Ólafía: Hitti hann geðveikt vel og svo hvarf hann Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2018 22:04 Magnað hjá Ólafíu í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var himinlifandi eftir fyrsta hringinn á ANA mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía fór holu í höggi á fyrsta hringnum í dag. Mótið sem fer fram um helgina er fyrsta stórmót ársins. „Ég var 165 metra fra og ég sló með fimm járni. Ég hitti hann geðveikt vel, var aðeins vinstra megin því boltinn rúllar þá til hægri,” sagði Ólafía. „Svo bara hvarf hann og ég fékk smá sjokk en þetta var ótrúlega gaman,” en höggið skilaði Ólafíu Þórunni tveimur flugmiðum á fyrsta farrými hjá ANA flugfélaginu sem er aðal styrktaraðili mótsins.Sjá einnig:Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins „Ég veit ekki alveg hvert ég á eftir að fara en ég býð Thomasi (innsk. blm. kærasti Ólafíu) kannski eitthvað huggulegt.” Ólafía spilaði nokkuð kaflaskipt golf. Hún fékk örn í tvígang, tvo fugla og sex skolla. „Hringurinn var upp og niður. Ég strögglaði smá en hélt alltaf áfram að berjast. Svo fékk ég högg til baka hér og þar eins og þegar ég fékk örn. Ég átti geggjað inná högg og púttið rúllaði í.” „Ég er mjög ánægð með hvernig ég barðist í dag. Það er geðveikt að spila á fyrsta stórmótinu á árinu. Völlurinn er geggjaður og grínin eru ótrúlega hröð. Ef þú missir boltann útaf getur það verið mjög erfitt.” „Þetta er ótrúlega atvinnumannalegt allt hérna. Ég ætla að vera þolinmóð á morgun og gera mitt besta. Halda áfram sama leikskipulagi og vera andlega sterk,” sagði Ólafía að lokum. Golf Tengdar fréttir Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30 Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var himinlifandi eftir fyrsta hringinn á ANA mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía fór holu í höggi á fyrsta hringnum í dag. Mótið sem fer fram um helgina er fyrsta stórmót ársins. „Ég var 165 metra fra og ég sló með fimm járni. Ég hitti hann geðveikt vel, var aðeins vinstra megin því boltinn rúllar þá til hægri,” sagði Ólafía. „Svo bara hvarf hann og ég fékk smá sjokk en þetta var ótrúlega gaman,” en höggið skilaði Ólafíu Þórunni tveimur flugmiðum á fyrsta farrými hjá ANA flugfélaginu sem er aðal styrktaraðili mótsins.Sjá einnig:Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins „Ég veit ekki alveg hvert ég á eftir að fara en ég býð Thomasi (innsk. blm. kærasti Ólafíu) kannski eitthvað huggulegt.” Ólafía spilaði nokkuð kaflaskipt golf. Hún fékk örn í tvígang, tvo fugla og sex skolla. „Hringurinn var upp og niður. Ég strögglaði smá en hélt alltaf áfram að berjast. Svo fékk ég högg til baka hér og þar eins og þegar ég fékk örn. Ég átti geggjað inná högg og púttið rúllaði í.” „Ég er mjög ánægð með hvernig ég barðist í dag. Það er geðveikt að spila á fyrsta stórmótinu á árinu. Völlurinn er geggjaður og grínin eru ótrúlega hröð. Ef þú missir boltann útaf getur það verið mjög erfitt.” „Þetta er ótrúlega atvinnumannalegt allt hérna. Ég ætla að vera þolinmóð á morgun og gera mitt besta. Halda áfram sama leikskipulagi og vera andlega sterk,” sagði Ólafía að lokum.
Golf Tengdar fréttir Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30 Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30