Ari flutti Our Choice í forkeppni Eurovision í Litháen Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 18:55 Ari Ólafsson á sviði í Litháen. Ari Ólafsson flutti Eurovision-framlag Íslendinga, Our Choice, í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen síðastliðið sunnudagskvöld. Söng Ari lagið í 20 þúsund manna höll en um nokkrar milljónir Litháa horfðu á útsendinguna. Ara og og Þórunni Ernu Clausen, höfundi lagsins Our Choice, var boðið að flytja lagið í tilefni af sjálfstæðisfögnuði Litháa sem eru afar þakklátir Íslendingum fyrir þeirra framlag í sjálfstæðisbaráttu Litháens.Hér fyrir neðan má heyra flutning Ara í LitháenSaara Aalto, fulltrúi Finna í Eurovision í ár, flutti einnig lag sitt Monsters í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen og verður hún á ferð á flugi um Evrópu næstu vikurnar við að kynna lagið.Þórunn Erna segir þau Ara einnig ætla að ferðast um Evrópu til að kynna lagið fyrir Eurovision. Þórunn segir Ara hafa neglt flutninginn á laginu og sýnt það og sannað að hann er með stáltaugar og þoli vel að standa á stóra sviðinu.Hér fyrir neðan má heyra viðtal við Ara og Saara Aalto í forkeppninni í LitháenKeppnin fór fram í Žalgirio Arena í borginni Kaunas en höllin rúmar um 20 þúsund tónleika gesti. Ari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision 8. maí næstkomandi í Altice-höllinni í Lissabon sem rúmar einnig um 20 þúsund tónleikagesti. Ari segir í samtali við Vísi að móttökurnar í höllinni eftir flutning hans hafi verið afar góðar. „Móttökurnar sem ég fékk í höllinni voru mjög flottar og eftir að ég kom af sviðinu áttaði ég mig á því að ég hafði aldrei sungið fyrir framan svo marga áður,“ segir Ari. Hann og Þórunn Erna fóru einnig í útvarpsviðtal í borginni Vilnius í Litháen fyrr í dag þar sem Our Choice var spilað í kjölfarið. Litháen verður með Íslendingum á fyrra undankvöldi Eurovision og munu Litháar því kjósa í okkar riðli. Gæti því þessi flutningur Ara í forkeppninni síðastliðið sunnudagskvöld haft mikið að segja þegar kemur að Eurovision í maí. Ieva Zasimauskaitė vann forkeppnina í Litháen með lagið When We´re Old. Eurovision Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Ari Ólafsson flutti Eurovision-framlag Íslendinga, Our Choice, í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen síðastliðið sunnudagskvöld. Söng Ari lagið í 20 þúsund manna höll en um nokkrar milljónir Litháa horfðu á útsendinguna. Ara og og Þórunni Ernu Clausen, höfundi lagsins Our Choice, var boðið að flytja lagið í tilefni af sjálfstæðisfögnuði Litháa sem eru afar þakklátir Íslendingum fyrir þeirra framlag í sjálfstæðisbaráttu Litháens.Hér fyrir neðan má heyra flutning Ara í LitháenSaara Aalto, fulltrúi Finna í Eurovision í ár, flutti einnig lag sitt Monsters í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen og verður hún á ferð á flugi um Evrópu næstu vikurnar við að kynna lagið.Þórunn Erna segir þau Ara einnig ætla að ferðast um Evrópu til að kynna lagið fyrir Eurovision. Þórunn segir Ara hafa neglt flutninginn á laginu og sýnt það og sannað að hann er með stáltaugar og þoli vel að standa á stóra sviðinu.Hér fyrir neðan má heyra viðtal við Ara og Saara Aalto í forkeppninni í LitháenKeppnin fór fram í Žalgirio Arena í borginni Kaunas en höllin rúmar um 20 þúsund tónleika gesti. Ari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision 8. maí næstkomandi í Altice-höllinni í Lissabon sem rúmar einnig um 20 þúsund tónleikagesti. Ari segir í samtali við Vísi að móttökurnar í höllinni eftir flutning hans hafi verið afar góðar. „Móttökurnar sem ég fékk í höllinni voru mjög flottar og eftir að ég kom af sviðinu áttaði ég mig á því að ég hafði aldrei sungið fyrir framan svo marga áður,“ segir Ari. Hann og Þórunn Erna fóru einnig í útvarpsviðtal í borginni Vilnius í Litháen fyrr í dag þar sem Our Choice var spilað í kjölfarið. Litháen verður með Íslendingum á fyrra undankvöldi Eurovision og munu Litháar því kjósa í okkar riðli. Gæti því þessi flutningur Ara í forkeppninni síðastliðið sunnudagskvöld haft mikið að segja þegar kemur að Eurovision í maí. Ieva Zasimauskaitė vann forkeppnina í Litháen með lagið When We´re Old.
Eurovision Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira