„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 16:00 Guðni Bergsson, Guðni Th. Jóhannesson og Þorvaldur Ólafsson. Vísir/Rakel Ósk Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. Búningur íslenska fótboltalandsliðsins er hannaður með þarfir og óskir leikmanna að leiðarljósi. Errea og KSÍ hafa lengi verið í samstarfi og ítalska fyrirtækið hefur verið einn helsti stuðningsaðili KSÍ í mörg ár eða allt frá árinu 2002. „Þetta er stund sem margir hafa beðið eftir, enda búningur, eða treyja sem meirihluti þjóðarinnar mun líklega klæðast í sumar. Við erum gríðarlega sátt við útkomuna, enda var tekið tillit til allra okkar þarfa við hönnun treyjunnar og hún er flott,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Ís, vatn eldur og hverir.ErreaGrunnhugmyndin á bakvið hönnunina er vísun í einkenni landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið. Hönnunin var í höndum hins margreynda Filippo Affani, en hann hefur mikla reynslu þegar kemur að útliti og efnisvali íþróttafatnaðar. Affani er líka mikill Íslandsvinur. „Við erum gríðarlega stolt í dag þegar við afhendum fyrstu treyjurnar. Það er ekki einfalt að hanna og framleiða keppnistreyju landsliðs þar sem taka þarf tillit til óska og þarfa þeirra sem verða í henni. Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni og áræðnina þrátt fyrir smæð,“ sagði Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi í fréttatilkynningu KSÍ. „Eftir EM ævintýrið árið 2016 erum við hjá Errea reynslunni ríkari og munum leggja okkur fram um að svara eftirspurn þjóðarinnar og tökum þannig þátt og styðjum strákana,“ sagði Þorvaldur en hér fyrir neðan má sjá erindi hans á blaðamannafundinum í Laugardal fyrr í dag. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. Búningur íslenska fótboltalandsliðsins er hannaður með þarfir og óskir leikmanna að leiðarljósi. Errea og KSÍ hafa lengi verið í samstarfi og ítalska fyrirtækið hefur verið einn helsti stuðningsaðili KSÍ í mörg ár eða allt frá árinu 2002. „Þetta er stund sem margir hafa beðið eftir, enda búningur, eða treyja sem meirihluti þjóðarinnar mun líklega klæðast í sumar. Við erum gríðarlega sátt við útkomuna, enda var tekið tillit til allra okkar þarfa við hönnun treyjunnar og hún er flott,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Ís, vatn eldur og hverir.ErreaGrunnhugmyndin á bakvið hönnunina er vísun í einkenni landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið. Hönnunin var í höndum hins margreynda Filippo Affani, en hann hefur mikla reynslu þegar kemur að útliti og efnisvali íþróttafatnaðar. Affani er líka mikill Íslandsvinur. „Við erum gríðarlega stolt í dag þegar við afhendum fyrstu treyjurnar. Það er ekki einfalt að hanna og framleiða keppnistreyju landsliðs þar sem taka þarf tillit til óska og þarfa þeirra sem verða í henni. Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni og áræðnina þrátt fyrir smæð,“ sagði Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi í fréttatilkynningu KSÍ. „Eftir EM ævintýrið árið 2016 erum við hjá Errea reynslunni ríkari og munum leggja okkur fram um að svara eftirspurn þjóðarinnar og tökum þannig þátt og styðjum strákana,“ sagði Þorvaldur en hér fyrir neðan má sjá erindi hans á blaðamannafundinum í Laugardal fyrr í dag.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30
Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47
HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45
Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45