakanir. Dickinson höfðaði meiðyrðamál gegn Cosby og fór fram á við dómstól í Kaliforníu-ríki að hún mætti leggja fram tilkynningu frá Cosby og lögmönnum hans, þar sem hún var kölluð lygari, máli sínu til sönnunar. Dómurinn féllst á þá beiðni en Cosby áfrýjaði þeirri ákvörðun til hæstaréttar í Kaliforníu-ríki. Hæstirétturinn vísaði áfrýjun Cosby frá í dag og fær því Dickinson að leggja þessi gögn fram. Bill Cosby Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Dómari tilkynnti í dag að fimm konur muni bera vitni í réttarhöldum yfir Bill Cosby sem hefjast 2. apríl næstkomandi. Þar á leikarinn yfir höfði sér ásakanir um að hafa brotið kynferðislega á fyrrverandi starfsmanni Temple-háskólans í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna. Sakar konan Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni á heimili Cosby í Philadelphiu árið 2004. Dómarinn sagði að saksóknarar fengju leyfi til að kalla til fimm konur sem vitni við réttarhöldin. Saksóknararnir höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. Á vef Vulture kemur fram að ekki liggi fyrir hvaða konur muni bera vitni.Verjendur Cosby höfðu farið fram á við dómarann að hann myndi vísa málinu frá. Þegar það gekk ekki brugðu verjendurnir á það ráð að mótmæla þeirri beiðni saksóknara að kalla til vitnis aðrar konur sem höfðu sakað Cosby um kynferðisbrot. Báru verjendurnir því við að mál þeirra kvenna væru fyrnd og hefðu því ekkert erindi í þessu máli. Þetta eru önnur réttarhöldin yfir Cosby vegna ásakana um kynferðisbrot gegn konum. Í fyrra var réttað í máli gegn honum sem lauk eftir að kviðdómurinn komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu og var sendur á brott. Fyrirsætan fyrrverandi Janice Dickinson er á meðal þeirra fjölda kvenna sem hafa sakað Cosby um kynferðisbrot. Hún hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Cosby eftir að leikarinn hafði kallað hana lygara.Dickinson sakaði Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni árið 1982. Cosby og lögmenn hans sökuðu hana um lygar eftir að hún hafði stigið fram með þessar ásakanir. Dickinson höfðaði meiðyrðamál gegn Cosby og fór fram á við dómstól í Kaliforníu-ríki að hún mætti leggja fram tilkynningu frá Cosby og lögmönnum hans, þar sem hún var kölluð lygari, máli sínu til sönnunar. Dómurinn féllst á þá beiðni en Cosby áfrýjaði þeirri ákvörðun til hæstaréttar í Kaliforníu-ríki. Hæstirétturinn vísaði áfrýjun Cosby frá í dag og fær því Dickinson að leggja þessi gögn fram.
Bill Cosby Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira