Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. mars 2018 10:00 Blikur eru á lofti hjá ferðaþjónustunni og árið gæti reynst stormasamt hjá mörgum fyrirtækjum. Vísir/GVA Ferðamenn greiða sitt og rúmlega það á Íslandi í dag og gæti aukin gjaldtaka reynst ferðaþjónustunni varhugaverð, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. „Það hefur legið fyrir að þeim sem starfa við greinina og hafa innsýn í þetta alla daga finnst ferðamenn vera að borga nóg,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Í grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu í dag dregur hún upp dæmi um dæmigerðan erlendan ferðamann á Íslandi og hversu mikið hann raunverulega greiðir í hina ýmsu skatta og gjöld. Bjarnheiður segir í samtali við blaðið að frekari gjaldtaka geti reynst hættuleg á þessum tímapunkti og næstu misseri verði tíð hagræðingar og sameiningar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Bjarnheiður segir að hin nýkynnta stórsókn ráðherra í uppbyggingu innviða gefi fyrirheit um að skilningur stjórnvalda sé að aukast á því hvað ferðamenn eru í raun að leggja til íslensks hagkerfis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við það tilefni að milljarðaátakið væri í boði skattgreiðenda. Grein Bjarnheiðar í blaðinu í dag gæti talað beint til þeirra sem tóku þau ummæli óstinnt upp, þar sem hún bendir á að erlendi ferðamaðurinn gæti hæglega talist skattborgari enda sé hann að borga sitt og rúmlega það.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Eyþór„Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöldum hér og þar. Þetta telur allt saman. Eins og staðan er núna hefur samkeppnisstaða okkar versnað gríðarlega út af gengi krónunnar og við eigum í vök að verjast á mörkuðunum. Sérstaklega á áður gjöfulum Mið-Evrópumörkuðum sem hafa verið okkar bestu markaðir undanfarna áratugi. Öll gjaldtaka fer samstundis út í verðið og samkeppnishæfni okkar skerðist. Eins og staðan er núna er „fatalt“ að fara út í einhverja gjaldtöku.“ Ljóst er að staða margra ferðaþjónustufyrirtækja er erfið og þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda ferðamanna er það ekki að skila sér í kassa þeirra. Innan greinarinnar heyrist mikið talað um „sameiningu eða dauða“ á árinu ef ekki eigi illa að fara. Bjarnheiður segir stöðuna vissulega víða slæma. Og fjöldatölur hafi þar nákvæmlega ekkert að segja einar og sér. „Fjöldi ferðamanna hefur ekkert með afkomu fyrirtækja í greininni að gera. Ferðamenn eru misverðmætir, þannig að afkoman hefur versnað gríðarlega hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum og margt bendir til hagræðingar og sameiningar hjá þeim núna. Það er ekkert ólíklegt að það verði verulegu grisjun á þessu ári.“ Bjarnheiður segir annars jákvætt að fara eigi fram heildræn skoðun á gjaldtökumálum í Stjórnstöð ferðamála og að loks eigi að fara að skoða þessi mál frá öllum hliðum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Ferðamenn greiða sitt og rúmlega það á Íslandi í dag og gæti aukin gjaldtaka reynst ferðaþjónustunni varhugaverð, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. „Það hefur legið fyrir að þeim sem starfa við greinina og hafa innsýn í þetta alla daga finnst ferðamenn vera að borga nóg,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Í grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu í dag dregur hún upp dæmi um dæmigerðan erlendan ferðamann á Íslandi og hversu mikið hann raunverulega greiðir í hina ýmsu skatta og gjöld. Bjarnheiður segir í samtali við blaðið að frekari gjaldtaka geti reynst hættuleg á þessum tímapunkti og næstu misseri verði tíð hagræðingar og sameiningar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Bjarnheiður segir að hin nýkynnta stórsókn ráðherra í uppbyggingu innviða gefi fyrirheit um að skilningur stjórnvalda sé að aukast á því hvað ferðamenn eru í raun að leggja til íslensks hagkerfis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við það tilefni að milljarðaátakið væri í boði skattgreiðenda. Grein Bjarnheiðar í blaðinu í dag gæti talað beint til þeirra sem tóku þau ummæli óstinnt upp, þar sem hún bendir á að erlendi ferðamaðurinn gæti hæglega talist skattborgari enda sé hann að borga sitt og rúmlega það.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Eyþór„Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöldum hér og þar. Þetta telur allt saman. Eins og staðan er núna hefur samkeppnisstaða okkar versnað gríðarlega út af gengi krónunnar og við eigum í vök að verjast á mörkuðunum. Sérstaklega á áður gjöfulum Mið-Evrópumörkuðum sem hafa verið okkar bestu markaðir undanfarna áratugi. Öll gjaldtaka fer samstundis út í verðið og samkeppnishæfni okkar skerðist. Eins og staðan er núna er „fatalt“ að fara út í einhverja gjaldtöku.“ Ljóst er að staða margra ferðaþjónustufyrirtækja er erfið og þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda ferðamanna er það ekki að skila sér í kassa þeirra. Innan greinarinnar heyrist mikið talað um „sameiningu eða dauða“ á árinu ef ekki eigi illa að fara. Bjarnheiður segir stöðuna vissulega víða slæma. Og fjöldatölur hafi þar nákvæmlega ekkert að segja einar og sér. „Fjöldi ferðamanna hefur ekkert með afkomu fyrirtækja í greininni að gera. Ferðamenn eru misverðmætir, þannig að afkoman hefur versnað gríðarlega hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum og margt bendir til hagræðingar og sameiningar hjá þeim núna. Það er ekkert ólíklegt að það verði verulegu grisjun á þessu ári.“ Bjarnheiður segir annars jákvætt að fara eigi fram heildræn skoðun á gjaldtökumálum í Stjórnstöð ferðamála og að loks eigi að fara að skoða þessi mál frá öllum hliðum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira