Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2018 23:57 Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos. Vísir/AFP Stofnandi sprotafyrirtækis í Bandaríkjunum, sem lofaði að gjörbylta blóðprufum, hefur samþykkt að greiða 500 þúsund dollara í sekt fyrir að aflað fyrirtækinu fjár með lygum og blekkingum. Alríkisstofnun sem fer meðal annars með málefni er varða útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa í Bandaríkjunum, The Securities And Exchange Commission, segir stofnanda fyrirtækisins Theranos, Elizabeth Holmes, hafa blekkt fjárfesta með fullyrðingum um fyrirtækið sem voru fjarri sannleikanum. Stofnunin sagði jafnframt að fyrirtækið hefði haldið því ranglega fram að vörur fyrirtækisins væru notaðar af Bandaríkjaher í Afganistan. Söfnuðu 700 milljónum dollara Sagði stofnunin fyrirtækið hafa þannig aflað 700 milljónum dollara, sem nemur tæpum 70 milljörðum íslenskra króna, með blekkingum. Hefur Elizabeth Holmes verið sett af sem stjórnandi fyrirtækisins og sektuð um 500 þúsund dollara, eða því sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Stofnunin sagði í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vestanhafs fyrr í dag að Holmes og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Ramesh Balwani, hafa til margra ára stundað svik og pretti með því að ýkja eða falsa fullyrðingar um velgengni og framgang fyrirtækisins. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið. Árið 2015 var hún á forsíðu tímaritsins Inc. undir fyrirsögninni: Næsti Steve Jobs. pic.twitter.com/JMCKWxltJM— Katie Benner (@ktbenner) March 14, 2018 Greint er ítarlega frá málinu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að Holmes var nítján ára gömul þegar hún stofnaði Theranos árið 2003 með það að markmiði að hanna nýstárlega tækni við blóðprufu. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið.Vísir/Getty Með nokkrum dropum Fyrirtæki hennar hélt því fram að Edison-tækið sem það framleiddi gæti leitt í ljós hvort að fólk væri með krabbamein eða of hátt kólesteról með nokkrum blóðdropum sem fengnir voru með því að stinga nál í fingur. Árið 2015 mat Forbes-tímaritið auðæfi Holmes á 4,5 milljarða dollara, eða því sem nemur um 447 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal sagði hins vegar sama ár að margt benti til að tækin sem fyrirtækið framleiddi væri bæði gallað og ónákvæmt. Árið 2016 hafði Forbes breytt mati sínu á auðæfum Holmes. Voru þau metin engin. Viðbúið mótlæti að sögn Holmes Þegar Wall Street Journal hafði birt þessa frétt um að tæknin væri gölluð og ónákvæm sagði Holmes í viðtali við CNBC árið 2015 að þetta væri eitthvað sem mætti búast við þegar einhver reynir að breyta heiminum. „Fyrst halda þeir að þú sért brjáluð, síðan berjast þeir gegn þér, síðan breytir þú heiminum,“ sagði Holmes. Á vef Mashable kemur fram að Holmes hafi hvorki gengist við þessum ásökum eða neitað þeim, en samþykkti hins vegar að greiða sektina. „Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann um það hvað tæknin þeirra getur gert í dag, en ekki bara hvað þeir vonist til að hún muni gera einhvern daginn,“ hefur BBC eftir stjórnanda stofnunarinnar í San Francisco sem sótti málið gegn Holmes. Er mál Holmes sagt mikilvæg lexía fyrir alla þá sem starfa í sprotageiranum í Silicon Valley. BBC segir jafnframt að alríkisstofnunin sé með mál í bígerð á hendur fyrrverandi stjórnarformanni fyrirtækisins. Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Stofnandi sprotafyrirtækis í Bandaríkjunum, sem lofaði að gjörbylta blóðprufum, hefur samþykkt að greiða 500 þúsund dollara í sekt fyrir að aflað fyrirtækinu fjár með lygum og blekkingum. Alríkisstofnun sem fer meðal annars með málefni er varða útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa í Bandaríkjunum, The Securities And Exchange Commission, segir stofnanda fyrirtækisins Theranos, Elizabeth Holmes, hafa blekkt fjárfesta með fullyrðingum um fyrirtækið sem voru fjarri sannleikanum. Stofnunin sagði jafnframt að fyrirtækið hefði haldið því ranglega fram að vörur fyrirtækisins væru notaðar af Bandaríkjaher í Afganistan. Söfnuðu 700 milljónum dollara Sagði stofnunin fyrirtækið hafa þannig aflað 700 milljónum dollara, sem nemur tæpum 70 milljörðum íslenskra króna, með blekkingum. Hefur Elizabeth Holmes verið sett af sem stjórnandi fyrirtækisins og sektuð um 500 þúsund dollara, eða því sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Stofnunin sagði í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vestanhafs fyrr í dag að Holmes og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Ramesh Balwani, hafa til margra ára stundað svik og pretti með því að ýkja eða falsa fullyrðingar um velgengni og framgang fyrirtækisins. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið. Árið 2015 var hún á forsíðu tímaritsins Inc. undir fyrirsögninni: Næsti Steve Jobs. pic.twitter.com/JMCKWxltJM— Katie Benner (@ktbenner) March 14, 2018 Greint er ítarlega frá málinu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að Holmes var nítján ára gömul þegar hún stofnaði Theranos árið 2003 með það að markmiði að hanna nýstárlega tækni við blóðprufu. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið.Vísir/Getty Með nokkrum dropum Fyrirtæki hennar hélt því fram að Edison-tækið sem það framleiddi gæti leitt í ljós hvort að fólk væri með krabbamein eða of hátt kólesteról með nokkrum blóðdropum sem fengnir voru með því að stinga nál í fingur. Árið 2015 mat Forbes-tímaritið auðæfi Holmes á 4,5 milljarða dollara, eða því sem nemur um 447 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal sagði hins vegar sama ár að margt benti til að tækin sem fyrirtækið framleiddi væri bæði gallað og ónákvæmt. Árið 2016 hafði Forbes breytt mati sínu á auðæfum Holmes. Voru þau metin engin. Viðbúið mótlæti að sögn Holmes Þegar Wall Street Journal hafði birt þessa frétt um að tæknin væri gölluð og ónákvæm sagði Holmes í viðtali við CNBC árið 2015 að þetta væri eitthvað sem mætti búast við þegar einhver reynir að breyta heiminum. „Fyrst halda þeir að þú sért brjáluð, síðan berjast þeir gegn þér, síðan breytir þú heiminum,“ sagði Holmes. Á vef Mashable kemur fram að Holmes hafi hvorki gengist við þessum ásökum eða neitað þeim, en samþykkti hins vegar að greiða sektina. „Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann um það hvað tæknin þeirra getur gert í dag, en ekki bara hvað þeir vonist til að hún muni gera einhvern daginn,“ hefur BBC eftir stjórnanda stofnunarinnar í San Francisco sem sótti málið gegn Holmes. Er mál Holmes sagt mikilvæg lexía fyrir alla þá sem starfa í sprotageiranum í Silicon Valley. BBC segir jafnframt að alríkisstofnunin sé með mál í bígerð á hendur fyrrverandi stjórnarformanni fyrirtækisins.
Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent