Fetaði í fótspor pabba og afa og setti nýtt met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2018 10:00 Marcos Alonso í leiknum í gær. Vísir/Getty Chelsea leikmaðurinn Marcos Alonso skrifaði nýjan kafla í sögu spænska landsliðsins í fyrrakvöld þegar Spánn vann 6-1 stórsigur á Argentínu í Madrid. Marcos Alonso kom inná sem varmaður á 79. mínútu leiksins og lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán. Hann hafði spilað þrjá leiki fyrir 19 ára landsliðið fyrir níu árum síðan en nú kom fyrsti A-landsleikurinn loksins þegar hann er orðinn 27 ára. Það verður þó að taka það fram að það er allt annað en auðvelt að komast í þetta frábæra spænska landslið en flott frammistaða Marcos Alonso með Chelsea síðustu tvö tímabil kom honum loksins í spænska landsliðsbúninginn. Marcos Alonso setti nýtt met með þessari innkomu í fyrrakvöld. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem afi, faðir og sonur ná því að spila allir fyrir spænska landsliðið.Entra Marcos Alonso y de esta manera España tiene su primera saga Abuelo-Padre-Hijo de internacionales: Marcos Alonso Imaz "Marquitos", Marcos Alonso Peña y Marcos Alonso Mendoza. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 27, 2018 Afi Marcos Alonso hét Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz og var framherji hjá Real Madrid. Hann lék sinn fyrsta landsleik 1955 en landsleikirnir urðu á endanum bara tveir. Faðir Marcos Alonso hét Marcos Alonso Pena og spilaði sem vængmaður. Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1981 og endaði með því að spila 22 landsleiki. Hann spilaði bæði fyrir Barcelona og Atlético Madrid á sínum ferli. Marsmánuður var góður mánuður fyrir þá alla. Marcos Alonso spilaði sinn fyrsta landsleik 27. mars 2018, Marcos Alonso Pena lék sinn fyrsta A-landsleik 25. mars 1981 og Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz lék sinn fyrsta landsleik fyrir Spán 17. mars 1955. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Chelsea leikmaðurinn Marcos Alonso skrifaði nýjan kafla í sögu spænska landsliðsins í fyrrakvöld þegar Spánn vann 6-1 stórsigur á Argentínu í Madrid. Marcos Alonso kom inná sem varmaður á 79. mínútu leiksins og lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán. Hann hafði spilað þrjá leiki fyrir 19 ára landsliðið fyrir níu árum síðan en nú kom fyrsti A-landsleikurinn loksins þegar hann er orðinn 27 ára. Það verður þó að taka það fram að það er allt annað en auðvelt að komast í þetta frábæra spænska landslið en flott frammistaða Marcos Alonso með Chelsea síðustu tvö tímabil kom honum loksins í spænska landsliðsbúninginn. Marcos Alonso setti nýtt met með þessari innkomu í fyrrakvöld. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem afi, faðir og sonur ná því að spila allir fyrir spænska landsliðið.Entra Marcos Alonso y de esta manera España tiene su primera saga Abuelo-Padre-Hijo de internacionales: Marcos Alonso Imaz "Marquitos", Marcos Alonso Peña y Marcos Alonso Mendoza. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 27, 2018 Afi Marcos Alonso hét Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz og var framherji hjá Real Madrid. Hann lék sinn fyrsta landsleik 1955 en landsleikirnir urðu á endanum bara tveir. Faðir Marcos Alonso hét Marcos Alonso Pena og spilaði sem vængmaður. Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1981 og endaði með því að spila 22 landsleiki. Hann spilaði bæði fyrir Barcelona og Atlético Madrid á sínum ferli. Marsmánuður var góður mánuður fyrir þá alla. Marcos Alonso spilaði sinn fyrsta landsleik 27. mars 2018, Marcos Alonso Pena lék sinn fyrsta A-landsleik 25. mars 1981 og Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz lék sinn fyrsta landsleik fyrir Spán 17. mars 1955.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira