Cristiano Ronaldo og frú í fríi á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. mars 2018 14:48 Þau virðast skemmta sér vel. Instagram/Georginu Rodriguez Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo, einn þekktasti knattspyrnumaður heims, er staddur á Íslandi. Er hann hér á ferð með Georginu Rodriguez, kærustu sinni.Rodriguez birtir myndir af ferðalagi þeirra á Instagram. Ljóst er að þau hafa skellt sér á vélsleða og virðast þau njóta tímans vel, ef marka má myndirnar.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ronaldo heimsækir Ísland en hann skoraði eitt af mörkum Portúgal þegar liðið lagði landslið Íslands á Laugardalsvelli árið 2010 í undankeppni fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu 2012. Leiðir íslenska landsliðsins og Ronaldo lágu svo aftur saman árið 2016 í Frakklandi þegar liðin mættust í F-riðli EM. Íslenska landsliðið náði 1-1 jafntefli og var Ronaldo allt annað en kátur með leik íslenska liðsins í þeim leik og gagnrýndi hann spilamennsku strákanna okkar mjög eftir leik.Heimsbyggðin var þó mjög ósátt við ummæli Ronaldo og fékk hann að heyra það úr ýmsum áttum.Óvíst er hvenær skötuhjúin komu hingað til lands eða hversu lengu þau muni dvelja, en næsti leikur Real Madrid, félagsliðs Ronaldo er gegn Girona á sunnudaginn og ættu þau því að hafa góðan tíma til þess að slaka á hér á landi. Maravillas de la naturaleza... A post shared by Georgina Rodríguez (@georginagio) on Mar 12, 2018 at 7:04am PDT Íslandsvinir Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo, einn þekktasti knattspyrnumaður heims, er staddur á Íslandi. Er hann hér á ferð með Georginu Rodriguez, kærustu sinni.Rodriguez birtir myndir af ferðalagi þeirra á Instagram. Ljóst er að þau hafa skellt sér á vélsleða og virðast þau njóta tímans vel, ef marka má myndirnar.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ronaldo heimsækir Ísland en hann skoraði eitt af mörkum Portúgal þegar liðið lagði landslið Íslands á Laugardalsvelli árið 2010 í undankeppni fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu 2012. Leiðir íslenska landsliðsins og Ronaldo lágu svo aftur saman árið 2016 í Frakklandi þegar liðin mættust í F-riðli EM. Íslenska landsliðið náði 1-1 jafntefli og var Ronaldo allt annað en kátur með leik íslenska liðsins í þeim leik og gagnrýndi hann spilamennsku strákanna okkar mjög eftir leik.Heimsbyggðin var þó mjög ósátt við ummæli Ronaldo og fékk hann að heyra það úr ýmsum áttum.Óvíst er hvenær skötuhjúin komu hingað til lands eða hversu lengu þau muni dvelja, en næsti leikur Real Madrid, félagsliðs Ronaldo er gegn Girona á sunnudaginn og ættu þau því að hafa góðan tíma til þess að slaka á hér á landi. Maravillas de la naturaleza... A post shared by Georgina Rodríguez (@georginagio) on Mar 12, 2018 at 7:04am PDT
Íslandsvinir Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira