Forsetinn segir Íslendinga ekki lengur grínast með hlýnun jarðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2018 09:00 Guðni Th. Jóhannesson var þáttakandi í World Ocean Summit í Mexíkó um helgina. Vísir/AFP Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar séu hættir að grínast með hlýnun jarðar. Afleiðingar hennar séu alvarlegar og segir Guðni að Íslendingar þurfi að glíma við þær, rétt eins og aðrar þjóðir.„Það er algengur brandari á Íslandi að segja að það sé svo kalt og vindasamt á þessari regnbörðu eyju að hlýnun jarðar sé eitthvað sem væri velkomið, en það er ekki fyndið lengur,“ sagði Guðni í Mexíkó þar sem hann var staddur á World Ocean Summit ráðstefnunni enfréttatofa Reuters var á staðnum.Ráðstefnan er haldin á vegum tímaritsins The Economist en hana sækja þjóðarleiðtogar, forystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og sérfræðingar um málefni hafsins.Vakti Guðni athygli á því að hækkandi hitastig sjávar í grennd við Norðurpólinn væri skaðleg þróun fyrir líffræðilega fjölbreytni og fiskistofna, auk þess sem að súrnun sjávar væri alvarlegt vandamál fyrir norðlægari ríki heimsins.Guðni hitti einnig Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, og skiptust þeir á landsliðstreyjum.Vísir/AFP„Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll um allan heim en það er glögglega hægt að sjá áhrif þeirra á Norðurslóðum. Ísbreiðan í kringum Norðurpólinn bráðnar hratt og sjórinn fer hlýnandi.“Því hefur stundum verið fleygt fram að hlýnun jarðar skapi tækifæri fyrir Ísland og í máli Guðna kom fram að ekki væri hægt að neita því að ef siglingaleiðir á Norðurslóðum myndu opnast gæti Ísland síðar orðið miðstöð skipaumferðar á þeim slóðum.Gaf ekki upp eigin afstöðu til hvalveiðaGuðni sagði einnig að rekja mætti það að makríll hefur í auknum mæli fundist við strendur Íslands til hækkandi hitastigs sjávar, en að sama skapi væri líklegt að þorskurinn myndi flytja sig norðar. Væri þetta dæmi um hvernig ríki heims þyrftu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.Sagði Guðni að eftir því sem fiskistofnar færi sig til væri mikilvægt fyrir nágrannaríki að ná samkomulagi um veiðar og minntist hann á deilur Íslendinga við Norðmenn og Færeyinga í tengslum við veiðar á makríl.Guðni ræddi einnig um hvalveiðar Íslendinga og sagði hann það liggja fyrir að þær veiðar væru sjálfbærar og langt frá því að ógna framtíð hvalastofna. Neitaði hann reyndar að gefa upp eigin afstöðu til hvalveiða en íslensk stjórnvöld hafa lengi verið gagnrýnd fyrir að heimila hvalveiðar við strendur Íslands. Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar séu hættir að grínast með hlýnun jarðar. Afleiðingar hennar séu alvarlegar og segir Guðni að Íslendingar þurfi að glíma við þær, rétt eins og aðrar þjóðir.„Það er algengur brandari á Íslandi að segja að það sé svo kalt og vindasamt á þessari regnbörðu eyju að hlýnun jarðar sé eitthvað sem væri velkomið, en það er ekki fyndið lengur,“ sagði Guðni í Mexíkó þar sem hann var staddur á World Ocean Summit ráðstefnunni enfréttatofa Reuters var á staðnum.Ráðstefnan er haldin á vegum tímaritsins The Economist en hana sækja þjóðarleiðtogar, forystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og sérfræðingar um málefni hafsins.Vakti Guðni athygli á því að hækkandi hitastig sjávar í grennd við Norðurpólinn væri skaðleg þróun fyrir líffræðilega fjölbreytni og fiskistofna, auk þess sem að súrnun sjávar væri alvarlegt vandamál fyrir norðlægari ríki heimsins.Guðni hitti einnig Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, og skiptust þeir á landsliðstreyjum.Vísir/AFP„Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll um allan heim en það er glögglega hægt að sjá áhrif þeirra á Norðurslóðum. Ísbreiðan í kringum Norðurpólinn bráðnar hratt og sjórinn fer hlýnandi.“Því hefur stundum verið fleygt fram að hlýnun jarðar skapi tækifæri fyrir Ísland og í máli Guðna kom fram að ekki væri hægt að neita því að ef siglingaleiðir á Norðurslóðum myndu opnast gæti Ísland síðar orðið miðstöð skipaumferðar á þeim slóðum.Gaf ekki upp eigin afstöðu til hvalveiðaGuðni sagði einnig að rekja mætti það að makríll hefur í auknum mæli fundist við strendur Íslands til hækkandi hitastigs sjávar, en að sama skapi væri líklegt að þorskurinn myndi flytja sig norðar. Væri þetta dæmi um hvernig ríki heims þyrftu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.Sagði Guðni að eftir því sem fiskistofnar færi sig til væri mikilvægt fyrir nágrannaríki að ná samkomulagi um veiðar og minntist hann á deilur Íslendinga við Norðmenn og Færeyinga í tengslum við veiðar á makríl.Guðni ræddi einnig um hvalveiðar Íslendinga og sagði hann það liggja fyrir að þær veiðar væru sjálfbærar og langt frá því að ógna framtíð hvalastofna. Neitaði hann reyndar að gefa upp eigin afstöðu til hvalveiða en íslensk stjórnvöld hafa lengi verið gagnrýnd fyrir að heimila hvalveiðar við strendur Íslands.
Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira