Með Gylfa inná í 99,95 prósent af keppnisleikjum okkar frá október 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2018 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Ef íslenska landsliðið þekkir eina stöðu ekki vel þá er það að spila án Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi meiddist á hné í leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og það lítur út fyrir að HM sé í hættu hjá lykilmanni íslenska landsliðsins. Gylfi hefur verið fyrsti maðurinn á skýrslu í íslenska landsliðinu í mörg ár og hefur forðast alvarleg meiðsli allan þennan tíma. Nú virðast lukkudísirnar hafa yfirgefið okkar besta knattspyrnumann. Um leið er komin upp staða sem landsliðið þekkir ekki - að spila án Gylfa. Íslenska landsliðið hefur spilað 23 keppnisleiki í undankeppni HM, úrslitakeppni EM og undankeppni EM frá því í október 2014. Gylfi hefur verið inná í 2069 mínútur af 2070 eða í 99,95 prósent leiktímans. Eina mínútan sem hann missti af var þegar hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum 5. september 2017. Gylfi hafði þá afgreidd Úkraínumenn með tveimur mörkum og var tekinn af velli í blálokin þegar leikurinn var búinn. Sú mínúta segir okkur því ekki neitt en jafnframt í eina skiptið sem Heimir Hallgrímsson hefur tekið Gylfa að velli í keppnisleik síðan að Lars Lagerbäck hætti með liðið. Það þarf síðan að fara alla leið aftur til 10. október 2014 til að finna næstu mínútu sem Gylfi missti af en hann var þá tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok í 3-0 sigurleik úti í Lettlandi. Gylfi hafði skorað fyrsta mark leiksins á 66. mínútu og staðan var 2-0 þegar hann fór af velli fyrir Ólaf Inga Skúlason. Gylfi var líka tekinn af velli rétt fyrir leikslok í 3-0 sigurleik á Tyrkjum á Laugardalsvellinum mánuði fyrr en hann hafði þá bæði skorað og lagt upp mark í leiknum og var skipt útaf á 89. mínútu fyrir umræddan Ólaf Inga Skúlason. Frá því að Gylfi missti af leik á móti Slóveníu vegna leikbanns í júní 2014 þá hefur hann spilað 2770 af 2790 mínútum í boði í keppnisleikjum íslenska landsliðsins í undankeppnum eða úrslitakeppnum stórmótanna tveggja. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Sjá meira
Ef íslenska landsliðið þekkir eina stöðu ekki vel þá er það að spila án Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi meiddist á hné í leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og það lítur út fyrir að HM sé í hættu hjá lykilmanni íslenska landsliðsins. Gylfi hefur verið fyrsti maðurinn á skýrslu í íslenska landsliðinu í mörg ár og hefur forðast alvarleg meiðsli allan þennan tíma. Nú virðast lukkudísirnar hafa yfirgefið okkar besta knattspyrnumann. Um leið er komin upp staða sem landsliðið þekkir ekki - að spila án Gylfa. Íslenska landsliðið hefur spilað 23 keppnisleiki í undankeppni HM, úrslitakeppni EM og undankeppni EM frá því í október 2014. Gylfi hefur verið inná í 2069 mínútur af 2070 eða í 99,95 prósent leiktímans. Eina mínútan sem hann missti af var þegar hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum 5. september 2017. Gylfi hafði þá afgreidd Úkraínumenn með tveimur mörkum og var tekinn af velli í blálokin þegar leikurinn var búinn. Sú mínúta segir okkur því ekki neitt en jafnframt í eina skiptið sem Heimir Hallgrímsson hefur tekið Gylfa að velli í keppnisleik síðan að Lars Lagerbäck hætti með liðið. Það þarf síðan að fara alla leið aftur til 10. október 2014 til að finna næstu mínútu sem Gylfi missti af en hann var þá tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok í 3-0 sigurleik úti í Lettlandi. Gylfi hafði skorað fyrsta mark leiksins á 66. mínútu og staðan var 2-0 þegar hann fór af velli fyrir Ólaf Inga Skúlason. Gylfi var líka tekinn af velli rétt fyrir leikslok í 3-0 sigurleik á Tyrkjum á Laugardalsvellinum mánuði fyrr en hann hafði þá bæði skorað og lagt upp mark í leiknum og var skipt útaf á 89. mínútu fyrir umræddan Ólaf Inga Skúlason. Frá því að Gylfi missti af leik á móti Slóveníu vegna leikbanns í júní 2014 þá hefur hann spilað 2770 af 2790 mínútum í boði í keppnisleikjum íslenska landsliðsins í undankeppnum eða úrslitakeppnum stórmótanna tveggja.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Sjá meira