Meðvirkni og ótti við breytingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2018 16:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. Vísir/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni að ástæðurnar fyrir því að flokkurinn færi ekki með himinskautum frá fyrsta degi séu meðvirkni og ótti við breytingar. „En hvers vegna er það þá sem Viðreisn, ungur flokkur sem skuldar engum hagsmunaöflum nokkurn skapaðan hlut, frjálslyndur velferðarflokkur, alþjóðasinnaður jafnréttisflokkur sem hefur fólk raunverulega í fyrirrúmi, styður við heilbrigt umhverfi fyrirtækja og segir úreltum viðhorfum stríð á hendur, fer ekki með himinskautum frá fyrsta degi? Í mínum huga er svarið tvíþætt. Annars vegar það sem margir telja einn hættulegasta lífsstílssjúkdóm hins vestræna heims – meðvirkni. Hins vegar það sem er svo ríkt og skiljanlegt í mannlegu eðli – ótti við breytingar. Þú veist hvað þú hefur en ekki endilega hvað þú færð.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín, sem í ræðu sinni, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu á öðrum degi Landsþings Viðreisnar sem fer fram um helgina í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.Krónan fín ef þú átt hanaÞorgerður Katrín sagði að íslenska krónan væri stærsta áskorunin sem blasir við þjóðinni. „Íslenskri þjóð þykir vænt um krónuna sína, það á hana jú enginn annar í heiminum. Hún er líka fín meðan þú átt hana og allt er í lukkunnar velstandi. Um leið og þú skuldar hana er hún hins vegar slóttug og jafnvel ofbeldisfull,“ segir formaður Viðreisnar. Krónan hafi valdið meiri efnahagslegum mismun milli þeirra sem hafa aðstöðu til að standa utan krónuhagkerfisins og hinna sem séu bundnir innan þess. „Óstöðugleiki hennar bitnar á víxl á launafólki og atvinnufyrirtækjum. Hann veldur því að vöxturinn í þjóðarbúskapnum er í láglaunastörfum fremur en hærra launuðum störfum á sviði tækniþekkingar og nýsköpunar,“ segir Þorgerður Katrín sem segir aðild að evrópska myntbandalaginu hljóta, við aðstæður sem þessar, að vera brennandi spurning. Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á stefnuræðu formanns Viðreisnar í heild. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni að ástæðurnar fyrir því að flokkurinn færi ekki með himinskautum frá fyrsta degi séu meðvirkni og ótti við breytingar. „En hvers vegna er það þá sem Viðreisn, ungur flokkur sem skuldar engum hagsmunaöflum nokkurn skapaðan hlut, frjálslyndur velferðarflokkur, alþjóðasinnaður jafnréttisflokkur sem hefur fólk raunverulega í fyrirrúmi, styður við heilbrigt umhverfi fyrirtækja og segir úreltum viðhorfum stríð á hendur, fer ekki með himinskautum frá fyrsta degi? Í mínum huga er svarið tvíþætt. Annars vegar það sem margir telja einn hættulegasta lífsstílssjúkdóm hins vestræna heims – meðvirkni. Hins vegar það sem er svo ríkt og skiljanlegt í mannlegu eðli – ótti við breytingar. Þú veist hvað þú hefur en ekki endilega hvað þú færð.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín, sem í ræðu sinni, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu á öðrum degi Landsþings Viðreisnar sem fer fram um helgina í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.Krónan fín ef þú átt hanaÞorgerður Katrín sagði að íslenska krónan væri stærsta áskorunin sem blasir við þjóðinni. „Íslenskri þjóð þykir vænt um krónuna sína, það á hana jú enginn annar í heiminum. Hún er líka fín meðan þú átt hana og allt er í lukkunnar velstandi. Um leið og þú skuldar hana er hún hins vegar slóttug og jafnvel ofbeldisfull,“ segir formaður Viðreisnar. Krónan hafi valdið meiri efnahagslegum mismun milli þeirra sem hafa aðstöðu til að standa utan krónuhagkerfisins og hinna sem séu bundnir innan þess. „Óstöðugleiki hennar bitnar á víxl á launafólki og atvinnufyrirtækjum. Hann veldur því að vöxturinn í þjóðarbúskapnum er í láglaunastörfum fremur en hærra launuðum störfum á sviði tækniþekkingar og nýsköpunar,“ segir Þorgerður Katrín sem segir aðild að evrópska myntbandalaginu hljóta, við aðstæður sem þessar, að vera brennandi spurning. Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á stefnuræðu formanns Viðreisnar í heild.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira