Söfnunarfé nýtist til að byggja upp en ekki til að bjarga ríkinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsóttu Vog og Vík í gær og kynntu sér starfsemina. Þau fengu líka upplýsingar um reksturinn. Vísir/ernir „Það hefur alltaf verið bil og við höfum brúað það með okkar eigin fjáröflunum og sértekjum sem við höfum, en við getum það ekki núna. Þetta er orðið allt of mikið,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Samkvæmt nýrri greinargerð SÁÁ sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi fyrir árið 2017 fjármagnar ríkið einungis 2/3 af heildarkostnaði þeirrar starfsemi sem SÁÁ rekur á Vogi, Vík og á göngudeildum. Samkvæmt greinargerðinni er heildarkostnaður við fyrrgreinda starfsemi rúmar 1,43 milljarðar króna. Framlag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mismunurinn er rúmar 517 milljónir króna. „Þetta er alltaf stigversnandi. Í hruninu var þetta skorið niður mjög groddaralega og fyrstu tvö til þrjú árin þar á eftir. Svo hefur þetta ekkert gengið til baka. Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað,“ segir Arnþór. Hann bendir á að leguplássum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækki sífellt á Landspítalanum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein eftir Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, þar sem fram kemur að sjúkrarúm á Landspítalanum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hafi verið 138 árið 1976, en 20 árið 2015.Sjúklingarnir séu í auknum mæli að leita til SÁÁ. Nú séð staðan þannig að yfir 500 manns séu á biðlista. „Við höfum aldrei séð svona tölu áður.“ Arnþór segir SÁÁ njóta mikils stuðnings á formi einkaframlaga og hið opinbera sé farið að ganga á lagið með það. „Það eru ekki mörg almannaheillafélög sem njóta jafn mikils stuðnings og hafa jafn mikla velvild. Það er náttúrlega vegna þess að það eru margir sem hafa komið og fengið þjónustu hérna. Það er einhvern veginn eins og ríkið hafi þá gengið á lagið og hugsað, jæja – þetta eru svo miklir safnarar að við bara drögum okkar framlag út úr þessu. Í raun og veru er það það sem gerist.“ Í skýrslunni er bent á að meðan sértekjur og fjáraflanir SÁÁ renni að mestu leyti í niðurgreiðslur á lögbundinni heilbrigðisþjónustu sem veitt hefur verið í áratugi glatist tækifæri til sóknar. Fjáraflanir SÁÁ ætti fremur að nýta til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
„Það hefur alltaf verið bil og við höfum brúað það með okkar eigin fjáröflunum og sértekjum sem við höfum, en við getum það ekki núna. Þetta er orðið allt of mikið,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Samkvæmt nýrri greinargerð SÁÁ sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi fyrir árið 2017 fjármagnar ríkið einungis 2/3 af heildarkostnaði þeirrar starfsemi sem SÁÁ rekur á Vogi, Vík og á göngudeildum. Samkvæmt greinargerðinni er heildarkostnaður við fyrrgreinda starfsemi rúmar 1,43 milljarðar króna. Framlag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mismunurinn er rúmar 517 milljónir króna. „Þetta er alltaf stigversnandi. Í hruninu var þetta skorið niður mjög groddaralega og fyrstu tvö til þrjú árin þar á eftir. Svo hefur þetta ekkert gengið til baka. Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað,“ segir Arnþór. Hann bendir á að leguplássum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækki sífellt á Landspítalanum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein eftir Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, þar sem fram kemur að sjúkrarúm á Landspítalanum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hafi verið 138 árið 1976, en 20 árið 2015.Sjúklingarnir séu í auknum mæli að leita til SÁÁ. Nú séð staðan þannig að yfir 500 manns séu á biðlista. „Við höfum aldrei séð svona tölu áður.“ Arnþór segir SÁÁ njóta mikils stuðnings á formi einkaframlaga og hið opinbera sé farið að ganga á lagið með það. „Það eru ekki mörg almannaheillafélög sem njóta jafn mikils stuðnings og hafa jafn mikla velvild. Það er náttúrlega vegna þess að það eru margir sem hafa komið og fengið þjónustu hérna. Það er einhvern veginn eins og ríkið hafi þá gengið á lagið og hugsað, jæja – þetta eru svo miklir safnarar að við bara drögum okkar framlag út úr þessu. Í raun og veru er það það sem gerist.“ Í skýrslunni er bent á að meðan sértekjur og fjáraflanir SÁÁ renni að mestu leyti í niðurgreiðslur á lögbundinni heilbrigðisþjónustu sem veitt hefur verið í áratugi glatist tækifæri til sóknar. Fjáraflanir SÁÁ ætti fremur að nýta til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00