Nýr leiktími í Meistaradeildinni á næsta tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 14:00 Sergio Ramos hefur lyft þessum bikar tvö ár í röð. Vísir/Getty Aðdáendur Meistaradeildarinnar í fótbolta fá tækifæri til að sjá fleiri leiki í beinni útsendingu á næsta tímabili. Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú staðfest og gefið formlega út breytingar á Meistaradeildinni fyrir tímabilið 2018-19. Nú er fjórða skiptingin leyfð í framlengingum og þá mega félögin einnig taka inn þrjá nýja leikmenn í leikmannahópa sína eftir riðlakeppnina. Félögin mega ennfremur hafa 23 leikmenn á skýrslu í úrslitaleikjunum hvort sem þeir eru í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og UEFA Super bikarnum.From next season, there will be some important changes to @ChampionsLeague, @EuropaLeague & #SuperCup regulations: 4th substitute Expanded squads for finals New kick-off times Player registration Read more https://t.co/9PjPXH6Ics — UEFA (@UEFA) March 27, 2018 Ástæðan fyrir því að hægt verður að sjá fleiri leiki í beinni næsta vetur er að nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi svipað og hefur verið í Evrópudeildinni undanfarin tímabil. Leikirnir í Meistaradeildinni hafa alltaf farið fram klukkan 20.45 (18.45 á Íslandi á meðan sumartími er í gangi en annars klukkan 19.45) á þriðju- og miðvikudögum en svo verður ekki lengur. Nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi því leikirnir munu bæði fara fram klukkan 18.55 og klukkan 21.00. Tveir leikir á hvoru kvöldi munu nú hefjast fimm mínútur í sjö á evrópskum tíma en allir hinir leikirnir byrja klukkan átta að evrópskum tíma. Stöð 2 Sport er nýbúið að framlengja samninga um sjónvarpsrétt Meistaradeildarinnar og heldur því áfram að sýna beint frá Meistaradeildinni á komandi tímabili. Fyrst er þó æsispennandi endasprettur á Meistaradeildinni í ár en átta liða úrslitin hefjast í næstu viku. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Aðdáendur Meistaradeildarinnar í fótbolta fá tækifæri til að sjá fleiri leiki í beinni útsendingu á næsta tímabili. Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú staðfest og gefið formlega út breytingar á Meistaradeildinni fyrir tímabilið 2018-19. Nú er fjórða skiptingin leyfð í framlengingum og þá mega félögin einnig taka inn þrjá nýja leikmenn í leikmannahópa sína eftir riðlakeppnina. Félögin mega ennfremur hafa 23 leikmenn á skýrslu í úrslitaleikjunum hvort sem þeir eru í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og UEFA Super bikarnum.From next season, there will be some important changes to @ChampionsLeague, @EuropaLeague & #SuperCup regulations: 4th substitute Expanded squads for finals New kick-off times Player registration Read more https://t.co/9PjPXH6Ics — UEFA (@UEFA) March 27, 2018 Ástæðan fyrir því að hægt verður að sjá fleiri leiki í beinni næsta vetur er að nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi svipað og hefur verið í Evrópudeildinni undanfarin tímabil. Leikirnir í Meistaradeildinni hafa alltaf farið fram klukkan 20.45 (18.45 á Íslandi á meðan sumartími er í gangi en annars klukkan 19.45) á þriðju- og miðvikudögum en svo verður ekki lengur. Nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi því leikirnir munu bæði fara fram klukkan 18.55 og klukkan 21.00. Tveir leikir á hvoru kvöldi munu nú hefjast fimm mínútur í sjö á evrópskum tíma en allir hinir leikirnir byrja klukkan átta að evrópskum tíma. Stöð 2 Sport er nýbúið að framlengja samninga um sjónvarpsrétt Meistaradeildarinnar og heldur því áfram að sýna beint frá Meistaradeildinni á komandi tímabili. Fyrst er þó æsispennandi endasprettur á Meistaradeildinni í ár en átta liða úrslitin hefjast í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira