Ólafía á leið á fjórða risamótið Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Ólafía Þórunn verður í eldlínunni um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, verður á meðal þátttakenda á fyrsta risamóti ársins, ANA Inspiration, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið hefst á fimmtudaginn en leikið er í Kaliforníu á hinum glæsilega velli Mission Hills Country Club. Enginn Íslendingur hefur leikið áður á þessu móti og verður Ólafía því fyrst meðal keppenda. Þetta verður fjórða risamótið sem Ólafía keppir á en hún leik á þremur risamótum á síðasta ári. Fyrsta var KPMG mótið í júní síðastliðnum áður en hún keppti á opna breska í ágúst. The Evian Championship var síðasta risamótið sem Ólafía keppti á og þar hún komst í gegnum niðurskurð. Það er ljóst að það verður nóg að keppa fyrir Ólafíu því verðlaunaféð á mótinu nemur alls 283 milljónum króna. Það er því ekki bara til mikils að vinna fyrir Ólafíu upp á ferilskrá sína í golfinu heldur gæti hún einnig fengið góðan pening í kassann. Mótinu verður að sjálfsögðu gerð góð skil á Golfstöðinni en bein útsending hefst á fimmtudag klukkan 16.00. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, verður á meðal þátttakenda á fyrsta risamóti ársins, ANA Inspiration, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið hefst á fimmtudaginn en leikið er í Kaliforníu á hinum glæsilega velli Mission Hills Country Club. Enginn Íslendingur hefur leikið áður á þessu móti og verður Ólafía því fyrst meðal keppenda. Þetta verður fjórða risamótið sem Ólafía keppir á en hún leik á þremur risamótum á síðasta ári. Fyrsta var KPMG mótið í júní síðastliðnum áður en hún keppti á opna breska í ágúst. The Evian Championship var síðasta risamótið sem Ólafía keppti á og þar hún komst í gegnum niðurskurð. Það er ljóst að það verður nóg að keppa fyrir Ólafíu því verðlaunaféð á mótinu nemur alls 283 milljónum króna. Það er því ekki bara til mikils að vinna fyrir Ólafíu upp á ferilskrá sína í golfinu heldur gæti hún einnig fengið góðan pening í kassann. Mótinu verður að sjálfsögðu gerð góð skil á Golfstöðinni en bein útsending hefst á fimmtudag klukkan 16.00.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira