„Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2018 10:56 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill „Við erum bara í sambandi við Spánverjana og það er bara verið að vinna í því,“ segir Karl Steinar Valsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um beiðni íslenskra stjórnvalda þess efnis að rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur flytjist frá Spáni til Íslands „Þetta tekur talsvert lengri tíma en við töldum en það hlýtur að fara að sjást fyrir endann á því,“ segir Karl Steinar. Um miðjan febrúar síðastliðinn sendi dómsmálaráðuneyti Íslands formlega réttarbeiðni til yfirvalda á Spáni vegna rannsóknar á „Skáksambandsmálinu“ svokallað en eiginmaður Sunnu er grunaður um aðild að því máli og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Í beiðninni var farið fram á að íslensk lögregluyfirvöld tækju alfarið yfir rannsókn málsins. Sunna Elvíra hefur verið í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna rannsóknar málsins. Hún lamaðist eftir fall á heimili sínu í Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn og hefur verið í ótímabundnu farbanni þar í landi grunuð um aðild að fíkniefnasmygli. Sunna var flutt á sjúkrahús í Malaga en barist var lengi fyrir því að hún yrði flutt á hátæknisjúkrahús þar sem hún fengi viðeigandi meðhöndlun. Hún var flutt á sjúkrahús í Sevilla í febrúar síðastliðnum en í upphafi þessa mánaðar fengust þær fregnir að hún væri lömuð fyrir lífstíð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í febrúar að ef rannsókn málsins myndi flytjast til Íslands yrði ekki ástæða fyrir spænsk stjórnvöld að halda Sunnu í farbanni þar í landi. Aðspurður hvers vegna það hefur tekið svo langan tíma að afgreiða þessa réttarfarsbeiðni dómsmálaráðuneytisins svarar hann: „Spænsk stjórnsýsla, það er ekki flóknara en það. Það er engin önnur fyrirstaða í því. Það þarf að afgreiða þetta með formlegum hætti varðandi yfirtöku og millitöku á málum. Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig.“ Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
„Við erum bara í sambandi við Spánverjana og það er bara verið að vinna í því,“ segir Karl Steinar Valsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um beiðni íslenskra stjórnvalda þess efnis að rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur flytjist frá Spáni til Íslands „Þetta tekur talsvert lengri tíma en við töldum en það hlýtur að fara að sjást fyrir endann á því,“ segir Karl Steinar. Um miðjan febrúar síðastliðinn sendi dómsmálaráðuneyti Íslands formlega réttarbeiðni til yfirvalda á Spáni vegna rannsóknar á „Skáksambandsmálinu“ svokallað en eiginmaður Sunnu er grunaður um aðild að því máli og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Í beiðninni var farið fram á að íslensk lögregluyfirvöld tækju alfarið yfir rannsókn málsins. Sunna Elvíra hefur verið í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna rannsóknar málsins. Hún lamaðist eftir fall á heimili sínu í Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn og hefur verið í ótímabundnu farbanni þar í landi grunuð um aðild að fíkniefnasmygli. Sunna var flutt á sjúkrahús í Malaga en barist var lengi fyrir því að hún yrði flutt á hátæknisjúkrahús þar sem hún fengi viðeigandi meðhöndlun. Hún var flutt á sjúkrahús í Sevilla í febrúar síðastliðnum en í upphafi þessa mánaðar fengust þær fregnir að hún væri lömuð fyrir lífstíð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í febrúar að ef rannsókn málsins myndi flytjast til Íslands yrði ekki ástæða fyrir spænsk stjórnvöld að halda Sunnu í farbanni þar í landi. Aðspurður hvers vegna það hefur tekið svo langan tíma að afgreiða þessa réttarfarsbeiðni dómsmálaráðuneytisins svarar hann: „Spænsk stjórnsýsla, það er ekki flóknara en það. Það er engin önnur fyrirstaða í því. Það þarf að afgreiða þetta með formlegum hætti varðandi yfirtöku og millitöku á málum. Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig.“
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20