Steve Bannon hvetur Le Pen og félaga til að vera stoltir þjóðernissinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2018 10:30 Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, er gestafyrirlesari á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. Visir/afp „Leyfið þeim að kalla ykkur rasista. Leyfið þeim að kalla ykkur útlendingahatara, Leyfið þeim að kalla ykkur þjóðernissinna og veriði stolt af því.“ Þetta segir Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, í ræðu sem hann hélt á landsfundi Frönsku þjóðfylkingarinnar sem stendur yfir um helgina og fer fram í Lille. Marine Le Pen, formaður flokksins, bauð Bannon að vera sérlegur gestafyrirlesari á landsþinginu með það fyrir augum að Bannon hughreysti vondaufa flokksmenn eftir að hafa tapað fyrir hinum evrópusinnaða Emmanuel Macron í frönsku forsetakosningunum. Þetta kemur fram á vef fréttastofu AFP. Trump hefur sagt frá því að Bannon hafi hreinlega misst vitið þegar hann lauk störfum í Hvítahúsinu 7. ágúst síðast liðinn. Í yfirlýsingu sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvítahússins að Bannon og John Kelly, starfsmannastjóri, hafi komist að samkomulagi um starfslok. Um þessar mundir er Bannon í Evróputúr og heldur hann ræður víðsvegar um álfuna en þeim er ætlað er að afla stjórnmálaskoðunum hans fylgis en hann hefur meðal annars gert úrslit ítölsku þingkosninganna að umfjöllunarefni. Alveg eins og í störfum sínum fyrir forseta Bandaríkjanna berst Bannon fyrir vægðarlausri útlendingastefnu og einangrunarhyggju.Það fór vel á með Marine Le Pen og Steve Bannon á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar sem fer fram í Lille, norðurhluta Frakklands og stendur yfir um helgina.vísir/afpÍ ræðu sinni á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar segir Bannon að stjórnmálaflokkurinn sé hluti af mun stærri hreyfingu á alþjóðavísu og hreyfingin sé stærri en Frakkland og Ítalía. Bannon fór fögrum orðum um pólitíska sýn formannsins en Franska þjóðfylkingin þjóðernissinnaður flokkur sem er er yst til hægri á hinu pólitíska litrófi.Vill breyta nafninu Margir innan flokksins hafa áhyggjur af því að Bannon hafi viðrað stuðning sinn í garð flokksins því um þessar mundir gerir flokksforystan tilraun til allsherjar yfirhalningar sem ætlað er að laða að fleiri kjósendur. Le Pen hefur í hyggju að breyta nafni flokksins og verður kosið um það seinna í dag. Margir flokksmenn hafa lýst yfir andstöðu sinni með útspilið og telja það vera svik við arfleifð frönsku þjóðfylkingarinnar en faðir Le Pen stofnaði flokkinn árið 1972. Tengdar fréttir Trump segir Bannon hafa grátið þegar hann missti vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um rithöfundinn Michael Wolff og heimildarmenn hans í færslu á Twitter í nótt. 6. janúar 2018 07:59 Bandalag Macron fékk um þriðjung atkvæða Nýr flokkur Emmanuel Macron hlaut þriðjung atkvæða í fyrri umferð frönsku þingkosninganna í gær og gæti náð afgerandi meirihluta í þinginu. Sósíalistaflokkur fráfarandi forseta galt afhroð og tapar hátt í 200 þingsætum. 12. júní 2017 08:11 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
„Leyfið þeim að kalla ykkur rasista. Leyfið þeim að kalla ykkur útlendingahatara, Leyfið þeim að kalla ykkur þjóðernissinna og veriði stolt af því.“ Þetta segir Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, í ræðu sem hann hélt á landsfundi Frönsku þjóðfylkingarinnar sem stendur yfir um helgina og fer fram í Lille. Marine Le Pen, formaður flokksins, bauð Bannon að vera sérlegur gestafyrirlesari á landsþinginu með það fyrir augum að Bannon hughreysti vondaufa flokksmenn eftir að hafa tapað fyrir hinum evrópusinnaða Emmanuel Macron í frönsku forsetakosningunum. Þetta kemur fram á vef fréttastofu AFP. Trump hefur sagt frá því að Bannon hafi hreinlega misst vitið þegar hann lauk störfum í Hvítahúsinu 7. ágúst síðast liðinn. Í yfirlýsingu sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvítahússins að Bannon og John Kelly, starfsmannastjóri, hafi komist að samkomulagi um starfslok. Um þessar mundir er Bannon í Evróputúr og heldur hann ræður víðsvegar um álfuna en þeim er ætlað er að afla stjórnmálaskoðunum hans fylgis en hann hefur meðal annars gert úrslit ítölsku þingkosninganna að umfjöllunarefni. Alveg eins og í störfum sínum fyrir forseta Bandaríkjanna berst Bannon fyrir vægðarlausri útlendingastefnu og einangrunarhyggju.Það fór vel á með Marine Le Pen og Steve Bannon á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar sem fer fram í Lille, norðurhluta Frakklands og stendur yfir um helgina.vísir/afpÍ ræðu sinni á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar segir Bannon að stjórnmálaflokkurinn sé hluti af mun stærri hreyfingu á alþjóðavísu og hreyfingin sé stærri en Frakkland og Ítalía. Bannon fór fögrum orðum um pólitíska sýn formannsins en Franska þjóðfylkingin þjóðernissinnaður flokkur sem er er yst til hægri á hinu pólitíska litrófi.Vill breyta nafninu Margir innan flokksins hafa áhyggjur af því að Bannon hafi viðrað stuðning sinn í garð flokksins því um þessar mundir gerir flokksforystan tilraun til allsherjar yfirhalningar sem ætlað er að laða að fleiri kjósendur. Le Pen hefur í hyggju að breyta nafni flokksins og verður kosið um það seinna í dag. Margir flokksmenn hafa lýst yfir andstöðu sinni með útspilið og telja það vera svik við arfleifð frönsku þjóðfylkingarinnar en faðir Le Pen stofnaði flokkinn árið 1972.
Tengdar fréttir Trump segir Bannon hafa grátið þegar hann missti vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um rithöfundinn Michael Wolff og heimildarmenn hans í færslu á Twitter í nótt. 6. janúar 2018 07:59 Bandalag Macron fékk um þriðjung atkvæða Nýr flokkur Emmanuel Macron hlaut þriðjung atkvæða í fyrri umferð frönsku þingkosninganna í gær og gæti náð afgerandi meirihluta í þinginu. Sósíalistaflokkur fráfarandi forseta galt afhroð og tapar hátt í 200 þingsætum. 12. júní 2017 08:11 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Trump segir Bannon hafa grátið þegar hann missti vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um rithöfundinn Michael Wolff og heimildarmenn hans í færslu á Twitter í nótt. 6. janúar 2018 07:59
Bandalag Macron fékk um þriðjung atkvæða Nýr flokkur Emmanuel Macron hlaut þriðjung atkvæða í fyrri umferð frönsku þingkosninganna í gær og gæti náð afgerandi meirihluta í þinginu. Sósíalistaflokkur fráfarandi forseta galt afhroð og tapar hátt í 200 þingsætum. 12. júní 2017 08:11
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21