Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 20:30 Að plokka verður æ vinsælla. Vísir/Anton Brink Sorpa mælir með því að áhugafólk um að tína rusl á víðavangi, svokallaðir „plokkarar“, noti glæra poka svo auðveldara sé fyrir starfsmenn Sorpu að sjá hvað leynist í pokunum þegar henda á ruslinu á réttan stað. Þá sé gott að halda plasti frá öðru rusli.Íslendingar hafa að undanförnu margir hverjir rifið sig á fætur og byrjað að labba um sitt nærumhverfi með ruslapoka í hönd. Í byrjun marsmánaðar var Facebook-hópurinn Plokk á Íslandi stofnaður en þar deila meðlimir myndum og sögum af plokkinu. Í hópnum eru rúmlega þúsund meðlimir og margir hverjir afkastamiklir í plokkinu ef marka má færslurnar.Töluverða athygli vakti í síðustu viku þegar Svavar Hávarðsson, ritstjóri Fiskifrétta, fór út með syni sínum Atla að tína rusl í Laugarnesinu. Týndu þeir fullt jeppaskott af rusli. En þegar henda átti afrakstrinum á endurvinnslustöð Sorpu var þeim sagt að þeir yrðu að flokka ruslið áður en því væri hent hjá Sorpu. Bent hefur verið á að erfitt geti verið að labba um með marga poka til þess að flokka það rusl sem týnt er upp á víðavangi og spurðist Vísir fyrir um hjá Sorpu hvernig best væri fyrir Plokkara að losa sig við ruslið þegar á hólminn er komið. Í svari Sorpu við fyrirspurn Vísis segir að Sorpa sé með átak í gangi um að minna þann úrgang sem fari í urðun. Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu sé gámur með númerið 66, en hann er ætlaður undir blandaðan úrgang. Verið sé að reyna að minnka magnið sem fari í þann gám. „Hluti af þessu verkefni var að hætta að taka á móti svörtum ruslapokum og fá fólk til þess að nota glæra poka til þess að auðvelda okkar starfsfólki vinnuna við að leiðbeina fólki um í hvaða gáma hlutir eiga að fara,“ segir í svari Sorpu. Segir einnig að þeir sem plokki séu velkomnir á endurvinnslustöðvar Sorpu en mælst sé til þess að „plokkarar“ gefi sig fram við vaktstjóra á grenndarstöð, enda vilji Sorpa styðja þá íbúa sem taki þátt í þessu hreinsunarátaki. Eru þó „plokkarar“ hvattir til þess að reyna að flokka ruslið sem týnt er eftir fremsta megni, enda sé það markmið Sorpu að minnka það rusl sem fer til urðunar. Þá sé sérstaklega gott að halda plasti frá öðru rusli. „Kannski er ekki mikið mál að vera með tvo poka, einn fyrir plast og einn fyrir blandað, því við vitum að mikill meirihluti af þessu rusli er plast og ef það er hægt að halda því sér er það strax miklu betra,“ segir í svari Sorpu. Umhverfismál Tengdar fréttir Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Sorpa mælir með því að áhugafólk um að tína rusl á víðavangi, svokallaðir „plokkarar“, noti glæra poka svo auðveldara sé fyrir starfsmenn Sorpu að sjá hvað leynist í pokunum þegar henda á ruslinu á réttan stað. Þá sé gott að halda plasti frá öðru rusli.Íslendingar hafa að undanförnu margir hverjir rifið sig á fætur og byrjað að labba um sitt nærumhverfi með ruslapoka í hönd. Í byrjun marsmánaðar var Facebook-hópurinn Plokk á Íslandi stofnaður en þar deila meðlimir myndum og sögum af plokkinu. Í hópnum eru rúmlega þúsund meðlimir og margir hverjir afkastamiklir í plokkinu ef marka má færslurnar.Töluverða athygli vakti í síðustu viku þegar Svavar Hávarðsson, ritstjóri Fiskifrétta, fór út með syni sínum Atla að tína rusl í Laugarnesinu. Týndu þeir fullt jeppaskott af rusli. En þegar henda átti afrakstrinum á endurvinnslustöð Sorpu var þeim sagt að þeir yrðu að flokka ruslið áður en því væri hent hjá Sorpu. Bent hefur verið á að erfitt geti verið að labba um með marga poka til þess að flokka það rusl sem týnt er upp á víðavangi og spurðist Vísir fyrir um hjá Sorpu hvernig best væri fyrir Plokkara að losa sig við ruslið þegar á hólminn er komið. Í svari Sorpu við fyrirspurn Vísis segir að Sorpa sé með átak í gangi um að minna þann úrgang sem fari í urðun. Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu sé gámur með númerið 66, en hann er ætlaður undir blandaðan úrgang. Verið sé að reyna að minnka magnið sem fari í þann gám. „Hluti af þessu verkefni var að hætta að taka á móti svörtum ruslapokum og fá fólk til þess að nota glæra poka til þess að auðvelda okkar starfsfólki vinnuna við að leiðbeina fólki um í hvaða gáma hlutir eiga að fara,“ segir í svari Sorpu. Segir einnig að þeir sem plokki séu velkomnir á endurvinnslustöðvar Sorpu en mælst sé til þess að „plokkarar“ gefi sig fram við vaktstjóra á grenndarstöð, enda vilji Sorpa styðja þá íbúa sem taki þátt í þessu hreinsunarátaki. Eru þó „plokkarar“ hvattir til þess að reyna að flokka ruslið sem týnt er eftir fremsta megni, enda sé það markmið Sorpu að minnka það rusl sem fer til urðunar. Þá sé sérstaklega gott að halda plasti frá öðru rusli. „Kannski er ekki mikið mál að vera með tvo poka, einn fyrir plast og einn fyrir blandað, því við vitum að mikill meirihluti af þessu rusli er plast og ef það er hægt að halda því sér er það strax miklu betra,“ segir í svari Sorpu.
Umhverfismál Tengdar fréttir Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30