Landspítalinn gæti tafist í tíu ár Sveinn Arnarsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Flutningsmaður segir engu skipta hvar flugvöllur er svo fremi að sjúkrahúsið sé á góðum stað. Vísir/GVA Umræðan um að byggja nýtt sjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík eftir sameiningu Borgarspítalans og Landspítala er að verða tvítug. Eftir nokkrar staðarvalsgreiningar, fjölda ríkisstjórna og enn fleiri heilbrigðisráðherra hefur niðurstaðan hins vegar alltaf verið sú að skynsamlegast sé að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Þann 22. janúar síðastliðinn fluttu allir þingmenn Miðflokksins þingsályktunartillögu um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Ráðherra hefði tíma til maí- mánaðar 2018 til að flytja þingi skýrslu um niðurstöður staðarvalsgreiningarinnar. Helstu hagsmunaaðilar hafa lagst gegn því að þessi tillaga Miðflokksins verði samþykkt. Þeir sem helst til þekkja segja að líkast til muni ný staðarvalsgreining taka að lágmarki tvö ár í vinnslu, en ekki tvo mánuði, og að þær staðarvalsgreiningar sem þegar hafa verið unnar beri að sama brunni: Hringbrautarlóðin sé sú skynsamlegasta í þessu máli. Verkfræðingafélag Íslands leggst gegn tillögunni. „Það er að mati stjórnar VFÍ óraunhæft að ætla að ný staðarvalsgreining taki tvo mánuði, nær væri að tala um tvö ár,“ segir í umsögn félagsins.„Byggingaráform eru nú þegar komin til framkvæmda á lóð Landspítala við Hringbraut og var ákvörðun um staðarvalið byggð á vandaðri og vel ígrundaðri vinnu fjölmargra fagaðila.“ Skipulagssvið Reykjavíkurborgar telur tillögu Miðflokksins villandi. Fullyrt sé í henni að það vanti tengingar við Hringbraut sem hafi verið í áður samþykktum skipulagstillögum. „Það er alls órökstutt í greinargerð með þingsályktunartillögu að forsendur um staðarval við Hringbraut séu brostnar. Í þessu samhengi er rétt að nefna að ekki hafa verið gerðar neinar verulegar breytingar á umferðarskipulagi á svæðinu frá því sem var ákveðið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001 -2024,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Á sama tíma hefur umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, steinsnar frá Hringbrautarsjúkrahúsinu, verið fyrirferðarmikil. Vilja margir halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna nálægðar við spítalann. Þetta hafa þingmenn Miðflokksins einatt haft á orði. Hins vegar vilja þeir í hina röndina færa sjúkrahúsið fjær flugvellinum, til dæmis á Vífilsstaði. Anna Kolbrún Árnadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hún segir faglegt staðarval ekki hafa komið fram í málinu. „Nei, ég tel það ekki hafa verið unnið. Forsendur hafa breyst svo mikið,“ segir hún. Anna Kolbrún vill einmitt hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, meðal annars vegna öryggissjónarmiða. Að fólk af landsbyggðinni eigi auð- veldara með að komast undir læknishendur í borginni. En af hverju vill hún flytja spítalann í burtu? „Tímafaktorinn breytist ekki svo framarlega sem þú ert áfram á stofnbrautum. Þannig að ef þú keyrir tveimur kílómetrum lengra á Vífilsstaði, þá held ég að tíminn muni ekki breyta svo miklu,“ segir Anna Kolbrún. Þannig að það skiptir ekki máli hvar flugvöllurinn er, svo framarlega sem sjúkrahúsið sé við stofnbraut? „Já, við getum sagt það þannig,“ svarar Anna Kolbrún. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Umræðan um að byggja nýtt sjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík eftir sameiningu Borgarspítalans og Landspítala er að verða tvítug. Eftir nokkrar staðarvalsgreiningar, fjölda ríkisstjórna og enn fleiri heilbrigðisráðherra hefur niðurstaðan hins vegar alltaf verið sú að skynsamlegast sé að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Þann 22. janúar síðastliðinn fluttu allir þingmenn Miðflokksins þingsályktunartillögu um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Ráðherra hefði tíma til maí- mánaðar 2018 til að flytja þingi skýrslu um niðurstöður staðarvalsgreiningarinnar. Helstu hagsmunaaðilar hafa lagst gegn því að þessi tillaga Miðflokksins verði samþykkt. Þeir sem helst til þekkja segja að líkast til muni ný staðarvalsgreining taka að lágmarki tvö ár í vinnslu, en ekki tvo mánuði, og að þær staðarvalsgreiningar sem þegar hafa verið unnar beri að sama brunni: Hringbrautarlóðin sé sú skynsamlegasta í þessu máli. Verkfræðingafélag Íslands leggst gegn tillögunni. „Það er að mati stjórnar VFÍ óraunhæft að ætla að ný staðarvalsgreining taki tvo mánuði, nær væri að tala um tvö ár,“ segir í umsögn félagsins.„Byggingaráform eru nú þegar komin til framkvæmda á lóð Landspítala við Hringbraut og var ákvörðun um staðarvalið byggð á vandaðri og vel ígrundaðri vinnu fjölmargra fagaðila.“ Skipulagssvið Reykjavíkurborgar telur tillögu Miðflokksins villandi. Fullyrt sé í henni að það vanti tengingar við Hringbraut sem hafi verið í áður samþykktum skipulagstillögum. „Það er alls órökstutt í greinargerð með þingsályktunartillögu að forsendur um staðarval við Hringbraut séu brostnar. Í þessu samhengi er rétt að nefna að ekki hafa verið gerðar neinar verulegar breytingar á umferðarskipulagi á svæðinu frá því sem var ákveðið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001 -2024,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Á sama tíma hefur umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, steinsnar frá Hringbrautarsjúkrahúsinu, verið fyrirferðarmikil. Vilja margir halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna nálægðar við spítalann. Þetta hafa þingmenn Miðflokksins einatt haft á orði. Hins vegar vilja þeir í hina röndina færa sjúkrahúsið fjær flugvellinum, til dæmis á Vífilsstaði. Anna Kolbrún Árnadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hún segir faglegt staðarval ekki hafa komið fram í málinu. „Nei, ég tel það ekki hafa verið unnið. Forsendur hafa breyst svo mikið,“ segir hún. Anna Kolbrún vill einmitt hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, meðal annars vegna öryggissjónarmiða. Að fólk af landsbyggðinni eigi auð- veldara með að komast undir læknishendur í borginni. En af hverju vill hún flytja spítalann í burtu? „Tímafaktorinn breytist ekki svo framarlega sem þú ert áfram á stofnbrautum. Þannig að ef þú keyrir tveimur kílómetrum lengra á Vífilsstaði, þá held ég að tíminn muni ekki breyta svo miklu,“ segir Anna Kolbrún. Þannig að það skiptir ekki máli hvar flugvöllurinn er, svo framarlega sem sjúkrahúsið sé við stofnbraut? „Já, við getum sagt það þannig,“ svarar Anna Kolbrún.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira